Ecclestone ánægður með fyrsta Formúlu 1 mótið í Indlandi 31. október 2011 16:00 Vijay Mallya, stofnandi Force India liðsins og Bernie Ecclestone, framkvæmdarstjóri FOM ræða málin. AP MYND: Luca Bruno Fyrsta Formúlu 1 mótið í Indlandi fór fram í gær á Buddh brautinni og Bernie Ecclestone, framkvæmdarstjóri FOM kveðst ánægður með fyrsta mótið í á brautinni. „Ég er mjög, mjög ánægður og held að aðrir séu það líka, það er ekki yfir neinu að kvarta," sagði Ecclestone í frétt á autosport.com um framkvæmd mótsins. Hann gat þess einnig að þeir sem stóðu að mótinu myndu skoða hvað þyrfti að endurbæta og hann væri viss að það yrði gert. Ecclestone sagði að hann hafði verið aðeins stressaður yfir því í aðdraganda mótsins um hvort mótssvæðið yrði tilbúið í tæka tíð. „Ég var aðeins stressaður, af því ég hélt að það yrði ekki tilbúið. Ég sá ljósmyndir á hverjum degi og það var alltaf verið að bæta hlutina. Oftast nær kvartar fólk, ef það er yfir einhverju að kvarta, en ég hef ekkert heyrt kvartanir," sagði Ecclestone. Í frétt autosport.com segir að 95.000 áhorfendur hafi verið á kappakstrinum á sunnudag og Ecclestone sagði um það: „Það er frábært. Ef maður hefði nefnt F1 (Formúlu 1) við þetta fólk fyrir þremur árum, þá hefði það ekki vitað hvað væri verið að tala um. Mér fannst þetta frábært. Frábærir áhorfendur og frábær stemmning," sagði Ecclestone. Formúla Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Golf Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Fyrsta Formúlu 1 mótið í Indlandi fór fram í gær á Buddh brautinni og Bernie Ecclestone, framkvæmdarstjóri FOM kveðst ánægður með fyrsta mótið í á brautinni. „Ég er mjög, mjög ánægður og held að aðrir séu það líka, það er ekki yfir neinu að kvarta," sagði Ecclestone í frétt á autosport.com um framkvæmd mótsins. Hann gat þess einnig að þeir sem stóðu að mótinu myndu skoða hvað þyrfti að endurbæta og hann væri viss að það yrði gert. Ecclestone sagði að hann hafði verið aðeins stressaður yfir því í aðdraganda mótsins um hvort mótssvæðið yrði tilbúið í tæka tíð. „Ég var aðeins stressaður, af því ég hélt að það yrði ekki tilbúið. Ég sá ljósmyndir á hverjum degi og það var alltaf verið að bæta hlutina. Oftast nær kvartar fólk, ef það er yfir einhverju að kvarta, en ég hef ekkert heyrt kvartanir," sagði Ecclestone. Í frétt autosport.com segir að 95.000 áhorfendur hafi verið á kappakstrinum á sunnudag og Ecclestone sagði um það: „Það er frábært. Ef maður hefði nefnt F1 (Formúlu 1) við þetta fólk fyrir þremur árum, þá hefði það ekki vitað hvað væri verið að tala um. Mér fannst þetta frábært. Frábærir áhorfendur og frábær stemmning," sagði Ecclestone.
Formúla Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Golf Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira