Ferli Gattuso lauk næstum vegna augnskaða - sá ferfalt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. október 2011 13:30 Gattuso á blaðamannafundinum í gær. Nordic Photos / Getty Images Gennaro Gattuso, leikmaður AC Milan, verður frá næsta hálfa árið vegna meiðsla en litlu mátti muna að þau hefðu bundið enda á feril hans. Gattuso er 33 ára gamall miðjumaður og hefur ekkert spilað síðasta mánuðinn vegna meiðslanna, eða síðan að AC Milan mætti Lazio í fyrsta deildarleik tímabilsins þann 9. september. Hann lenti í samstuði við Alessandro Nesta, liðsfélaga sinn, og kom síðar í ljós að hann væri með taugasjúkdóm sem hefði áhrif á sjón hans. „Samstuðið orsakaði ekki vandamálið heldur varð til þess að það uppgötvaðist. En þessar síðustu 20 mínútur í leiknum gegn Lazio voru hræðilegar. Mér leið eins og ég væri drukkinn. Ég sá Zlatan Ibrahimovic í fjórum mismundandi stöðum inn á vellinum.“ „Ég ætla að koma mér í gegnum þetta. Fyrir þremur vikum sögðu læknarnir mér að það væri möguleiki á því að ferli mínum væri lokið. En það er ekki lengur tilfellið og mun ég leggja mikið á mig til að koma enn sterkari til baka.“ „Ég var um stundarsakir mjög óttasleginn um heilsu mína en nú þegar ég hef gengist undir rannsóknir líður mér betur.“ Gattuso getur ekki gengist undir aðgerð vegna þessa næstu fjóra mánuðina en læknar segja að svona lagað geti mögulega jafnað sig á 2-6 mánuðum. „Ég get æft en ég sé samt ekki nógu vel. Áður var ég með þrefalda sjón en nú er hún tvöföld. Ég get ekki sent tölvupóst, horft á sjónvarp eða ekið bíl. Það hefur verið erfitt að geta ekki farið með börnin mín í skólann.“ „Ég þarf að bíða í fjóra mánuði eftir aðgerðinni en það mikilvæga er að ég fái að lifa aftur eðlilegu lífi og koma enn sterkari til baka en ég var áður.“ Ítalski boltinn Mest lesið Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Enski boltinn Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Handbolti Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Enski boltinn Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Handbolti Fleiri fréttir Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Í beinni: Liverpool - Ipswich Town | Toppliðið tekur á móti nýliðunum Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Sjá meira
Gennaro Gattuso, leikmaður AC Milan, verður frá næsta hálfa árið vegna meiðsla en litlu mátti muna að þau hefðu bundið enda á feril hans. Gattuso er 33 ára gamall miðjumaður og hefur ekkert spilað síðasta mánuðinn vegna meiðslanna, eða síðan að AC Milan mætti Lazio í fyrsta deildarleik tímabilsins þann 9. september. Hann lenti í samstuði við Alessandro Nesta, liðsfélaga sinn, og kom síðar í ljós að hann væri með taugasjúkdóm sem hefði áhrif á sjón hans. „Samstuðið orsakaði ekki vandamálið heldur varð til þess að það uppgötvaðist. En þessar síðustu 20 mínútur í leiknum gegn Lazio voru hræðilegar. Mér leið eins og ég væri drukkinn. Ég sá Zlatan Ibrahimovic í fjórum mismundandi stöðum inn á vellinum.“ „Ég ætla að koma mér í gegnum þetta. Fyrir þremur vikum sögðu læknarnir mér að það væri möguleiki á því að ferli mínum væri lokið. En það er ekki lengur tilfellið og mun ég leggja mikið á mig til að koma enn sterkari til baka.“ „Ég var um stundarsakir mjög óttasleginn um heilsu mína en nú þegar ég hef gengist undir rannsóknir líður mér betur.“ Gattuso getur ekki gengist undir aðgerð vegna þessa næstu fjóra mánuðina en læknar segja að svona lagað geti mögulega jafnað sig á 2-6 mánuðum. „Ég get æft en ég sé samt ekki nógu vel. Áður var ég með þrefalda sjón en nú er hún tvöföld. Ég get ekki sent tölvupóst, horft á sjónvarp eða ekið bíl. Það hefur verið erfitt að geta ekki farið með börnin mín í skólann.“ „Ég þarf að bíða í fjóra mánuði eftir aðgerðinni en það mikilvæga er að ég fái að lifa aftur eðlilegu lífi og koma enn sterkari til baka en ég var áður.“
Ítalski boltinn Mest lesið Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Enski boltinn Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Handbolti Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Enski boltinn Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Handbolti Fleiri fréttir Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Í beinni: Liverpool - Ipswich Town | Toppliðið tekur á móti nýliðunum Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Sjá meira