Umfjöllun og viðtöl: KR - Njarðvík 85-74 Elvar Geir Magnússon í DHL-höllinni skrifar 21. október 2011 20:53 Jón Orri Kristjánsson og Cameron Echols í leiknum í gær. Mynd/Valli Eftir að hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í Iceland Express-deildinni þurfti ungt lið Njarðvíkur að bíða lægri hlut gegn KR-ingum í DHL-höllinni í kvöld. Heimamenn gerðu það sem þurfti og lokastaðan 85-74. KR-ingar voru yfir nær allan fyrri hálfleikinn, voru að finna sig vel í sóknarleiknum en baráttuglaðir og liprir Njarðvíkingar voru mættir til að selja sig dýrt og héngu í skottinu á þeim. Munurinn var mest sjö stig. Vel studdir af stuðningsmönnum sínum náðu gestirnir að jafna með síðustu körfu hálfleiksins en það var þristur frá Ólafi Helga Jónssyni. KR í fyrsta sinn ekki yfir síðan staðan var 0-0. Ljóst var snemma að spennandi og skemmtilegur leikur væri í fæðingu. Með fyrstu körfu seinni hálfleiksins komst Njarðvík í fyrsta sinn yfir í leiknum. Við það virtist liðið slaka aðeins of mikið á en KR-ingar vöknuðu til lífsins og voru skyndilega komnir með nokkuð þægilega ellefu stiga forystu. Munurinn var sex stig, 66-60, fyrir síðasta fjórðunginn. Varnarleikur KR lagaðist eftir því sem líða tók á leikinn og liðið náði að sigla sigrinum í höfn af nokkru öryggi. Glæsileg troðsla David Tairu í lokafjórðungnum kætti marga áhorfendur á leiknum og þrátt fyrir að KR hafi oft spilað betur vannst sigur. Varnarlega eiga KR-ingar nokkuð inni en þeir unnu leikinn án þess að sýna einhverja stjörnutakta. Hrafn: Erum enn í mótunHrafn leggur hér sínum mönnum línurnar í leiknum.Mynd/Valli„Það er frábært að fá tvö stig en þeir létu okkur hafa fyrir þessu. Við vorum kannski sjálfum okkur verstir oft á tíðum," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir leikinn. Margir ungir leikmenn voru í sviðsljósinu í leiknum. „Algjörlega. Þetta er það sem fólkið í stúkunni vill sjá. Það vill sjá uppalda leikmenn koma inn og standa sig," sagði Hrafn. „Til að byrja með í mótinu þurfum við að sækja okkur stig á hvern þann hátt sem við getum. Við erum enn í mótun og erum að slípa okkur til. Það er heldur betur ýmislegt sem þarf að laga. Við spiluðum ekki nægilega góða vörn í byrjun og erum of seinir til baka. Við erum að taka slæmar ákvarðanir." KR á Stjörnuna í næsta leik. „Það verður alveg þvílíkur leikur. Við þurfum að bæta okkur töluvert ef við ætlum að ná einhverju út úr þeim leik," sagði Hrafn. Einar Árni: Stórt próf fyrir okkar hópFriðrik Ragnarsson og Einar Árni Jóhannsson, þjálfarar Njarðvíkur, í leiknum í gær.Mynd/Valli„Það vantaði upp á varnarleikinn hjá okkur. Það er það fyrsta sem manni dettur í hug," sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga. „Við vorum að eiga við allt önnur gæði í þessum leik en fyrstu tveimur, með allri virðingu fyrir Haukum og Val. Við lentum í vandræðum með Hreggvið í teignum og hann var okkur erfiður." Einar segir að þó sé hægt að taka fullt af jákvæðum hlutum úr leiknum. „Það voru margir góðir hlutir í gangi og þetta var stórt próf fyrir okkar hóp. Það segir kannski sitt um metnað okkar að við erum hundfúlir að fara héðan með tap. Ég hef trú á því að okkar menn muni njóta þess að taka þátt í þessum slag og mannast hratt og vel." Njarðvík á Þór í næsta leik. „Það verður bara svakaleikur. Þórsararnir eru bara með verulega öflugt lið. Það verður járn í járn og barist upp á líf og dauða um tvö mikilvæg stig," sagði Einar. Hreggviður: Gerðum það sem þurftiHreggviður horfir hér á eftir Elvari Má Friðrikssyni, hinum efnilega leikmanni Njarðvíkur.Mynd/Valli„Þeir voru búnir að spila vel í fyrstu tveimur leikjunum og mikið búið að skrifa um þá í blöðunum. Okkur langaði að bæta okkur frá síðasta leik og við gerðum það sem þurfti," sagði Hreggviður Magnússon, leikmaður KR. „Ég var bara gríðarlega ánægður með Kristofer Acox sem kom gríðarlega öflugur af bekknum. Finnur stóð sig gríðarlega vel og svo var þetta bara samstillt átak. Við erum samt að gera of mikið af mistökum og eigum eftir að batna mikið varnarlega. Varðandi sóknarleikinn hef ég engar áhyggjur. Við eigum gríðarlega mikið af vopnum en vörnin er eitthvað sem við reynum að bæta á hverjum degi." „Við þurfum að spila betri vörn til að vinna þá. Við eigum harma að hefna frá æfingaleik fyrir nokkrum dögum en það kemur ekkert annað til greina en að vinna þann leik."KR-Njarðvík 85-74 (27-22, 14-19, 25-19, 19-14)KR: David Tairu 23, Hreggviður Magnússon 20/9 fráköst, Finnur Atli Magnusson 17/7 fráköst/5 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 11/5 fráköst/5 stoðsendingar, Björn Kristjánsson 5/7 fráköst/6 stoðsendingar, Jón Orri Kristjánsson 3/8 fráköst, Kristófer Acox 2/10 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 2/4 fráköst, Martin Hermannsson 2.Njarðvík: Travis Holmes 20/10 fráköst/5 stoðsendingar, Cameron Echols 18/15 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 13/7 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 10, Elvar Már Friðriksson 7/7 stoðsendingar, Rúnar Ingi Erlingsson 4, Maciej Stanislav Baginski 2. Dominos-deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira
Eftir að hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í Iceland Express-deildinni þurfti ungt lið Njarðvíkur að bíða lægri hlut gegn KR-ingum í DHL-höllinni í kvöld. Heimamenn gerðu það sem þurfti og lokastaðan 85-74. KR-ingar voru yfir nær allan fyrri hálfleikinn, voru að finna sig vel í sóknarleiknum en baráttuglaðir og liprir Njarðvíkingar voru mættir til að selja sig dýrt og héngu í skottinu á þeim. Munurinn var mest sjö stig. Vel studdir af stuðningsmönnum sínum náðu gestirnir að jafna með síðustu körfu hálfleiksins en það var þristur frá Ólafi Helga Jónssyni. KR í fyrsta sinn ekki yfir síðan staðan var 0-0. Ljóst var snemma að spennandi og skemmtilegur leikur væri í fæðingu. Með fyrstu körfu seinni hálfleiksins komst Njarðvík í fyrsta sinn yfir í leiknum. Við það virtist liðið slaka aðeins of mikið á en KR-ingar vöknuðu til lífsins og voru skyndilega komnir með nokkuð þægilega ellefu stiga forystu. Munurinn var sex stig, 66-60, fyrir síðasta fjórðunginn. Varnarleikur KR lagaðist eftir því sem líða tók á leikinn og liðið náði að sigla sigrinum í höfn af nokkru öryggi. Glæsileg troðsla David Tairu í lokafjórðungnum kætti marga áhorfendur á leiknum og þrátt fyrir að KR hafi oft spilað betur vannst sigur. Varnarlega eiga KR-ingar nokkuð inni en þeir unnu leikinn án þess að sýna einhverja stjörnutakta. Hrafn: Erum enn í mótunHrafn leggur hér sínum mönnum línurnar í leiknum.Mynd/Valli„Það er frábært að fá tvö stig en þeir létu okkur hafa fyrir þessu. Við vorum kannski sjálfum okkur verstir oft á tíðum," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir leikinn. Margir ungir leikmenn voru í sviðsljósinu í leiknum. „Algjörlega. Þetta er það sem fólkið í stúkunni vill sjá. Það vill sjá uppalda leikmenn koma inn og standa sig," sagði Hrafn. „Til að byrja með í mótinu þurfum við að sækja okkur stig á hvern þann hátt sem við getum. Við erum enn í mótun og erum að slípa okkur til. Það er heldur betur ýmislegt sem þarf að laga. Við spiluðum ekki nægilega góða vörn í byrjun og erum of seinir til baka. Við erum að taka slæmar ákvarðanir." KR á Stjörnuna í næsta leik. „Það verður alveg þvílíkur leikur. Við þurfum að bæta okkur töluvert ef við ætlum að ná einhverju út úr þeim leik," sagði Hrafn. Einar Árni: Stórt próf fyrir okkar hópFriðrik Ragnarsson og Einar Árni Jóhannsson, þjálfarar Njarðvíkur, í leiknum í gær.Mynd/Valli„Það vantaði upp á varnarleikinn hjá okkur. Það er það fyrsta sem manni dettur í hug," sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga. „Við vorum að eiga við allt önnur gæði í þessum leik en fyrstu tveimur, með allri virðingu fyrir Haukum og Val. Við lentum í vandræðum með Hreggvið í teignum og hann var okkur erfiður." Einar segir að þó sé hægt að taka fullt af jákvæðum hlutum úr leiknum. „Það voru margir góðir hlutir í gangi og þetta var stórt próf fyrir okkar hóp. Það segir kannski sitt um metnað okkar að við erum hundfúlir að fara héðan með tap. Ég hef trú á því að okkar menn muni njóta þess að taka þátt í þessum slag og mannast hratt og vel." Njarðvík á Þór í næsta leik. „Það verður bara svakaleikur. Þórsararnir eru bara með verulega öflugt lið. Það verður járn í járn og barist upp á líf og dauða um tvö mikilvæg stig," sagði Einar. Hreggviður: Gerðum það sem þurftiHreggviður horfir hér á eftir Elvari Má Friðrikssyni, hinum efnilega leikmanni Njarðvíkur.Mynd/Valli„Þeir voru búnir að spila vel í fyrstu tveimur leikjunum og mikið búið að skrifa um þá í blöðunum. Okkur langaði að bæta okkur frá síðasta leik og við gerðum það sem þurfti," sagði Hreggviður Magnússon, leikmaður KR. „Ég var bara gríðarlega ánægður með Kristofer Acox sem kom gríðarlega öflugur af bekknum. Finnur stóð sig gríðarlega vel og svo var þetta bara samstillt átak. Við erum samt að gera of mikið af mistökum og eigum eftir að batna mikið varnarlega. Varðandi sóknarleikinn hef ég engar áhyggjur. Við eigum gríðarlega mikið af vopnum en vörnin er eitthvað sem við reynum að bæta á hverjum degi." „Við þurfum að spila betri vörn til að vinna þá. Við eigum harma að hefna frá æfingaleik fyrir nokkrum dögum en það kemur ekkert annað til greina en að vinna þann leik."KR-Njarðvík 85-74 (27-22, 14-19, 25-19, 19-14)KR: David Tairu 23, Hreggviður Magnússon 20/9 fráköst, Finnur Atli Magnusson 17/7 fráköst/5 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 11/5 fráköst/5 stoðsendingar, Björn Kristjánsson 5/7 fráköst/6 stoðsendingar, Jón Orri Kristjánsson 3/8 fráköst, Kristófer Acox 2/10 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 2/4 fráköst, Martin Hermannsson 2.Njarðvík: Travis Holmes 20/10 fráköst/5 stoðsendingar, Cameron Echols 18/15 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 13/7 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 10, Elvar Már Friðriksson 7/7 stoðsendingar, Rúnar Ingi Erlingsson 4, Maciej Stanislav Baginski 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira