Íslenski boltinn

Geir og Þórir hittu Keane

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Geir Þorsteinsson greindi frá því á blaðamannafundi KSÍ í dag að hann hafi, ásamt Þóri Hákonarsyni, framkvæmdarstjóra KSÍ, hitt Roy Keane að máli um starf landsliðsþjálfara.

Mikið var gert úr því síðasta mánuði þegar að Keane var hvað helst orðaður við starfið og var von á honum til landsins fyrir leik Íslands og Kýpurs í byrjun september.

Keane kom þó ekki, heldur aðeins Eggert Magnússon sem hafði verið í sambandi við hann. En Geir greindi frá því í dag að hann hafi hitt Keane að máli.

Keane mun hafa verið áhugasamur um starfið en síðar var ákveðið að fara út í viðræður við Lagerbäck sem var svo ráðinn landsliðsþjálfari í dag. Sagði Geir að KSÍ hefði rætt við nokkra aðila um starfið en vildi ekki greina frá nöfnum annarra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×