Íslenski boltinn

Stelpurnar búnar að vinna 30 leiki undir stjórn Sigga Ragga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Mynd/Daníel
Íslenska kvennalandsliðið vann 1-0 útisigur á Ungverjalandi í fyrsta útileik sínum í undankeppni EM 2013 í Pápa í Ungverjalandi í gær.

Dóra María Lárusdóttir tryggði íslenska liðinu dýrmæt þrjú stig en um leið þrítugasta sigurinn undir stjórn landsliðsþjálfarans Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar.

Sigurður Ragnar tók við kvennalandsliðinu í ársbyrjun 2007 og síðan þá hefur liðið liðið spilað 53 leiki, unnið 30, gert 6 jafntefli og tapað 17 leikjum.

Íslenska liðið hélt ennfremur hreinu í 25. skiptið í gær en íslensku stelpurnar hafa aðeins fengið á sig eitt mark í fyrstu fjórum leikjum sínum í undankeppninni.

Sigurleikir undir stjórn Sigga Ragga eftir árum:

2007 - 5 sigrar í 9 leikjum (56 prósent)

2008 - 8 sigrar í 12 leikjum (67 prósent)  

2009 - 5 sigrar í 14 leikjum (36 prósent)  

2010 - 6 sigrar í 10 leikjum (60 prósent)  

2011 - 6 sigrar í 8 leikjum (75 prósent)  

2007-11 - 30 sigrar í 53 leikjum (57 prósent)  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×