Skipulagði morðið í þaula með það fyrir augum að ekki kæmist upp um hann 13. október 2011 16:55 Gunnar Rúnar Sigurþórsson mynd/Vilhelm Í dómi Hæstaréttar segir að Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem játaði að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana á heimili sínu á síðasta ári, hafi skipulagt verknaðinn í þaula með það fyrir augum að ekki kæmist upp um hann, gengið ákveðið til verks og síðan gert allt sem í hans valdi stóð til að aftra því að upp um hann kæmist. Þá segir einnig að Gunnar Rúnar hefði sjálfur borið að hann hefði að einhverju leyti gert sér grein fyrir því að hann hefði verið að gera eitthvað sem væri rangt. „Að þessu virtu var talið í ljós leitt að G [Gunnar Rúnar] hefði borið skynbragð á eðli þess afbrots sem hann var ákærður fyrir og að hann hefði verið að því marki fær um að stjórna gerðum sínum þegar hann réðst að A [Hannes Þór] að hann teldist sakhæfur," segir í dómnum. Fyrir dóm kom geðlæknir og yfirlæknir á Réttar- og öryggisdeildinni á Sogni, en Gunnar Rúnar hefur dvalið þar frá því dómurinn féll í héraðsdómi. Í vottorði frá honum segir að eftir „9½ mánuð á Sogni hefur ekki tekist að fá fram nokkru sinni ranghugmyndir, ofskynjanir, hugsanatruflanir eða merki um brenglaða raunveruleikaskynjun. Einkenni ástarsýki finnast ekki nú. Gunnar Rúnar hefur sterk merki persónuleikaröskunar. Gunnar Rúnar er með vissa þráhyggjuþætti, stífur á sinni meiningu og á erfitt með að aðlagast vissum reglum. Hann er rökviss og vel meðvitaður um hvað hann vill og hvað hann ætlar sér." Þá segir ennfremur í vottorði geðlæknisins að athygli veki hversu fljótt ást hans til, unnustu Hannesar Þórs, hvarf, en slíkt er yfirleitt á skjön við raunverulega áststýki, slíkt hverfur yfirleitt aldrei nema með lyfjameðferð eða annarri mjög langvarandi meðferð. „Ekki er hægt að sjá enn þörf á neinum geðlyfjum." Þá segir að framtíðarspá hans sé bjartari en margra annarra sakamanna vegna þess að hann hafi ekki sögu um misnotkun áfengis, eða eiturlyfja. „Hann er ágætlega gefinn og hafði áður en atburðurinn átti sér stað verið kominn í þokkalega góða stöðu félagslega og atvinnulega. Hann á góða fjölskyldu sem styður hann dyggilega." Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Dómsmál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Hæstiréttur dæmir Gunnar Rúnar í 16 ára fangelsi Hæstiréttur snéri sýknudómi yfir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni við nú fyrir stundu. Gunnar Rúnar skal sæta fangelsi í 16 ár en hann hafði áður verið dæmdur ósakhæfur. 13. október 2011 16:03 Fjölskylda Hannesar: "Dómurinn sá í gegnum þennan illskeytta mann“ "Við erum mjög glöð og teljum að réttlætið hafi sigrað að lokum,“ sagði Kristín Helgadóttir, systir Hannesar Þórs Helgasonar, fyrir utan Hæstarétt í dag. 13. október 2011 16:39 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira
Í dómi Hæstaréttar segir að Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem játaði að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana á heimili sínu á síðasta ári, hafi skipulagt verknaðinn í þaula með það fyrir augum að ekki kæmist upp um hann, gengið ákveðið til verks og síðan gert allt sem í hans valdi stóð til að aftra því að upp um hann kæmist. Þá segir einnig að Gunnar Rúnar hefði sjálfur borið að hann hefði að einhverju leyti gert sér grein fyrir því að hann hefði verið að gera eitthvað sem væri rangt. „Að þessu virtu var talið í ljós leitt að G [Gunnar Rúnar] hefði borið skynbragð á eðli þess afbrots sem hann var ákærður fyrir og að hann hefði verið að því marki fær um að stjórna gerðum sínum þegar hann réðst að A [Hannes Þór] að hann teldist sakhæfur," segir í dómnum. Fyrir dóm kom geðlæknir og yfirlæknir á Réttar- og öryggisdeildinni á Sogni, en Gunnar Rúnar hefur dvalið þar frá því dómurinn féll í héraðsdómi. Í vottorði frá honum segir að eftir „9½ mánuð á Sogni hefur ekki tekist að fá fram nokkru sinni ranghugmyndir, ofskynjanir, hugsanatruflanir eða merki um brenglaða raunveruleikaskynjun. Einkenni ástarsýki finnast ekki nú. Gunnar Rúnar hefur sterk merki persónuleikaröskunar. Gunnar Rúnar er með vissa þráhyggjuþætti, stífur á sinni meiningu og á erfitt með að aðlagast vissum reglum. Hann er rökviss og vel meðvitaður um hvað hann vill og hvað hann ætlar sér." Þá segir ennfremur í vottorði geðlæknisins að athygli veki hversu fljótt ást hans til, unnustu Hannesar Þórs, hvarf, en slíkt er yfirleitt á skjön við raunverulega áststýki, slíkt hverfur yfirleitt aldrei nema með lyfjameðferð eða annarri mjög langvarandi meðferð. „Ekki er hægt að sjá enn þörf á neinum geðlyfjum." Þá segir að framtíðarspá hans sé bjartari en margra annarra sakamanna vegna þess að hann hafi ekki sögu um misnotkun áfengis, eða eiturlyfja. „Hann er ágætlega gefinn og hafði áður en atburðurinn átti sér stað verið kominn í þokkalega góða stöðu félagslega og atvinnulega. Hann á góða fjölskyldu sem styður hann dyggilega."
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Dómsmál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Hæstiréttur dæmir Gunnar Rúnar í 16 ára fangelsi Hæstiréttur snéri sýknudómi yfir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni við nú fyrir stundu. Gunnar Rúnar skal sæta fangelsi í 16 ár en hann hafði áður verið dæmdur ósakhæfur. 13. október 2011 16:03 Fjölskylda Hannesar: "Dómurinn sá í gegnum þennan illskeytta mann“ "Við erum mjög glöð og teljum að réttlætið hafi sigrað að lokum,“ sagði Kristín Helgadóttir, systir Hannesar Þórs Helgasonar, fyrir utan Hæstarétt í dag. 13. október 2011 16:39 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira
Hæstiréttur dæmir Gunnar Rúnar í 16 ára fangelsi Hæstiréttur snéri sýknudómi yfir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni við nú fyrir stundu. Gunnar Rúnar skal sæta fangelsi í 16 ár en hann hafði áður verið dæmdur ósakhæfur. 13. október 2011 16:03
Fjölskylda Hannesar: "Dómurinn sá í gegnum þennan illskeytta mann“ "Við erum mjög glöð og teljum að réttlætið hafi sigrað að lokum,“ sagði Kristín Helgadóttir, systir Hannesar Þórs Helgasonar, fyrir utan Hæstarétt í dag. 13. október 2011 16:39