Ólafur: Við erum ekki eins góðir í fótbolta og menn halda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2011 19:45 Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, segir það ekki vera skref niður á við að taka við 1. deildarliði Hauka en Ólafur skrifaði undir þriggja ára samning við Haukana í dag. Ólafur segir að starf landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta sé eitt það erfiðasta sem er í boði en hann svaraði gagnrýni á sig fullum hálsi í viðtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Nei ég held nú ekki að þetta sé skref niður á við en þetta er öðruvísi starf en að þjálfa landsliðið. Það hefur verið unnið fínt starf hér í Haukum og ég er mjög spenntur að koma hingað," sagði Ólafur. „Við höfum sett okkur það markmið að vera með samkeppnishæft lið sem getur barist um tvö efstu sætin í deildinni á næsta ári. Það er markmiðið," sagði Ólafur sem gerði þriggja ára samning við Haukana. „Þetta er kannski lengri samningur en ég hef gert áður en í honum stendur að hann sé uppsegjanlegur á hverju ári og þar með skiptir engu máli þótt að hann sé til tíu ára," sagði Ólafur í léttum tón. „Við erum að taka stöðuna á leikmannahópnum en það er eins og gengur og gerist á þessum tíma. Þetta er einhver leiðinlegasti tíminn fyrir þjálfara þegar því það þarf að vera að tala við leikmenn og hræra í þeim. Leikmannahópurinn lítur ágætlega út og við munum styrkja okkur eitthvað ef þess er kostur," sagði Ólafur en Guðjón spurði hann síðan út í íslenska landsliðið. „Ég sakna þess ekki neitt að þjálfa íslenska landsliðið," sagði Ólafur en hvernig lýst honum á nýja landsliðsþjálfarann, Lars Lagerbäck. „Áhugi blaðamanna fyrir íslenska landsliðinu hefur ekki verið neinn. Ég hef því ekki verið spurður að neinu fyrr en núna. Ég er búinn að segja það áður að mér finnst að íslenskur þjálfari eigi að þjálfa íslenska landsliðið. Fyrst að það var leitað til útlanda þá lýst mér ljómandi vel á þennan mann," sagði Ólafur. „Ég veit að þetta landslið er á uppleið og það verður örugglega betra á komandi árum en það var hjá mér. Hluti af mínu starfi var að búa þetta lið til og það verður bara betra," sagði Ólafur en er þetta léttari riðill en Ísland var í undir hans stjórn „Það eitt veit ég að Ísland kemur aldrei til með að lenda í léttum riðli," sagði Ólafur. Ólafur var gagnrýndur mikið þegar hann var með landsliðið en var gagnrýnin of harkaleg. „Nei, gagnrýnin var ekki svo harkaleg en ég er nú vanur ýmsu. Hún var hundleiðinleg stundum en það var nú bara eins og það er. Hún átti stundum rétt á sér en stundum ekki," sagði Ólafur. „Gagnrýnin fór ekki í taugarnar á mér því þá hefði ég hætt mikið fyrr. Ég held að það sé eitt erfiðasta starf næstum því á Íslandi að vera landsliðsþjálfari. Það er mjög erfitt," sagði Ólafur. „Forystan stóð mér allan tímann þannig að það voru aldrei nein vandamál þar. Málið var bara þannig og er bara þannig í íþróttum að þegar hlutirnir ganga ekki upp þá er þjálfarinn gagnrýndur. Þannig var það líka með landsliðið en ég held að kröfur almennings til íslenska landsliðsins séu óraunhæfar, því miður," sagði Ólafur. „Við erum ekki eins góðir og menn halda. Við erum ekki betri en Danir, við erum ekki betri en Hollendingar, við erum ekki betri en Norðmenn og ég get talið mörg lönd upp. Þetta eru lönd sem við vorum að spila með í riðli og við spiluðum yfirleitt alltaf við erfiðari mótherja. Ég held að fólk sem liti raunhæft á málið skilji þetta en hinir ekki," sagði Ólafur en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Íslenski boltinn Mest lesið Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Fleiri fréttir FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Sjá meira
Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, segir það ekki vera skref niður á við að taka við 1. deildarliði Hauka en Ólafur skrifaði undir þriggja ára samning við Haukana í dag. Ólafur segir að starf landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta sé eitt það erfiðasta sem er í boði en hann svaraði gagnrýni á sig fullum hálsi í viðtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Nei ég held nú ekki að þetta sé skref niður á við en þetta er öðruvísi starf en að þjálfa landsliðið. Það hefur verið unnið fínt starf hér í Haukum og ég er mjög spenntur að koma hingað," sagði Ólafur. „Við höfum sett okkur það markmið að vera með samkeppnishæft lið sem getur barist um tvö efstu sætin í deildinni á næsta ári. Það er markmiðið," sagði Ólafur sem gerði þriggja ára samning við Haukana. „Þetta er kannski lengri samningur en ég hef gert áður en í honum stendur að hann sé uppsegjanlegur á hverju ári og þar með skiptir engu máli þótt að hann sé til tíu ára," sagði Ólafur í léttum tón. „Við erum að taka stöðuna á leikmannahópnum en það er eins og gengur og gerist á þessum tíma. Þetta er einhver leiðinlegasti tíminn fyrir þjálfara þegar því það þarf að vera að tala við leikmenn og hræra í þeim. Leikmannahópurinn lítur ágætlega út og við munum styrkja okkur eitthvað ef þess er kostur," sagði Ólafur en Guðjón spurði hann síðan út í íslenska landsliðið. „Ég sakna þess ekki neitt að þjálfa íslenska landsliðið," sagði Ólafur en hvernig lýst honum á nýja landsliðsþjálfarann, Lars Lagerbäck. „Áhugi blaðamanna fyrir íslenska landsliðinu hefur ekki verið neinn. Ég hef því ekki verið spurður að neinu fyrr en núna. Ég er búinn að segja það áður að mér finnst að íslenskur þjálfari eigi að þjálfa íslenska landsliðið. Fyrst að það var leitað til útlanda þá lýst mér ljómandi vel á þennan mann," sagði Ólafur. „Ég veit að þetta landslið er á uppleið og það verður örugglega betra á komandi árum en það var hjá mér. Hluti af mínu starfi var að búa þetta lið til og það verður bara betra," sagði Ólafur en er þetta léttari riðill en Ísland var í undir hans stjórn „Það eitt veit ég að Ísland kemur aldrei til með að lenda í léttum riðli," sagði Ólafur. Ólafur var gagnrýndur mikið þegar hann var með landsliðið en var gagnrýnin of harkaleg. „Nei, gagnrýnin var ekki svo harkaleg en ég er nú vanur ýmsu. Hún var hundleiðinleg stundum en það var nú bara eins og það er. Hún átti stundum rétt á sér en stundum ekki," sagði Ólafur. „Gagnrýnin fór ekki í taugarnar á mér því þá hefði ég hætt mikið fyrr. Ég held að það sé eitt erfiðasta starf næstum því á Íslandi að vera landsliðsþjálfari. Það er mjög erfitt," sagði Ólafur. „Forystan stóð mér allan tímann þannig að það voru aldrei nein vandamál þar. Málið var bara þannig og er bara þannig í íþróttum að þegar hlutirnir ganga ekki upp þá er þjálfarinn gagnrýndur. Þannig var það líka með landsliðið en ég held að kröfur almennings til íslenska landsliðsins séu óraunhæfar, því miður," sagði Ólafur. „Við erum ekki eins góðir og menn halda. Við erum ekki betri en Danir, við erum ekki betri en Hollendingar, við erum ekki betri en Norðmenn og ég get talið mörg lönd upp. Þetta eru lönd sem við vorum að spila með í riðli og við spiluðum yfirleitt alltaf við erfiðari mótherja. Ég held að fólk sem liti raunhæft á málið skilji þetta en hinir ekki," sagði Ólafur en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn Mest lesið Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Fleiri fréttir FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Sjá meira