"Algjörlega galið" að auka ríkisútgjöld í uppsveiflunni Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. október 2011 13:29 Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að Seðlabankinn hafi verið í erfiðri stöðu fyrir hrun því aðhald í ríkisfjármálum hafi verið lítið. Hann segir það hafa verið „algjörlega galið" að auka ríkisútgjöld á árinu 2007 í einni mestu uppsveiflu sögunnar, en þá var Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn með Samfylkingunni. Þetta kom fram í viðtali við Orra en hann var gestur í nýjasta þættinum af Klinkinu á viðskiptavef Vísis og Stöðvar 2. Orri sagði aga í ríkisfjármálum mikilvægan, óháð gjaldmiðlinum. „Hvort sem við erum með okkar eigin gjaldmiðil eða annarra manna gjaldmiðil þá þurfum við að taka til í okkar ranni. Við þurfum að samræma ríkisfjármálin peningamálastefnunni. Seðlabankinn hefur oft verið gagnrýndur á undanförnum árum en það verður að virða þeim það til vorkunnar að þeir voru fyrir hrun með ríkisfjármál sem voru á leið í allt aðra átt. Á milli áranna 2007 og 2008 hækkuðu ríkisútgjöld um 25 prósent. Hluti af því var reyndar vegna hrunsins, sem kom kostnaður á seinni hluta ársins 2008, en menn voru að ákveða það á toppi mestu uppsveiflu síðari tíma að hækka ríkisútgjöld verulega." Galið? „Algjörlega galið." Sjálfstæðisflokkurinn bar ábyrgð á því? „Já, já, hvaða flokkar sem voru, þetta var svo innilega rangt og dró allan mátt úr peningastefnunni," segir Orri. Sjá má bút úr viðtalinu þar sem Orri fer yfir ríkisfjármálin hér fyrir ofan. Viðtalið í heild sinni má finna hér.thorbjorn@stod2.is Klinkið Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að Seðlabankinn hafi verið í erfiðri stöðu fyrir hrun því aðhald í ríkisfjármálum hafi verið lítið. Hann segir það hafa verið „algjörlega galið" að auka ríkisútgjöld á árinu 2007 í einni mestu uppsveiflu sögunnar, en þá var Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn með Samfylkingunni. Þetta kom fram í viðtali við Orra en hann var gestur í nýjasta þættinum af Klinkinu á viðskiptavef Vísis og Stöðvar 2. Orri sagði aga í ríkisfjármálum mikilvægan, óháð gjaldmiðlinum. „Hvort sem við erum með okkar eigin gjaldmiðil eða annarra manna gjaldmiðil þá þurfum við að taka til í okkar ranni. Við þurfum að samræma ríkisfjármálin peningamálastefnunni. Seðlabankinn hefur oft verið gagnrýndur á undanförnum árum en það verður að virða þeim það til vorkunnar að þeir voru fyrir hrun með ríkisfjármál sem voru á leið í allt aðra átt. Á milli áranna 2007 og 2008 hækkuðu ríkisútgjöld um 25 prósent. Hluti af því var reyndar vegna hrunsins, sem kom kostnaður á seinni hluta ársins 2008, en menn voru að ákveða það á toppi mestu uppsveiflu síðari tíma að hækka ríkisútgjöld verulega." Galið? „Algjörlega galið." Sjálfstæðisflokkurinn bar ábyrgð á því? „Já, já, hvaða flokkar sem voru, þetta var svo innilega rangt og dró allan mátt úr peningastefnunni," segir Orri. Sjá má bút úr viðtalinu þar sem Orri fer yfir ríkisfjármálin hér fyrir ofan. Viðtalið í heild sinni má finna hér.thorbjorn@stod2.is
Klinkið Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira