Enski boltinn

Boca Juniors hefur ekki efni á laununum hans Tevez

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Tevez.
Carlos Tevez. Mynd/Nordic Photos/Getty
Argentínska félagið Boca Juniors treystir sér ekki til að borga launin hans Carlos Tevez þótt að margir í félaginu dreymi um að Tevez snúi aftur heim til Argentínu og spilaði með liðinu.

Framtíð Tevez hjá Manchester City er í uppnámi eftir að leikmaðurinn neitaði að koma inn á í Meistaradeildarleik á móti Bayern München í lok síðasta mánaðar.

Tevez er með 250 þúsund pund í vikulaun, 45,5 milljónir íslenskra króna, og eina leiðin til að hann geti spilað með Boca væri að leikmaðurinn gæfi eftir stóran hluta launa sinna eða að Manchester City borgaði þau að stórum hluta.

Brasilíska félagið Corinthians er eina annað félagið í Suður-Ameríku sem hefur fjárráð til að kaupa Tevez en það er líka vitað af áhuga ítölsku félaganna Juventus og AC Milan. City hafnaði tilboði Juventus í Tevez í sumar.

Tevez fær að vita það í þessari viku hver refsing hans verður fyrir að neita að koma inn á völlinn í München. Tevez kemur þá fyrir aganefnd félagsins en leikmaðurinn hefur æft einn síðan að hann kom úr verkbanninu í síðustu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×