Skýrr kaupir allt hlutafé í Thor Data Center Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. nóvember 2011 18:30 Skýrr, sem er orðið níunda stærsta upplýsingatæknifyrirtæki á Norðurlöndunum, hefur fest kaup á öllu hlutafé í gagnaverinu Thor Data Center af félagi í eigu Skúla Mogensen og fleirum. Forstjóri Skýrr sér mikla möguleika með sameiningu fyrirtækjanna. Hjá gagnaverinu Thor Data Center í Hafnarfirði hefur verið unnið frumkvöðlastarf í markaðssetningu á Íslandi sem umhverfisvænum valkosti fyrir viðskiptavini gagnavera en fyrirtækið nýtir einungis endurnýjanlega orku frá íslenskum gufuaflsvirkjunum. Fyrirtækið hefur tryggt sér 3,2 megawatta raforku frá HS Orku á Suðurnesjum og ákvæði eru í samningnum um allt að 19,2 megawött ef þörf krefur. Helsti viðskiptavinur Thor Data Center er norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software. Gestur Gestsson, forstjóri Skýrr, var gestur okkar í Klinkinu í dag. Þið eruð að kaupa hundrað prósent hlutafjár í Thor Data Center. Hvað eruð þið að borga mikið fyrir þetta? „Það er trúnaðarmál. Þetta á sér langa forsögu, en við höfum verið að skoða það í 20 mánuði eða svo, hvernig við getum farið inn í þennan gagnaversiðnað. Við sjáum mikil tækifæri í þessu fyrir okkur," segir Gestur. Að sögn Gests eru engar uppsagnir fyrirhugaðar vegna sameiningar Skýrr og Thor Data Center en hann segist sjá mikil tækifæri í nýtingu á söluneti Skýrr á Norðurlöndum til að afla nýrra viðskiptavina fyrir gagnaverið í Hafnarfirði. Þá segir hann umhverfið varðandi orkuna afar hagstætt gagnaverum, enda hafi forstjóri Landsvirkjunar lýst því yfir að fyrirtækið ætli sér að selja ákveðna hlutdeild í raforku í framtíðinni til fyrirtækja í þessum geira. Sjá Klinkið í heild sinni hér. Klinkið Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Skýrr, sem er orðið níunda stærsta upplýsingatæknifyrirtæki á Norðurlöndunum, hefur fest kaup á öllu hlutafé í gagnaverinu Thor Data Center af félagi í eigu Skúla Mogensen og fleirum. Forstjóri Skýrr sér mikla möguleika með sameiningu fyrirtækjanna. Hjá gagnaverinu Thor Data Center í Hafnarfirði hefur verið unnið frumkvöðlastarf í markaðssetningu á Íslandi sem umhverfisvænum valkosti fyrir viðskiptavini gagnavera en fyrirtækið nýtir einungis endurnýjanlega orku frá íslenskum gufuaflsvirkjunum. Fyrirtækið hefur tryggt sér 3,2 megawatta raforku frá HS Orku á Suðurnesjum og ákvæði eru í samningnum um allt að 19,2 megawött ef þörf krefur. Helsti viðskiptavinur Thor Data Center er norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software. Gestur Gestsson, forstjóri Skýrr, var gestur okkar í Klinkinu í dag. Þið eruð að kaupa hundrað prósent hlutafjár í Thor Data Center. Hvað eruð þið að borga mikið fyrir þetta? „Það er trúnaðarmál. Þetta á sér langa forsögu, en við höfum verið að skoða það í 20 mánuði eða svo, hvernig við getum farið inn í þennan gagnaversiðnað. Við sjáum mikil tækifæri í þessu fyrir okkur," segir Gestur. Að sögn Gests eru engar uppsagnir fyrirhugaðar vegna sameiningar Skýrr og Thor Data Center en hann segist sjá mikil tækifæri í nýtingu á söluneti Skýrr á Norðurlöndum til að afla nýrra viðskiptavina fyrir gagnaverið í Hafnarfirði. Þá segir hann umhverfið varðandi orkuna afar hagstætt gagnaverum, enda hafi forstjóri Landsvirkjunar lýst því yfir að fyrirtækið ætli sér að selja ákveðna hlutdeild í raforku í framtíðinni til fyrirtækja í þessum geira. Sjá Klinkið í heild sinni hér.
Klinkið Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira