Geir H. Haarde kampakátur með niðurstöðu Hæstaréttar 28. október 2011 20:47 Geir H. Haarde á landsfundi Sjálfstæðismanna. „Ég er það auðvitað, þótt ég hafi alltaf talið mig vita að þessi löggjöf væri bæði rétt, nauðsynleg og lögleg," svarar Geir H. Haarde, þegar hann var spurður í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag hvort hann væri ekki kampakátur með að neyðarlögin hefðu haldið í Hæstarétti í dag. Geir var forsætisráðherra þegar lögin voru samþykkt, en sama dag og þau voru lögð fyrir þingið hélt hann eftiminnilega ræðu í sjónvarpinu sem hefur oft verið nefnd. „Guð blessi Ísland ræðan". „Það er svo athyglisvert að Steingrímur [J. Sigfússon] hrósi sigri yfir þessu en Vinstri grænir voru eini flokkurinn sem vildu ekki styðja neyðarlagafrumvarpið," sagði Geir en Vinstri grænir gerðu meðal annars athugasemdir við FME í lögunum. Geir segir að ákvörðunin á sínum tíma hafi verið erfið. Hann hafi þó talið lögin hefðu tryggt þjóðarhagsmuni og stöðu innistæðueigenda hér á landi. „Og við lentum ekki í sama vanda og aðrir þjóðir í Evrópu sem tóku rangar ákvarðanir á svipuðum tíma og ákvörðunin um neyðarlögin var tekin," sagði Geir. Geir segir niðurstöðuna í Hæstarétti í dag ekki hafa bein áhrif á vörn hans fyrir Landsdómi, en aðalmeðferð fer fram í málinu í mars á næsta ári. „En þetta hangir auðvitað saman," segir Geir. Að sögn Geirs er skömm þeirra sem samþykktu á Alþingi að vísa máli hans til Landsdóms, mikil. Hann segir suma líkja stöðu hans við stofufangelsi, þá ekki síst í ljósi þess að kollegar Geirs í ríkisstjórninni sem var við völd þegar allt hrundi, eru komin í toppstörf úti í heimi. Þannig er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir komin í starf yfirmanns UN Woman í Afganistan og Árni Matthiesen er aðstoðarframkvæmdastjóri matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO), í Róm. Geir segist þó líða ágætlega á hliðarlínunni þar sem hann undirbýr nú vörn sína. Hægt er að lesa viðtalið við Geir hér. Landsdómur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Sjá meira
„Ég er það auðvitað, þótt ég hafi alltaf talið mig vita að þessi löggjöf væri bæði rétt, nauðsynleg og lögleg," svarar Geir H. Haarde, þegar hann var spurður í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag hvort hann væri ekki kampakátur með að neyðarlögin hefðu haldið í Hæstarétti í dag. Geir var forsætisráðherra þegar lögin voru samþykkt, en sama dag og þau voru lögð fyrir þingið hélt hann eftiminnilega ræðu í sjónvarpinu sem hefur oft verið nefnd. „Guð blessi Ísland ræðan". „Það er svo athyglisvert að Steingrímur [J. Sigfússon] hrósi sigri yfir þessu en Vinstri grænir voru eini flokkurinn sem vildu ekki styðja neyðarlagafrumvarpið," sagði Geir en Vinstri grænir gerðu meðal annars athugasemdir við FME í lögunum. Geir segir að ákvörðunin á sínum tíma hafi verið erfið. Hann hafi þó talið lögin hefðu tryggt þjóðarhagsmuni og stöðu innistæðueigenda hér á landi. „Og við lentum ekki í sama vanda og aðrir þjóðir í Evrópu sem tóku rangar ákvarðanir á svipuðum tíma og ákvörðunin um neyðarlögin var tekin," sagði Geir. Geir segir niðurstöðuna í Hæstarétti í dag ekki hafa bein áhrif á vörn hans fyrir Landsdómi, en aðalmeðferð fer fram í málinu í mars á næsta ári. „En þetta hangir auðvitað saman," segir Geir. Að sögn Geirs er skömm þeirra sem samþykktu á Alþingi að vísa máli hans til Landsdóms, mikil. Hann segir suma líkja stöðu hans við stofufangelsi, þá ekki síst í ljósi þess að kollegar Geirs í ríkisstjórninni sem var við völd þegar allt hrundi, eru komin í toppstörf úti í heimi. Þannig er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir komin í starf yfirmanns UN Woman í Afganistan og Árni Matthiesen er aðstoðarframkvæmdastjóri matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO), í Róm. Geir segist þó líða ágætlega á hliðarlínunni þar sem hann undirbýr nú vörn sína. Hægt er að lesa viðtalið við Geir hér.
Landsdómur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Sjá meira