Stjarnan vann 26-24 sigur á KA/Þór í N1 deild kvenna í handbolta í kvöld en leikurinn fór fram í KA-heimilinu á Akureyri. Þetta var annað nauma heimatap norðanstúlkna í röð en þær töpuðu 28-29 fyrir Haukum í síðustu umferð.
FH og Grótta gerðu síðan 23-23 jafntefli í Kaplakrikanum í uppgjöri tveggja neðstu liða deildarinnar. FH var með þriggja marka forskot í hálfleik, 13-10, en það dugði samt ekki til sigurs.
Stjarnan vann þarna sinn þriðja leik á tímabilinu og komst upp fyrir ÍBV og í 4.sæti deildarinnar. Stjörnuliðið er nú aðeins tveimur stigum á eftir HK sem tapaði fyrir toppliði Vals fyrr í dag.
Stjörnuliðið lagði grunn að sigrinum með góðum fyrri hálfleik sem þær unnu með sex marka mun, 14-8. Sólveig Lára Kærnested skoraði tíu mörk úr aðeins ellefu skotum fyrir Stjörnuna í kvöld en Martha Hermansdóttir var með 11 mörk úr 19 skotum fyrir KA/Þór.
KA/Þór - Stjarnan 24-26 (8-14)
Mörk KA/Þór: Martha Hermansdóttir 11, Kolbrún Einarsdóttir 5, Katrín Vilhjálmsdóttir 3, Erla Hleiður Tryggvadóttir 3, Hulda Tryggvadóttir 1, Kolbrá Ingólfsdóttir 1.
Mörk Stjörnunnar: Sólveig Lára Kærnested 10, Hildur Harðardóttir 5, Hanna G Stefánsdóttir 4, Rut Steinsen 3, Jóna Margrét Ragnarsdóttir 2, Lilja L Pálsdóttir 1, Guðrún Guðjónsdóttir 1.
FH - Grótta 23-23 (13-10)
Mörk FH: Ingibjörg Pálmadóttir 7, Birna Íris Helgadóttir 6, Berglind Ósk Björgvinsdóttir 4, Steinunn Snorradóttir 3, Sigrún Jóhannsdóttir 2, Indíana Nanna Jóhannsdóttir 1.
Mörk Gróttu: Eva Björk Davíðsdóttir 7, Sunna María Einarsdóttir 6, Elín Helga Jónsdóttir 4, Unnur Ómarsdóttir 3, Rebekka Guðmundsdóttir 1, Björg Fenger 1, Sigrún Birna Arnardóttir 1.
Stjörnukonur sóttu tvö stig norður - jafntefli í botnslagnum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Íslenski boltinn

„Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“
Körfubolti



Asensio skaut Villa áfram
Enski boltinn

Albert kom við sögu í naumum sigri
Fótbolti

„Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“
Körfubolti

Embiid frá út leiktíðina
Körfubolti
