Þeir Albert Guðmundsson og Rúnar Alex Rúnarsson munu í næstu viku halda utan til Englands þar sem þeir verða við æfingar hjá Liverpool í eina viku.
Báðir þykja mjög efnilegir en það var útsendari Liverpool sem kom auga á kappana. Albert er á fjórtánda aldursári en Rúnar Alex, sem er markvörður, er tveimur árum eldri.
Þeir Albert og Rúnar Alex eru báðir KR-ingar en feður þeirra, Guðmundur Benediktsson og Rúnar Kristinsson, léku báðir lengi með félaginu. Rúnar er í dag þjálfari meistaraflokks karla hjá KR en Guðmundur aðstoðarþjálfari Breiðabliks. Hann starfar einnig sem íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport.
Íslenski boltinn