Umfjöllun og viðtöl: KR - Njarðvík 85-74 Elvar Geir Magnússon í DHL-höllinni skrifar 21. október 2011 20:53 Jón Orri Kristjánsson og Cameron Echols í leiknum í gær. Mynd/Valli Eftir að hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í Iceland Express-deildinni þurfti ungt lið Njarðvíkur að bíða lægri hlut gegn KR-ingum í DHL-höllinni í kvöld. Heimamenn gerðu það sem þurfti og lokastaðan 85-74. KR-ingar voru yfir nær allan fyrri hálfleikinn, voru að finna sig vel í sóknarleiknum en baráttuglaðir og liprir Njarðvíkingar voru mættir til að selja sig dýrt og héngu í skottinu á þeim. Munurinn var mest sjö stig. Vel studdir af stuðningsmönnum sínum náðu gestirnir að jafna með síðustu körfu hálfleiksins en það var þristur frá Ólafi Helga Jónssyni. KR í fyrsta sinn ekki yfir síðan staðan var 0-0. Ljóst var snemma að spennandi og skemmtilegur leikur væri í fæðingu. Með fyrstu körfu seinni hálfleiksins komst Njarðvík í fyrsta sinn yfir í leiknum. Við það virtist liðið slaka aðeins of mikið á en KR-ingar vöknuðu til lífsins og voru skyndilega komnir með nokkuð þægilega ellefu stiga forystu. Munurinn var sex stig, 66-60, fyrir síðasta fjórðunginn. Varnarleikur KR lagaðist eftir því sem líða tók á leikinn og liðið náði að sigla sigrinum í höfn af nokkru öryggi. Glæsileg troðsla David Tairu í lokafjórðungnum kætti marga áhorfendur á leiknum og þrátt fyrir að KR hafi oft spilað betur vannst sigur. Varnarlega eiga KR-ingar nokkuð inni en þeir unnu leikinn án þess að sýna einhverja stjörnutakta. Hrafn: Erum enn í mótunHrafn leggur hér sínum mönnum línurnar í leiknum.Mynd/Valli„Það er frábært að fá tvö stig en þeir létu okkur hafa fyrir þessu. Við vorum kannski sjálfum okkur verstir oft á tíðum," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir leikinn. Margir ungir leikmenn voru í sviðsljósinu í leiknum. „Algjörlega. Þetta er það sem fólkið í stúkunni vill sjá. Það vill sjá uppalda leikmenn koma inn og standa sig," sagði Hrafn. „Til að byrja með í mótinu þurfum við að sækja okkur stig á hvern þann hátt sem við getum. Við erum enn í mótun og erum að slípa okkur til. Það er heldur betur ýmislegt sem þarf að laga. Við spiluðum ekki nægilega góða vörn í byrjun og erum of seinir til baka. Við erum að taka slæmar ákvarðanir." KR á Stjörnuna í næsta leik. „Það verður alveg þvílíkur leikur. Við þurfum að bæta okkur töluvert ef við ætlum að ná einhverju út úr þeim leik," sagði Hrafn. Einar Árni: Stórt próf fyrir okkar hópFriðrik Ragnarsson og Einar Árni Jóhannsson, þjálfarar Njarðvíkur, í leiknum í gær.Mynd/Valli„Það vantaði upp á varnarleikinn hjá okkur. Það er það fyrsta sem manni dettur í hug," sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga. „Við vorum að eiga við allt önnur gæði í þessum leik en fyrstu tveimur, með allri virðingu fyrir Haukum og Val. Við lentum í vandræðum með Hreggvið í teignum og hann var okkur erfiður." Einar segir að þó sé hægt að taka fullt af jákvæðum hlutum úr leiknum. „Það voru margir góðir hlutir í gangi og þetta var stórt próf fyrir okkar hóp. Það segir kannski sitt um metnað okkar að við erum hundfúlir að fara héðan með tap. Ég hef trú á því að okkar menn muni njóta þess að taka þátt í þessum slag og mannast hratt og vel." Njarðvík á Þór í næsta leik. „Það verður bara svakaleikur. Þórsararnir eru bara með verulega öflugt lið. Það verður járn í járn og barist upp á líf og dauða um tvö mikilvæg stig," sagði Einar. Hreggviður: Gerðum það sem þurftiHreggviður horfir hér á eftir Elvari Má Friðrikssyni, hinum efnilega leikmanni Njarðvíkur.Mynd/Valli„Þeir voru búnir að spila vel í fyrstu tveimur leikjunum og mikið búið að skrifa um þá í blöðunum. Okkur langaði að bæta okkur frá síðasta leik og við gerðum það sem þurfti," sagði Hreggviður Magnússon, leikmaður KR. „Ég var bara gríðarlega ánægður með Kristofer Acox sem kom gríðarlega öflugur af bekknum. Finnur stóð sig gríðarlega vel og svo var þetta bara samstillt átak. Við erum samt að gera of mikið af mistökum og eigum eftir að batna mikið varnarlega. Varðandi sóknarleikinn hef ég engar áhyggjur. Við eigum gríðarlega mikið af vopnum en vörnin er eitthvað sem við reynum að bæta á hverjum degi." „Við þurfum að spila betri vörn til að vinna þá. Við eigum harma að hefna frá æfingaleik fyrir nokkrum dögum en það kemur ekkert annað til greina en að vinna þann leik."KR-Njarðvík 85-74 (27-22, 14-19, 25-19, 19-14)KR: David Tairu 23, Hreggviður Magnússon 20/9 fráköst, Finnur Atli Magnusson 17/7 fráköst/5 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 11/5 fráköst/5 stoðsendingar, Björn Kristjánsson 5/7 fráköst/6 stoðsendingar, Jón Orri Kristjánsson 3/8 fráköst, Kristófer Acox 2/10 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 2/4 fráköst, Martin Hermannsson 2.Njarðvík: Travis Holmes 20/10 fráköst/5 stoðsendingar, Cameron Echols 18/15 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 13/7 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 10, Elvar Már Friðriksson 7/7 stoðsendingar, Rúnar Ingi Erlingsson 4, Maciej Stanislav Baginski 2. Dominos-deild karla Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Eftir að hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í Iceland Express-deildinni þurfti ungt lið Njarðvíkur að bíða lægri hlut gegn KR-ingum í DHL-höllinni í kvöld. Heimamenn gerðu það sem þurfti og lokastaðan 85-74. KR-ingar voru yfir nær allan fyrri hálfleikinn, voru að finna sig vel í sóknarleiknum en baráttuglaðir og liprir Njarðvíkingar voru mættir til að selja sig dýrt og héngu í skottinu á þeim. Munurinn var mest sjö stig. Vel studdir af stuðningsmönnum sínum náðu gestirnir að jafna með síðustu körfu hálfleiksins en það var þristur frá Ólafi Helga Jónssyni. KR í fyrsta sinn ekki yfir síðan staðan var 0-0. Ljóst var snemma að spennandi og skemmtilegur leikur væri í fæðingu. Með fyrstu körfu seinni hálfleiksins komst Njarðvík í fyrsta sinn yfir í leiknum. Við það virtist liðið slaka aðeins of mikið á en KR-ingar vöknuðu til lífsins og voru skyndilega komnir með nokkuð þægilega ellefu stiga forystu. Munurinn var sex stig, 66-60, fyrir síðasta fjórðunginn. Varnarleikur KR lagaðist eftir því sem líða tók á leikinn og liðið náði að sigla sigrinum í höfn af nokkru öryggi. Glæsileg troðsla David Tairu í lokafjórðungnum kætti marga áhorfendur á leiknum og þrátt fyrir að KR hafi oft spilað betur vannst sigur. Varnarlega eiga KR-ingar nokkuð inni en þeir unnu leikinn án þess að sýna einhverja stjörnutakta. Hrafn: Erum enn í mótunHrafn leggur hér sínum mönnum línurnar í leiknum.Mynd/Valli„Það er frábært að fá tvö stig en þeir létu okkur hafa fyrir þessu. Við vorum kannski sjálfum okkur verstir oft á tíðum," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir leikinn. Margir ungir leikmenn voru í sviðsljósinu í leiknum. „Algjörlega. Þetta er það sem fólkið í stúkunni vill sjá. Það vill sjá uppalda leikmenn koma inn og standa sig," sagði Hrafn. „Til að byrja með í mótinu þurfum við að sækja okkur stig á hvern þann hátt sem við getum. Við erum enn í mótun og erum að slípa okkur til. Það er heldur betur ýmislegt sem þarf að laga. Við spiluðum ekki nægilega góða vörn í byrjun og erum of seinir til baka. Við erum að taka slæmar ákvarðanir." KR á Stjörnuna í næsta leik. „Það verður alveg þvílíkur leikur. Við þurfum að bæta okkur töluvert ef við ætlum að ná einhverju út úr þeim leik," sagði Hrafn. Einar Árni: Stórt próf fyrir okkar hópFriðrik Ragnarsson og Einar Árni Jóhannsson, þjálfarar Njarðvíkur, í leiknum í gær.Mynd/Valli„Það vantaði upp á varnarleikinn hjá okkur. Það er það fyrsta sem manni dettur í hug," sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga. „Við vorum að eiga við allt önnur gæði í þessum leik en fyrstu tveimur, með allri virðingu fyrir Haukum og Val. Við lentum í vandræðum með Hreggvið í teignum og hann var okkur erfiður." Einar segir að þó sé hægt að taka fullt af jákvæðum hlutum úr leiknum. „Það voru margir góðir hlutir í gangi og þetta var stórt próf fyrir okkar hóp. Það segir kannski sitt um metnað okkar að við erum hundfúlir að fara héðan með tap. Ég hef trú á því að okkar menn muni njóta þess að taka þátt í þessum slag og mannast hratt og vel." Njarðvík á Þór í næsta leik. „Það verður bara svakaleikur. Þórsararnir eru bara með verulega öflugt lið. Það verður járn í járn og barist upp á líf og dauða um tvö mikilvæg stig," sagði Einar. Hreggviður: Gerðum það sem þurftiHreggviður horfir hér á eftir Elvari Má Friðrikssyni, hinum efnilega leikmanni Njarðvíkur.Mynd/Valli„Þeir voru búnir að spila vel í fyrstu tveimur leikjunum og mikið búið að skrifa um þá í blöðunum. Okkur langaði að bæta okkur frá síðasta leik og við gerðum það sem þurfti," sagði Hreggviður Magnússon, leikmaður KR. „Ég var bara gríðarlega ánægður með Kristofer Acox sem kom gríðarlega öflugur af bekknum. Finnur stóð sig gríðarlega vel og svo var þetta bara samstillt átak. Við erum samt að gera of mikið af mistökum og eigum eftir að batna mikið varnarlega. Varðandi sóknarleikinn hef ég engar áhyggjur. Við eigum gríðarlega mikið af vopnum en vörnin er eitthvað sem við reynum að bæta á hverjum degi." „Við þurfum að spila betri vörn til að vinna þá. Við eigum harma að hefna frá æfingaleik fyrir nokkrum dögum en það kemur ekkert annað til greina en að vinna þann leik."KR-Njarðvík 85-74 (27-22, 14-19, 25-19, 19-14)KR: David Tairu 23, Hreggviður Magnússon 20/9 fráköst, Finnur Atli Magnusson 17/7 fráköst/5 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 11/5 fráköst/5 stoðsendingar, Björn Kristjánsson 5/7 fráköst/6 stoðsendingar, Jón Orri Kristjánsson 3/8 fráköst, Kristófer Acox 2/10 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 2/4 fráköst, Martin Hermannsson 2.Njarðvík: Travis Holmes 20/10 fráköst/5 stoðsendingar, Cameron Echols 18/15 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 13/7 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 10, Elvar Már Friðriksson 7/7 stoðsendingar, Rúnar Ingi Erlingsson 4, Maciej Stanislav Baginski 2.
Dominos-deild karla Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum