Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - FH 26-29 Stefán Árni Pálsson í Mosfellsbæ skrifar 27. október 2011 16:09 FH sigraði Aftureldingu 29-26 í N-1 deild karla í handknattleik í kvöld, en leikurinn fór fram að Varmá. FH-ingar byrjuðu leikinn gríðarlega vel og náðu strax góðu forskoti. Heimamenn gáfust aldrei upp en munurinn var of mikill. Örn Ingi Bjarkason átti frábærann leik fyrir FH og gerði níu mörk. Daníel Andrésson var einnig magnaður í marki FH og varði 21 skot. Jóhann Jóhannsson gerði sex mörk fyrir Aftureldingu. Reynir: Það býr hellingur í þessu liði „Við misstum FH-ingana allt of langt frá okkur í byrjun," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, eftir tapið í kvöld FH komst í 6-1 strax á upphafsmínútum leiksins. „Það er allt of dýrt á móti svona góðu liði eins og FH og við verðum að mæta mun grimmari til leiks". „Við vorum lengi að finna taktinn í kvöld, en áttum í raun möguleika að fá eitthvað út úr þessum leik". Hægt er að sjá myndbandsupptöku að viðtalinu við Reyni með því að ýta hér. Kristján Arason: Sáttur með stöðuna eftir sex umferðir „Þetta var virkilega erfiður sigur," sagði Kristján Arason, annar þjálfari FH, eftir leikinn í kvöld. „Vissum vissum að við værum að mæta virkilega baráttuglöðu liði sem væri erfitt að vinna bug á. Þetta var aldrei öruggt þrátt fyrir að hafa leitt allan leikinn".´ „Ég er ánægður að vera með níu stig eftir sex umferðir og núna verðum við bara að halda áfram þessu striki". Hægt er að sjá myndbandsupptöku að viðtalinu við Kristján með því að smella hér að ofan. Jóhann Jóhannsson: Verðum að mæta grimmari í leikina „Við höfum lent í þessu áður, að mæta ekki klárir frá fyrstu mínútu," sagði Jóhann Jóhannsson, leikmaður Aftureldingar, eftir leikinn í kvöld. „Það er rosalega erfitt að elta svona allan leikinn og það fór mikil orka í það í kvöld". „Við verðum að finna út úr því af hverju við mættum ekki nægilega grimmir í leikina, það verður gert á næstu dögum". Hægt er að sjá myndbandsupptöku að viðtalinu við Jóhann með því að ýta hér. Örn Ingi: Erfitt að vinna leik í þessu húsi „Það er frábært að koma hingað og vinna því þetta er einn af tveimur erfiðustu útivöllum á landinu," sagði Örn Ingi Bjarkason, leikmaður FH, eftir leikinn í kvöld. „Við spilum vel stóra hluta af leiknum en á köflum erum við aðeins of værukærir og hleypum þeim of mikið inn í leikinn". „Við héldum þeim alltaf þægilega frá okkur í kvöld og sigurinn var í raun aldrei í hættu". Hægt er að sjá myndbandsupptöku að viðtalinu við Örn Inga með því að ýta hér.Leikir kvöldsins:19.30 Grótta - Fram19.30 Afturelding - FH19.30 Haukar - Valur Olís-deild karla Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira
FH sigraði Aftureldingu 29-26 í N-1 deild karla í handknattleik í kvöld, en leikurinn fór fram að Varmá. FH-ingar byrjuðu leikinn gríðarlega vel og náðu strax góðu forskoti. Heimamenn gáfust aldrei upp en munurinn var of mikill. Örn Ingi Bjarkason átti frábærann leik fyrir FH og gerði níu mörk. Daníel Andrésson var einnig magnaður í marki FH og varði 21 skot. Jóhann Jóhannsson gerði sex mörk fyrir Aftureldingu. Reynir: Það býr hellingur í þessu liði „Við misstum FH-ingana allt of langt frá okkur í byrjun," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, eftir tapið í kvöld FH komst í 6-1 strax á upphafsmínútum leiksins. „Það er allt of dýrt á móti svona góðu liði eins og FH og við verðum að mæta mun grimmari til leiks". „Við vorum lengi að finna taktinn í kvöld, en áttum í raun möguleika að fá eitthvað út úr þessum leik". Hægt er að sjá myndbandsupptöku að viðtalinu við Reyni með því að ýta hér. Kristján Arason: Sáttur með stöðuna eftir sex umferðir „Þetta var virkilega erfiður sigur," sagði Kristján Arason, annar þjálfari FH, eftir leikinn í kvöld. „Vissum vissum að við værum að mæta virkilega baráttuglöðu liði sem væri erfitt að vinna bug á. Þetta var aldrei öruggt þrátt fyrir að hafa leitt allan leikinn".´ „Ég er ánægður að vera með níu stig eftir sex umferðir og núna verðum við bara að halda áfram þessu striki". Hægt er að sjá myndbandsupptöku að viðtalinu við Kristján með því að smella hér að ofan. Jóhann Jóhannsson: Verðum að mæta grimmari í leikina „Við höfum lent í þessu áður, að mæta ekki klárir frá fyrstu mínútu," sagði Jóhann Jóhannsson, leikmaður Aftureldingar, eftir leikinn í kvöld. „Það er rosalega erfitt að elta svona allan leikinn og það fór mikil orka í það í kvöld". „Við verðum að finna út úr því af hverju við mættum ekki nægilega grimmir í leikina, það verður gert á næstu dögum". Hægt er að sjá myndbandsupptöku að viðtalinu við Jóhann með því að ýta hér. Örn Ingi: Erfitt að vinna leik í þessu húsi „Það er frábært að koma hingað og vinna því þetta er einn af tveimur erfiðustu útivöllum á landinu," sagði Örn Ingi Bjarkason, leikmaður FH, eftir leikinn í kvöld. „Við spilum vel stóra hluta af leiknum en á köflum erum við aðeins of værukærir og hleypum þeim of mikið inn í leikinn". „Við héldum þeim alltaf þægilega frá okkur í kvöld og sigurinn var í raun aldrei í hættu". Hægt er að sjá myndbandsupptöku að viðtalinu við Örn Inga með því að ýta hér.Leikir kvöldsins:19.30 Grótta - Fram19.30 Afturelding - FH19.30 Haukar - Valur
Olís-deild karla Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira