Valskonur halda sigurgöngu sinni áfram - unnu HK með sjö mörkum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2011 15:25 Dagný Skúladóttir. Íslandsmeistarar Vals héldu sigurgöngu sinni áfram í N1 deild kvenna þegar þær unnu sjö marka sigur á HK, 32-25, í toppslag í Digranesi. Valsliðið er búið að vinna alla fimm deildarleiki sína á tímabilinu en HK hefur ekki náð að fylgja eftir frábærum sigri á Fram í fyrstu umferðinni. Valsliðið lagði grunninn að sigrinum með því að ná átta marka forystu í hálfleik en HK-liðið gafst ekki upp og náði að minnka muninn í tvö mörk í seinni hálfleik. Valsliðið gerði síðan út um leikinn og vógu hraðaupphlaupsmörkin þungt enda urðu þau alls fimmtán í leiknum. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Dagný Skúladóttir skoruðu báðar 7 mörk fyrir Val í dag og Karólína Bæhrenz Gunnarsdóttir var með sex mörk. Elín Anna Baldursdóttir skoraði 7 mörk fyrir HK og þær Brynja Magnúsdóttir og Jóna Sigríður Halldórsdóttir voru með fimm mörk hvor. HK var yfir rétt í upphafi leiks en Valskonur komust síðan í 4-2 og 7-4 og virtust vera að stinga af. Þrjú mörk HK í röð jöfnuðu hinsvegar leikinn í 7-7 og Stefán Arnarson, þjálfari Vals ákvað að taka leikhlé. Stefán kveikti greinilega vel í sínum stelpum því þær svöruðu með því að skora sex mörk í röð og komast í 13-7. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fór á kostum í upphafi leiksins og skoraði sjö af fyrstu tíu mörkum Valsliðsins í leiknum. Valur var síðan komið með átta marka forystu í hálfleik, 17-9, þar sem HK-vörnin galopnaðist hvað eftir annað þegar HK-stelpurnar voru að reyna að loka á Önnu inn á línunni. Hrafnhildur Skúladóttir var líka að spila mjög vel í sókninni í fyrri hálfleiknum. HK skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkum seinni hálfleiksins og náði að minnka muninn í 18-13. Valsliðið skoraði næstu tvö mörk en annar góður sprettur HK (8-3) kom muninum niður í þrjú mörk, 25-23. Valsliðið hélt áfram að nýta sér hraðaupphlaupin og komst aftur fimm mörkum yfir, 29-24 en átta af tólf mörkum liðsins í seinni hálfleik höfðu þarna komið úr hraðaupphlaupum. Valsliðið gerði síðan út um leikinn á lokakaflanum og unnu frekar öruggan sigur.HK - Valur 25-32 (9-17)Mörk HK: Elín Anna Baldursdóttir 7/3, Brynja Magnúsdóttir 5/4, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 5, Elísa Ósk Viðarsdóttir 3, Heiðrún Björk Helgadóttir 2, Emma Havin Davoody 1, Elva Björg Arnarsdóttir 1, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 1.Varin skot: Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir 16Mörk Vals: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 7, Dagný Skúladóttir 7, Karólína Bæhrenz Gunnarsdóttir 6, Hrafnhildur Skúladóttir 4/1, Þorgerður Anna Atladóttir 4, Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 4/1.Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 15, Sunneva Einarsdóttir 4. Olís-deild kvenna Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Íslandsmeistarar Vals héldu sigurgöngu sinni áfram í N1 deild kvenna þegar þær unnu sjö marka sigur á HK, 32-25, í toppslag í Digranesi. Valsliðið er búið að vinna alla fimm deildarleiki sína á tímabilinu en HK hefur ekki náð að fylgja eftir frábærum sigri á Fram í fyrstu umferðinni. Valsliðið lagði grunninn að sigrinum með því að ná átta marka forystu í hálfleik en HK-liðið gafst ekki upp og náði að minnka muninn í tvö mörk í seinni hálfleik. Valsliðið gerði síðan út um leikinn og vógu hraðaupphlaupsmörkin þungt enda urðu þau alls fimmtán í leiknum. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Dagný Skúladóttir skoruðu báðar 7 mörk fyrir Val í dag og Karólína Bæhrenz Gunnarsdóttir var með sex mörk. Elín Anna Baldursdóttir skoraði 7 mörk fyrir HK og þær Brynja Magnúsdóttir og Jóna Sigríður Halldórsdóttir voru með fimm mörk hvor. HK var yfir rétt í upphafi leiks en Valskonur komust síðan í 4-2 og 7-4 og virtust vera að stinga af. Þrjú mörk HK í röð jöfnuðu hinsvegar leikinn í 7-7 og Stefán Arnarson, þjálfari Vals ákvað að taka leikhlé. Stefán kveikti greinilega vel í sínum stelpum því þær svöruðu með því að skora sex mörk í röð og komast í 13-7. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fór á kostum í upphafi leiksins og skoraði sjö af fyrstu tíu mörkum Valsliðsins í leiknum. Valur var síðan komið með átta marka forystu í hálfleik, 17-9, þar sem HK-vörnin galopnaðist hvað eftir annað þegar HK-stelpurnar voru að reyna að loka á Önnu inn á línunni. Hrafnhildur Skúladóttir var líka að spila mjög vel í sókninni í fyrri hálfleiknum. HK skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkum seinni hálfleiksins og náði að minnka muninn í 18-13. Valsliðið skoraði næstu tvö mörk en annar góður sprettur HK (8-3) kom muninum niður í þrjú mörk, 25-23. Valsliðið hélt áfram að nýta sér hraðaupphlaupin og komst aftur fimm mörkum yfir, 29-24 en átta af tólf mörkum liðsins í seinni hálfleik höfðu þarna komið úr hraðaupphlaupum. Valsliðið gerði síðan út um leikinn á lokakaflanum og unnu frekar öruggan sigur.HK - Valur 25-32 (9-17)Mörk HK: Elín Anna Baldursdóttir 7/3, Brynja Magnúsdóttir 5/4, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 5, Elísa Ósk Viðarsdóttir 3, Heiðrún Björk Helgadóttir 2, Emma Havin Davoody 1, Elva Björg Arnarsdóttir 1, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 1.Varin skot: Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir 16Mörk Vals: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 7, Dagný Skúladóttir 7, Karólína Bæhrenz Gunnarsdóttir 6, Hrafnhildur Skúladóttir 4/1, Þorgerður Anna Atladóttir 4, Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 4/1.Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 15, Sunneva Einarsdóttir 4.
Olís-deild kvenna Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira