Framstelpur unnu í kvöld 18 marka sigur á Haukum í Framhúsinu í Safamúri í 3. umferð N1 deildar kvenna í handbolta en þetta var annar stórsigur Framliðsins í röð eftir óvænt tap á móti HK í fyrsta leik mótsins.
Stella Sigurðardóttir fór á kostum í kvöld og skoraði 11 mörk en Framliðið var 19-12 yfir í hálfleik. Framstelpur hafa því unnið tvo síðustu leiki sína á Hafnarfjarðarliðunum FH og Haukum með samtals 32 marka mun.
Valur er eina lið deildarinnar með fullt hús eftir þrjá leiki þar sem HK tapaði fyrir Stjörnunni fyrr í kvöld. HK og Fram eru nú jöfn í 2. til 3. sæti með fjögur stig hvort félag.
Fram-Haukar 39-21 (19-12)
Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 11, Elísabet Gunnarsdóttir 7, Ásta Birna Gunnarsdóttir 6, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 3, Birna Berg Haraldsdóttir 3, Sunna jónsdóttir 3, Marthe Sördal 2, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2, Steinunn Björnsdóttir 2.
Mörk Hauka: Gunnhildur Pétursdóttir 4, Ásta Björk Agnarsdóttir 3, Viktoría Valdimarsdóttir 3, Elsa Björg Árnadóttir 3, Sandra Sif Sigurjónsdóttir 3, Erla Eiríksdóttir 1, Karen Helga Sigurjónsdóttir 1, Silja Ísberg 1, Ásthildur Friðgeirsdóttir 1, Marija Gedroit 1.
Framstelpur búnar að finna taktinn - unnu Hauka með 18 marka mun
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París
Handbolti

Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti
Enski boltinn



Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg
Handbolti

„Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“
Handbolti

Bologna kom til baka gegn AC Milan
Fótbolti

