Fær milljón eftir hjartastopp við Fylkisheimilið 9. nóvember 2011 16:05 Héraðsdómur Reykjavíkur mYND ÚR SAFNI Íþróttafélagið Fylkir var í dag dæmt til að greiða karlmanni rúmlega eina milljón króna í bætur vegna slyss sem hann varð fyrir við félagsheimili liðsins í Árbæ í september árið 2005. Maðurinn var á leið á dansleik í félagsheimilinu en hann hafði áður verið í samkvæmi í heimahúsi í Árbænum. Hann fór gangandi á dansleikinn og þegar hann nálgaðist félagsheimili virðist sem svo að hann hafi ætlað að stytta sér leið með því að stökka yfir steinvegg, sem séð frá honum var 72 cm á hæð. Það var ekki rétt því hinum megin við veginn reyndust hinsvegar vera 3,82 metrar niður á steinsteypa stétt. Maðurinn féll á stéttina og þegar sjúkrabifreið kom á staðinn var maðurinn í hjartastoppi og andaði ekki. Hófust lífgunartilraunir og við komu á slysadeild var hann farinn að anda á ný. Við skoðun reyndist hann óbrotinn en talsvert marinn á lungum. Fyrir dómi taldi maðurinn að hann bæri enga sök á tjóni sínu heldur sé slys hans eingöngu að rekja til vanbúnaðar í nánasta umhverfi Fylkisheimilisins. Hann vísaði til umfjöllunar fréttastofu Stöðvar 2 um málið eftir atburðinn. Þar kom fram hjá framkvæmdastjóra Fylkis að lengi hafi staðið til að lagfæra vegginn en ástæðan fyrir því að það hafði ekki verið gert væri sú að iðnaðarmaður sá er fenginn hafði verið til þess hefði ekki komist í verkið vegna anna. Verjandi Fylkis sagði fyrir dómi að maðurinn hafi verið ölvaður á ferð í svartamyrkri og algjörlega ókunnugur umhverfinu þegar hann hafi án fyrirvara rekið á rás frá samferðarmönnum sínum. Þá hafi hann stokkið yfir vegginn sem sé við inngang á efri hæð hússins án þess að huga nokkuð að því hvað væri handan hans. Íþróttafélagið Fylkir viðurkenndi að bera ábyrgð á 3/4 hlutum tjónsins en félagið taldi að maðurinn hafi sýnt af sér verulegt gáleysi og rétt væri að hann bæri fjórðun tjóns síns sjálfur. „Þótt stefnandi (maðurinn) hafi ekki farið þá leið sem ætlast var til heldur stokkið yfir vegginn, að því sem virðist til að stytta sér leið, verður með hliðsjón af öllum kringumstæðum ekki talið að hann hafi sýnt af sér slíkt gáleysi að hann eigi að bera meðábyrgð á tjóni sínu,“ segir í niðurstöðu dómsins. Fylkir var dæmt til að greiða manninum rúmlega eina milljón króna og jafnframt að greiða allan sakarkostnað mannsins, 650 þúsund krónur. Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Íþróttafélagið Fylkir var í dag dæmt til að greiða karlmanni rúmlega eina milljón króna í bætur vegna slyss sem hann varð fyrir við félagsheimili liðsins í Árbæ í september árið 2005. Maðurinn var á leið á dansleik í félagsheimilinu en hann hafði áður verið í samkvæmi í heimahúsi í Árbænum. Hann fór gangandi á dansleikinn og þegar hann nálgaðist félagsheimili virðist sem svo að hann hafi ætlað að stytta sér leið með því að stökka yfir steinvegg, sem séð frá honum var 72 cm á hæð. Það var ekki rétt því hinum megin við veginn reyndust hinsvegar vera 3,82 metrar niður á steinsteypa stétt. Maðurinn féll á stéttina og þegar sjúkrabifreið kom á staðinn var maðurinn í hjartastoppi og andaði ekki. Hófust lífgunartilraunir og við komu á slysadeild var hann farinn að anda á ný. Við skoðun reyndist hann óbrotinn en talsvert marinn á lungum. Fyrir dómi taldi maðurinn að hann bæri enga sök á tjóni sínu heldur sé slys hans eingöngu að rekja til vanbúnaðar í nánasta umhverfi Fylkisheimilisins. Hann vísaði til umfjöllunar fréttastofu Stöðvar 2 um málið eftir atburðinn. Þar kom fram hjá framkvæmdastjóra Fylkis að lengi hafi staðið til að lagfæra vegginn en ástæðan fyrir því að það hafði ekki verið gert væri sú að iðnaðarmaður sá er fenginn hafði verið til þess hefði ekki komist í verkið vegna anna. Verjandi Fylkis sagði fyrir dómi að maðurinn hafi verið ölvaður á ferð í svartamyrkri og algjörlega ókunnugur umhverfinu þegar hann hafi án fyrirvara rekið á rás frá samferðarmönnum sínum. Þá hafi hann stokkið yfir vegginn sem sé við inngang á efri hæð hússins án þess að huga nokkuð að því hvað væri handan hans. Íþróttafélagið Fylkir viðurkenndi að bera ábyrgð á 3/4 hlutum tjónsins en félagið taldi að maðurinn hafi sýnt af sér verulegt gáleysi og rétt væri að hann bæri fjórðun tjóns síns sjálfur. „Þótt stefnandi (maðurinn) hafi ekki farið þá leið sem ætlast var til heldur stokkið yfir vegginn, að því sem virðist til að stytta sér leið, verður með hliðsjón af öllum kringumstæðum ekki talið að hann hafi sýnt af sér slíkt gáleysi að hann eigi að bera meðábyrgð á tjóni sínu,“ segir í niðurstöðu dómsins. Fylkir var dæmt til að greiða manninum rúmlega eina milljón króna og jafnframt að greiða allan sakarkostnað mannsins, 650 þúsund krónur.
Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira