Milljarðaáform Nubos næsta sumar í óvissu 2. nóvember 2011 18:33 Tækifæri til að setja af stað mörghundruð milljóna króna hönnunarvinnu fyrir Kínverjann Nubo í vetur er að renna úr greipum þar sem engin svör fást frá stjórnvöldum um hvort honum verði leyft að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Áform um að hefja tíu milljarða króna framkvæmdir næsta sumar eru einnig í uppnámi. Rúmir tveir mánuðir eru nú liðnir frá því Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra barst formlegt erindi frá fyrirtæki Huangs Nubo um undanþágu til að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum þar sem hann áformar tíu milljarða króna uppbyggingu lúxushótels. Að sögn Halldórs Jóhannssonar arkitekts, talsmanns Nubos, hefur ekkert svar borist ennþá frá ráðuneytinu, aðeins fyrirspurn um nánari skýringar, sem var svarað fyrir tæpum mánuði. Halldór segir að Nubo hafi ætlað að hafa hraðar hendur og vonast til að hefja framkvæmdir á Grímsstöðum næsta sumar. Þannig stóð til í síðasta mánuði að senda sérfræðinga til Íslands og setja af stað samstarfsteymi með íslenskum hönnuðum og náttúrufræðingum. Ætlunin var að fara í undirbúningsferðir til Norðausturlands í október áður en harðasti veturinn og skammdegið gengi í garð svo unnt væri að nýta veturinn til hönnunar. Halldór segir að ef ekki berist svar mjög fljótlega sé ljóst að tækifæri til að setja í gang undirbúnings- og hönnunarvinnu í vetur sé fyrir bí, - vinna sem hefði nýst íslenskum náttúrfræðingum, arkitektum, tæknifræðingum og verkfræðingum. Hönnun í vetur, verkefni upp á mörghundruð milljónir króna, jafnvel yfir milljarð, sé forsenda þess að byggingarframkvæmdir geti hafist næsta sumar. Þau áform, segir Halldór, séu nú uppnámi og hætta á því að framkvæmdum geti seinkað um heilt ár, verði á annað borð fallist á jarðakaup Nubos. Jarðakaup útlendinga Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Tækifæri til að setja af stað mörghundruð milljóna króna hönnunarvinnu fyrir Kínverjann Nubo í vetur er að renna úr greipum þar sem engin svör fást frá stjórnvöldum um hvort honum verði leyft að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Áform um að hefja tíu milljarða króna framkvæmdir næsta sumar eru einnig í uppnámi. Rúmir tveir mánuðir eru nú liðnir frá því Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra barst formlegt erindi frá fyrirtæki Huangs Nubo um undanþágu til að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum þar sem hann áformar tíu milljarða króna uppbyggingu lúxushótels. Að sögn Halldórs Jóhannssonar arkitekts, talsmanns Nubos, hefur ekkert svar borist ennþá frá ráðuneytinu, aðeins fyrirspurn um nánari skýringar, sem var svarað fyrir tæpum mánuði. Halldór segir að Nubo hafi ætlað að hafa hraðar hendur og vonast til að hefja framkvæmdir á Grímsstöðum næsta sumar. Þannig stóð til í síðasta mánuði að senda sérfræðinga til Íslands og setja af stað samstarfsteymi með íslenskum hönnuðum og náttúrufræðingum. Ætlunin var að fara í undirbúningsferðir til Norðausturlands í október áður en harðasti veturinn og skammdegið gengi í garð svo unnt væri að nýta veturinn til hönnunar. Halldór segir að ef ekki berist svar mjög fljótlega sé ljóst að tækifæri til að setja í gang undirbúnings- og hönnunarvinnu í vetur sé fyrir bí, - vinna sem hefði nýst íslenskum náttúrfræðingum, arkitektum, tæknifræðingum og verkfræðingum. Hönnun í vetur, verkefni upp á mörghundruð milljónir króna, jafnvel yfir milljarð, sé forsenda þess að byggingarframkvæmdir geti hafist næsta sumar. Þau áform, segir Halldór, séu nú uppnámi og hætta á því að framkvæmdum geti seinkað um heilt ár, verði á annað borð fallist á jarðakaup Nubos.
Jarðakaup útlendinga Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira