Ecclestone ánægður með fyrsta Formúlu 1 mótið í Indlandi 31. október 2011 16:00 Vijay Mallya, stofnandi Force India liðsins og Bernie Ecclestone, framkvæmdarstjóri FOM ræða málin. AP MYND: Luca Bruno Fyrsta Formúlu 1 mótið í Indlandi fór fram í gær á Buddh brautinni og Bernie Ecclestone, framkvæmdarstjóri FOM kveðst ánægður með fyrsta mótið í á brautinni. „Ég er mjög, mjög ánægður og held að aðrir séu það líka, það er ekki yfir neinu að kvarta," sagði Ecclestone í frétt á autosport.com um framkvæmd mótsins. Hann gat þess einnig að þeir sem stóðu að mótinu myndu skoða hvað þyrfti að endurbæta og hann væri viss að það yrði gert. Ecclestone sagði að hann hafði verið aðeins stressaður yfir því í aðdraganda mótsins um hvort mótssvæðið yrði tilbúið í tæka tíð. „Ég var aðeins stressaður, af því ég hélt að það yrði ekki tilbúið. Ég sá ljósmyndir á hverjum degi og það var alltaf verið að bæta hlutina. Oftast nær kvartar fólk, ef það er yfir einhverju að kvarta, en ég hef ekkert heyrt kvartanir," sagði Ecclestone. Í frétt autosport.com segir að 95.000 áhorfendur hafi verið á kappakstrinum á sunnudag og Ecclestone sagði um það: „Það er frábært. Ef maður hefði nefnt F1 (Formúlu 1) við þetta fólk fyrir þremur árum, þá hefði það ekki vitað hvað væri verið að tala um. Mér fannst þetta frábært. Frábærir áhorfendur og frábær stemmning," sagði Ecclestone. Formúla Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Fyrsta Formúlu 1 mótið í Indlandi fór fram í gær á Buddh brautinni og Bernie Ecclestone, framkvæmdarstjóri FOM kveðst ánægður með fyrsta mótið í á brautinni. „Ég er mjög, mjög ánægður og held að aðrir séu það líka, það er ekki yfir neinu að kvarta," sagði Ecclestone í frétt á autosport.com um framkvæmd mótsins. Hann gat þess einnig að þeir sem stóðu að mótinu myndu skoða hvað þyrfti að endurbæta og hann væri viss að það yrði gert. Ecclestone sagði að hann hafði verið aðeins stressaður yfir því í aðdraganda mótsins um hvort mótssvæðið yrði tilbúið í tæka tíð. „Ég var aðeins stressaður, af því ég hélt að það yrði ekki tilbúið. Ég sá ljósmyndir á hverjum degi og það var alltaf verið að bæta hlutina. Oftast nær kvartar fólk, ef það er yfir einhverju að kvarta, en ég hef ekkert heyrt kvartanir," sagði Ecclestone. Í frétt autosport.com segir að 95.000 áhorfendur hafi verið á kappakstrinum á sunnudag og Ecclestone sagði um það: „Það er frábært. Ef maður hefði nefnt F1 (Formúlu 1) við þetta fólk fyrir þremur árum, þá hefði það ekki vitað hvað væri verið að tala um. Mér fannst þetta frábært. Frábærir áhorfendur og frábær stemmning," sagði Ecclestone.
Formúla Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira