Fyrri leikjapakki kvöldsins í Evrópudeildinni - þrjú komust áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2011 20:04 Ander Herrera skaut Athletic Bilbao áfram í 32 liða úrslitin í kvöld. Mynd/AFP Fyrri leikjapakka kvöldsins í Evrópudeildinni er nú lokið en þar ber hæst að þrjú lið tryggðu sér sæti í 32 liða úrslitunum. Liðin sem eru komin áfram upp úr riðlum sínum eftir leiki kvöldsins eru Athletic Bilbao, PSV Eindhoven og Legia Varsjá. PSV Eindhoven hefði farið áfram með sigri á Hapoel Tel Aviv í Ísrael en lenti 1-3 undir í leiknum. PSV náði hinsvegar að jafna leikinn 3-3 og 3-1 sigur Legia Varsjá á Rapid Búkarest sá til þess að bæði PSV og Legia eru nú komin áfram í 32 liða úrslitin. Athletic Bilbao er komið áfram eftir 1-0 útisigur á RB Salzburg. PSG er einnig í góðum málum í öðru sætinu eftir 1-0 heimasigur á Slovan Bratislava. Dean Whitehead og Peter Crouch tryggðu Stoke 2-1 útisigur á Maccabi Tel-Aviv og eru lærisveinar Toni Pulis nú með fimm stiga forskot á Dynamo Kiev sem er í 3. sæti riðilsins. Besiktas vann úkraínska liðið og er í 2. sætinu fjórum stigum á eftir Stoke. Stoke-liðið er því í frábærum málum enda búið að ná í 10 af 12 mögulegum stigum í riðlinum. Dean Whitehead skoraði fyrra markið eftir aukaspyrnu og lagði síðan upp það síðara fyrir Crouch. Ísraelsmennirnir minnkuðu muninn í uppbótartíma Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson spiluðu allan leikinn með FC Kaupmannaghöfn sem tapaði 1-2 á heimavelli á móti þýska liðinu Hannover. Dame N'Doye kom FC Kaupmannahöfn yfir en Hannover svaraði með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla og tryggði sér 2-1 sigur. FCK-liðið er nú í 3. sæti riðilsins fjórum stigum á eftir Hannover 96. Sporting Lissabon var þegar búið að tryggja sér sæti í útsláttarkeppninni en þurftu að sætta sig við tap á móti Vaslui í kvöld sem skilaði rúmenska liðinu í ágæta stöðu í öðru sæti riðilsins.Úrslit og markaskorarar í Evrópudeildinni í kvöld:A-riðillRubin Kazan - Tottenham 1-0 1-0 Bebras Natcho (56.)Shamrock Rovers - PAOK 1-3 0-1 Dimitrios Salpingidis (8.), 0-2 Georgios Fotakis (36.), 0-3 Dimitrios Salpingidis (38.), 1-3 Billy Dennehy (51.)B-riðillFC Kaupmannahöfn - Hannover 96 1-2 1-0 Dame N'Doye (67.), 1-1 Jan Schlaudraff (71.), 1-2 Lars Stindl (74.)Vorskla Poltava - Standard Liege 1-3 1-0 Oloksiy Kurilov (5.), 1-1 Luis Manuel Seijas (17.), 1-2 Kanu (45.), 1-3 Mohamed Tchité (74.)C-riðillLegia Varsjá - Rapid Búkarest 3-1 1-0 Miroslav Radovic (51.), 1-1 Filipe Teixeira (65.), 2-1 Miroslav Radovic (69.), 3-1 Michal Kucharczyk (90.)PSV - Hapoel Tel Aviv 3-3 0-1 Omer Damari (10.), 1-1 Georginio Wijnaldum (12.), 1-2 Toto Tamuz (33.), 1-3 Toto Tamuz (47.), 2-3 Ola Toivonen (59.), 3-3 Kevin Strootman (87.)D-riðillLazio - FC Zürich 1-0 1-0 Cristian Brocchi (62.)Vaslui - Sporting Lissabon 1-0 1-0 Denis Zmeu (30.)E-riðillBesiktas - Dynamo Kiev 1-0 1-0 Egemen Korkmaz (68.)Maccabi Tel Aviv - Stoke 1-2 0-1 Dean Whitehead (51.), 0-2 Peter Crouch (64.), 1-2 Roberto Colautti (90.+1)F-riðillPSG - Slovan Bratislava 1-0 1-0 Javier Pastore (63.)RB Salzburg - Athletic Bilbao 0-1 0-1 Ander Herrera (37.) Evrópudeild UEFA Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Golf Fleiri fréttir Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjá meira
Fyrri leikjapakka kvöldsins í Evrópudeildinni er nú lokið en þar ber hæst að þrjú lið tryggðu sér sæti í 32 liða úrslitunum. Liðin sem eru komin áfram upp úr riðlum sínum eftir leiki kvöldsins eru Athletic Bilbao, PSV Eindhoven og Legia Varsjá. PSV Eindhoven hefði farið áfram með sigri á Hapoel Tel Aviv í Ísrael en lenti 1-3 undir í leiknum. PSV náði hinsvegar að jafna leikinn 3-3 og 3-1 sigur Legia Varsjá á Rapid Búkarest sá til þess að bæði PSV og Legia eru nú komin áfram í 32 liða úrslitin. Athletic Bilbao er komið áfram eftir 1-0 útisigur á RB Salzburg. PSG er einnig í góðum málum í öðru sætinu eftir 1-0 heimasigur á Slovan Bratislava. Dean Whitehead og Peter Crouch tryggðu Stoke 2-1 útisigur á Maccabi Tel-Aviv og eru lærisveinar Toni Pulis nú með fimm stiga forskot á Dynamo Kiev sem er í 3. sæti riðilsins. Besiktas vann úkraínska liðið og er í 2. sætinu fjórum stigum á eftir Stoke. Stoke-liðið er því í frábærum málum enda búið að ná í 10 af 12 mögulegum stigum í riðlinum. Dean Whitehead skoraði fyrra markið eftir aukaspyrnu og lagði síðan upp það síðara fyrir Crouch. Ísraelsmennirnir minnkuðu muninn í uppbótartíma Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson spiluðu allan leikinn með FC Kaupmannaghöfn sem tapaði 1-2 á heimavelli á móti þýska liðinu Hannover. Dame N'Doye kom FC Kaupmannahöfn yfir en Hannover svaraði með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla og tryggði sér 2-1 sigur. FCK-liðið er nú í 3. sæti riðilsins fjórum stigum á eftir Hannover 96. Sporting Lissabon var þegar búið að tryggja sér sæti í útsláttarkeppninni en þurftu að sætta sig við tap á móti Vaslui í kvöld sem skilaði rúmenska liðinu í ágæta stöðu í öðru sæti riðilsins.Úrslit og markaskorarar í Evrópudeildinni í kvöld:A-riðillRubin Kazan - Tottenham 1-0 1-0 Bebras Natcho (56.)Shamrock Rovers - PAOK 1-3 0-1 Dimitrios Salpingidis (8.), 0-2 Georgios Fotakis (36.), 0-3 Dimitrios Salpingidis (38.), 1-3 Billy Dennehy (51.)B-riðillFC Kaupmannahöfn - Hannover 96 1-2 1-0 Dame N'Doye (67.), 1-1 Jan Schlaudraff (71.), 1-2 Lars Stindl (74.)Vorskla Poltava - Standard Liege 1-3 1-0 Oloksiy Kurilov (5.), 1-1 Luis Manuel Seijas (17.), 1-2 Kanu (45.), 1-3 Mohamed Tchité (74.)C-riðillLegia Varsjá - Rapid Búkarest 3-1 1-0 Miroslav Radovic (51.), 1-1 Filipe Teixeira (65.), 2-1 Miroslav Radovic (69.), 3-1 Michal Kucharczyk (90.)PSV - Hapoel Tel Aviv 3-3 0-1 Omer Damari (10.), 1-1 Georginio Wijnaldum (12.), 1-2 Toto Tamuz (33.), 1-3 Toto Tamuz (47.), 2-3 Ola Toivonen (59.), 3-3 Kevin Strootman (87.)D-riðillLazio - FC Zürich 1-0 1-0 Cristian Brocchi (62.)Vaslui - Sporting Lissabon 1-0 1-0 Denis Zmeu (30.)E-riðillBesiktas - Dynamo Kiev 1-0 1-0 Egemen Korkmaz (68.)Maccabi Tel Aviv - Stoke 1-2 0-1 Dean Whitehead (51.), 0-2 Peter Crouch (64.), 1-2 Roberto Colautti (90.+1)F-riðillPSG - Slovan Bratislava 1-0 1-0 Javier Pastore (63.)RB Salzburg - Athletic Bilbao 0-1 0-1 Ander Herrera (37.)
Evrópudeild UEFA Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Golf Fleiri fréttir Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjá meira