Þetta fá íslensku félögin í styrk frá UEFA og KSÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2011 16:28 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Mynd/Anton Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið það út hvað íslensku félögin fá í árlegan styrk frá sambandinu en peningarnir koma bæði frá UEFA í gegnum tekjur af Meistaradeild UEFA 2010/2011 sem og frá framlagi frá KSÍ til þeirra félaga sem áttu ekki rétt á styrknum frá UEFA. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá KSÍ.Fréttatilkynning KSÍ: UEFA hefur ákveðið, líkt og áður, að hluti af þeim tekjum sem sambandið hafði af Meistaradeild UEFA (Champions League) 2010/2011 skuli renna til félaga í öllum aðildarlöndum UEFA til eflingar knattspyrnu barna- og unglinga. Uppgjör vegna Meistaradeildarinnar sem lauk vorið 2011 hefur nú farið fram og fá íslensk félög um 43 milljónir króna í sinn hlut til barna- og unglingastarfs. Samkvæmt ákvörðun UEFA skulu öll framlög vegna Meistaradeildar UEFA til barna – og unglingastarfs renna til félaga í efstu deild. Framlag UEFA skiptist því á milli félaga í Pepsi-deild karla. Stjórn KSÍ hefur samþykkt að leggja til um 45 milljónir króna til viðbótar sem skiptist á milli aðildarfélaga í öðrum deildum og utan deilda en skipting á framlagi til barna – og unglingastarfs verður þá með þeim hætti að félög úr Pepsi-deild fá kr. 3.620.000 sem er framlag UEFA, félög úr 1. deild fá kr. 1.600.000 , félög í 2. deild karla fá kr. 1.100.000 hvert, önnur félög í deildarkeppni kr. 800.000 og félög utan deildarkeppni kr. 250.000. Úthlutun er háð því að félög haldi úti starfsemi í yngri flokkum og skulu félög utan deildarkeppni og félög sem ekki halda úti starfsemi hjá báðum kynjum sækja sérstaklega um framlag. Greiðslan til félaganna skal renna óskipt til eflingar knattspyrnu barna og unglinga frá yngstu iðkendum til og með 2. aldursflokks karla og kvenna. Samtals er því framlag til barna- og unglingastarfs fyrir árið 2011 áætlað um 90 milljónir króna.UEFA setur eftirfarandi skilyrði fyrir greiðslu sinni til félaga í Pepsi-deild karla: 1) Greiðslan fer í gegnum viðkomandi knattspyrnusamband. 2) Aðeins félög sem leika í efstu deild og uppfylla lágmarks kröfur leyfiskerfis viðkomandi knattspyrnusambands varðandi barna- og unglingastarf geta fengið greiðslu. 3) Fjárhæðin skiptist á milli félaganna samkvæmt ákvörðun stjórnar viðkomandi sambands. 4) Félög sem tóku þátt í Meistaradeild UEFA 2010/2011 skulu ekki fá hlutdeild í þessari greiðslu. Í samræmi við ofangreind skilyrði ákvað stjórn KSÍ að framlag UEFA rynni til þeirra félaga sem leika í Pepsi-deild karla árið 2011 en í þeirri deild hefur KSÍ innleitt leyfiskerfi (m.a. kröfur um samþykkta áætlun um uppeldisstarf). Samþykkt stjórnar KSÍ um úthlutun fjármagns UEFA og KSÍ til barna- og unglingastarfs 2011 1) Framlag UEFA til aðildarfélaga til eflingar knattspyrnu barna- og unglinga rennur til þeirra félaga sem leika í Pepsi-deild karla árið 2011. Félög úr Pepsi-deild fá kr. 3.620.000 hvert. Úthlutun er háð því að félög haldi úti starfsemi í yngri flokkum og hafi samþykkta áætlun um uppeldisstarf skv. leyfisreglugerð KSÍ. Framlag UEFA rennur einungis til félaga í Pepsi-deild karla skv. ákvörðun UEFA. 2) Framlag KSÍ til eflingar knattspyrnu barna og unglinga að upphæð um 45 milljónum króna rennur til félaga í 1. deild karla, 2. deild karla, 3. deild karla og aðildarfélaga KSÍ utan deilda 2011. Hvert félag í 1. deild karla fær kr. 1.600.000, félag í 2. deild karla fær kr. 1.100.000 önnur félög í deildarkeppni kr. 800.000 og félög utan deildarkeppni kr. 250.000. Úthlutun er háð því að félög haldi úti starfsemi í yngri flokkum beggja kynja og skulu félög sem eru utan deildarkeppni (eða eru ekki með starfsemi hjá báðum kynjum) framvegis sækja um styrk til barna- og unglingastarfs og sýna fram á starfsemi sína. 3) Greiðslan til félaganna skal renna óskipt til eflingar knattspyrnu barna og unglinga frá yngstu iðkendum til og með 2. aldursflokks karla og kvenna. 4) Dæmi um kostnaðarliði í þessu starfi eru laun þjálfara, ferðakostnaður vegna þátttöku í keppni, aðstöðuleiga, kaup á tækjum og áhöldum. Rétt er að fram komi að þegar um samstarfsfélög er að ræða hljóta þau félög er að því samstarfi standa styrk ef þau sinna barna- og unglingastarfi. Eftirfarandi tafla sýnir greiðslur í milljónum króna frá UEFA vegna Meistaradeildarinnar 2010/2011 og frá KSÍ til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga KSÍ. Styrkurinn kemur til greiðslu 2. nóvember 2011.Styrkur til félaganna:Pepsi-deild 1 Breiðablik 3.620.000 kr. 2 FH 3.620.000 kr. 3 Fram 3.620.000 kr. 4 Fylkir 3.620.000 kr. 5 Grindavík 3.620.000 kr. 6 ÍBV 3.620.000 kr. 7 Keflavík 3.620.000 kr. 8 KR 3.620.000 kr. 9 Stjarnan 3.620.000 kr. 10 Valur 3.620.000 kr. 11 Víkingur R 3.620.000 kr. 12 Þór 3.620.000 kr. Samtals: 43.440.000 kr. 1. deild 1 Fjölnir 1.600.000 kr. 2 Grótta 1.600.000 kr. 3 Haukar 1.600.000 kr. 4 HK 1.600.000 kr. 5 ÍA 1.600.000 kr. 6 ÍR 1.600.000 kr. 7 KA 1.600.000 kr. 8 Leiknir R 1.600.000 kr. 9 Selfoss 1.600.000 kr. 10 Víkingur Ó 1.600.000 kr. 11 Þróttur 1.600.000 kr. Samtals: 17.600.000 kr. 2. deild 1 Höttur 1.100.000 kr. 2 Njarðvík 1.100.000 kr. 3 Reynir S 1.100.000 kr. 4 Afturelding 1.100.000 kr. 5 KF 1.100.000 kr. 6 Völsungur 1.100.000 kr. Samtals: 6.600.000 kr. Önnur félög - Þátttaka í KSÍ mótum (bæði kyn) 1 Austri 800.000 kr. 2 Álftanes 800.000 kr. 3 BÍ 800.000 kr. 4 Bolungarvík 800.000 kr. 5 Dalvík 800.000 kr. 6 Einherji 800.000 kr. 7 Grundarfjörður 800.000 kr. 8 Hrunamenn 800.000 kr. 9 Hvöt 800.000 kr. 10 Leiknir F 800.000 kr. 11 Sindri 800.000 kr. 12 Skallagrímur 800.000 kr. 13 Snæfell 800.000 kr. 14 Tindastóll 800.000 kr. 15 Valur Rfj 800.000 kr. 16 Þróttur Nes 800.000 kr. 17 Þróttur Vogum 800.000 kr. 18 Ægir 800.000 kr. 19 Víðir 800.000 kr. Samtals: 15.200.000 kr. Íslenski boltinn Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið það út hvað íslensku félögin fá í árlegan styrk frá sambandinu en peningarnir koma bæði frá UEFA í gegnum tekjur af Meistaradeild UEFA 2010/2011 sem og frá framlagi frá KSÍ til þeirra félaga sem áttu ekki rétt á styrknum frá UEFA. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá KSÍ.Fréttatilkynning KSÍ: UEFA hefur ákveðið, líkt og áður, að hluti af þeim tekjum sem sambandið hafði af Meistaradeild UEFA (Champions League) 2010/2011 skuli renna til félaga í öllum aðildarlöndum UEFA til eflingar knattspyrnu barna- og unglinga. Uppgjör vegna Meistaradeildarinnar sem lauk vorið 2011 hefur nú farið fram og fá íslensk félög um 43 milljónir króna í sinn hlut til barna- og unglingastarfs. Samkvæmt ákvörðun UEFA skulu öll framlög vegna Meistaradeildar UEFA til barna – og unglingastarfs renna til félaga í efstu deild. Framlag UEFA skiptist því á milli félaga í Pepsi-deild karla. Stjórn KSÍ hefur samþykkt að leggja til um 45 milljónir króna til viðbótar sem skiptist á milli aðildarfélaga í öðrum deildum og utan deilda en skipting á framlagi til barna – og unglingastarfs verður þá með þeim hætti að félög úr Pepsi-deild fá kr. 3.620.000 sem er framlag UEFA, félög úr 1. deild fá kr. 1.600.000 , félög í 2. deild karla fá kr. 1.100.000 hvert, önnur félög í deildarkeppni kr. 800.000 og félög utan deildarkeppni kr. 250.000. Úthlutun er háð því að félög haldi úti starfsemi í yngri flokkum og skulu félög utan deildarkeppni og félög sem ekki halda úti starfsemi hjá báðum kynjum sækja sérstaklega um framlag. Greiðslan til félaganna skal renna óskipt til eflingar knattspyrnu barna og unglinga frá yngstu iðkendum til og með 2. aldursflokks karla og kvenna. Samtals er því framlag til barna- og unglingastarfs fyrir árið 2011 áætlað um 90 milljónir króna.UEFA setur eftirfarandi skilyrði fyrir greiðslu sinni til félaga í Pepsi-deild karla: 1) Greiðslan fer í gegnum viðkomandi knattspyrnusamband. 2) Aðeins félög sem leika í efstu deild og uppfylla lágmarks kröfur leyfiskerfis viðkomandi knattspyrnusambands varðandi barna- og unglingastarf geta fengið greiðslu. 3) Fjárhæðin skiptist á milli félaganna samkvæmt ákvörðun stjórnar viðkomandi sambands. 4) Félög sem tóku þátt í Meistaradeild UEFA 2010/2011 skulu ekki fá hlutdeild í þessari greiðslu. Í samræmi við ofangreind skilyrði ákvað stjórn KSÍ að framlag UEFA rynni til þeirra félaga sem leika í Pepsi-deild karla árið 2011 en í þeirri deild hefur KSÍ innleitt leyfiskerfi (m.a. kröfur um samþykkta áætlun um uppeldisstarf). Samþykkt stjórnar KSÍ um úthlutun fjármagns UEFA og KSÍ til barna- og unglingastarfs 2011 1) Framlag UEFA til aðildarfélaga til eflingar knattspyrnu barna- og unglinga rennur til þeirra félaga sem leika í Pepsi-deild karla árið 2011. Félög úr Pepsi-deild fá kr. 3.620.000 hvert. Úthlutun er háð því að félög haldi úti starfsemi í yngri flokkum og hafi samþykkta áætlun um uppeldisstarf skv. leyfisreglugerð KSÍ. Framlag UEFA rennur einungis til félaga í Pepsi-deild karla skv. ákvörðun UEFA. 2) Framlag KSÍ til eflingar knattspyrnu barna og unglinga að upphæð um 45 milljónum króna rennur til félaga í 1. deild karla, 2. deild karla, 3. deild karla og aðildarfélaga KSÍ utan deilda 2011. Hvert félag í 1. deild karla fær kr. 1.600.000, félag í 2. deild karla fær kr. 1.100.000 önnur félög í deildarkeppni kr. 800.000 og félög utan deildarkeppni kr. 250.000. Úthlutun er háð því að félög haldi úti starfsemi í yngri flokkum beggja kynja og skulu félög sem eru utan deildarkeppni (eða eru ekki með starfsemi hjá báðum kynjum) framvegis sækja um styrk til barna- og unglingastarfs og sýna fram á starfsemi sína. 3) Greiðslan til félaganna skal renna óskipt til eflingar knattspyrnu barna og unglinga frá yngstu iðkendum til og með 2. aldursflokks karla og kvenna. 4) Dæmi um kostnaðarliði í þessu starfi eru laun þjálfara, ferðakostnaður vegna þátttöku í keppni, aðstöðuleiga, kaup á tækjum og áhöldum. Rétt er að fram komi að þegar um samstarfsfélög er að ræða hljóta þau félög er að því samstarfi standa styrk ef þau sinna barna- og unglingastarfi. Eftirfarandi tafla sýnir greiðslur í milljónum króna frá UEFA vegna Meistaradeildarinnar 2010/2011 og frá KSÍ til barna- og unglingastarfs aðildarfélaga KSÍ. Styrkurinn kemur til greiðslu 2. nóvember 2011.Styrkur til félaganna:Pepsi-deild 1 Breiðablik 3.620.000 kr. 2 FH 3.620.000 kr. 3 Fram 3.620.000 kr. 4 Fylkir 3.620.000 kr. 5 Grindavík 3.620.000 kr. 6 ÍBV 3.620.000 kr. 7 Keflavík 3.620.000 kr. 8 KR 3.620.000 kr. 9 Stjarnan 3.620.000 kr. 10 Valur 3.620.000 kr. 11 Víkingur R 3.620.000 kr. 12 Þór 3.620.000 kr. Samtals: 43.440.000 kr. 1. deild 1 Fjölnir 1.600.000 kr. 2 Grótta 1.600.000 kr. 3 Haukar 1.600.000 kr. 4 HK 1.600.000 kr. 5 ÍA 1.600.000 kr. 6 ÍR 1.600.000 kr. 7 KA 1.600.000 kr. 8 Leiknir R 1.600.000 kr. 9 Selfoss 1.600.000 kr. 10 Víkingur Ó 1.600.000 kr. 11 Þróttur 1.600.000 kr. Samtals: 17.600.000 kr. 2. deild 1 Höttur 1.100.000 kr. 2 Njarðvík 1.100.000 kr. 3 Reynir S 1.100.000 kr. 4 Afturelding 1.100.000 kr. 5 KF 1.100.000 kr. 6 Völsungur 1.100.000 kr. Samtals: 6.600.000 kr. Önnur félög - Þátttaka í KSÍ mótum (bæði kyn) 1 Austri 800.000 kr. 2 Álftanes 800.000 kr. 3 BÍ 800.000 kr. 4 Bolungarvík 800.000 kr. 5 Dalvík 800.000 kr. 6 Einherji 800.000 kr. 7 Grundarfjörður 800.000 kr. 8 Hrunamenn 800.000 kr. 9 Hvöt 800.000 kr. 10 Leiknir F 800.000 kr. 11 Sindri 800.000 kr. 12 Skallagrímur 800.000 kr. 13 Snæfell 800.000 kr. 14 Tindastóll 800.000 kr. 15 Valur Rfj 800.000 kr. 16 Þróttur Nes 800.000 kr. 17 Þróttur Vogum 800.000 kr. 18 Ægir 800.000 kr. 19 Víðir 800.000 kr. Samtals: 15.200.000 kr.
Íslenski boltinn Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjá meira