Gunnar Rúnar játaði að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana á heimili sínu í Hafnarfirði á síðasta ári. Héraðsdómur Reykjaness hafði fyrr á þessu ári dæmt Gunnar Rúnar ósakhæfan og til vistunar á viðeigandi stofnun.
Hæstiréttur dæmdi hinsvegar Gunnar Rúnar í 16 ára fangelsi í dag. Fjölmargir voru mættir í dómsal í dag til að hlusta á dómarann lesa up dómsorð. Fjölskylda Hannesar Þórs klappaði og fagnaði þegar dómarinn hafði lokið við að lesa upp dómsorð.
Fjölskylda Hannesar faðmaðist svo fyrir utan dómssalinn.