Pearce: Reynslan sem fæst í U-21 landsliðinu vanmetin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. október 2011 06:00 Stuart Pearce á Laugardalsvellinum í gær. Mynd/Vilhelm „Ég er 100 prósent klár á því að það sú reynsla sem leikmenn öðlast með því að spila með U-21 landsliðinu sé vanmetin," sagði Pearce á blaðamannafundi enska U-21 landsliðsins á Laugardalsvellinum í gær. U-21 lið Íslands og Englands mætast klukkan 18.45 í kvöld. Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 liðs Íslands, lenti í ýmsum árekstrum í aðdraganda EM U-21 liða í Danmörku í sumar vegna leikmanna sem voru einnig valdir í A-landsliðið. Pearce hefur einnig mátt glíma við sama vandamál, rétt eins og líklega flestir þjálfarar U-21 liða heimsins. Vísir lagði þá spurning fyrir Pearce í gær hvort að það væri almennt vanmetið að spila með U-21 landsliðinu. Svarið var afdráttarlaust sem fyrr segir. Hann nefndi sem dæmi úrslitakeppni EM í þessum aldursflokki í Danmörku í sumar. Bæði Ísland og England tóku þátt í henni en komust ekki áfram upp úr sínum riðlinum. Pearce segir að reynslan sé engu að síður mikilvæg. „Sem dæmi fórum við með leikmenn eins og Phil Jones, Chris Smalling, Danny Welbeck og Daniel Sturridge sem allir öðluðust dýrmæta reynslu í Danmörku. Það er reynsla sem á eftir að nýtast A-landsliðinu vel," sagði Pearce. „Það voru auðvitað mikil vonbrigði að komast ekki áfram úr riðlinum en strákarnir lærðu allir mjög mikið af þessari reynslu." „Það er ekki nokkur spurning að það sama á við um íslensku leikmennina. Ef þessir leikmenn ætla að ná árangri í framtíðinni með sínum landsliðum verða þeir að skilja hvernig það er að spila á stórmótum í knattspyrnu. Þess vegna eru stórmótin í yngri aldursflokkunum svona mikilvæg." Hann segir að sjálfur hafi hann aldrei kynnst því að spila á stórmóti áður en hann fór með enska landsliðinu á HM 1990 á Ítalíu. „Ég er lærður rafvirki og gerðist ekki atvinnumaður í knattspyrnu fyrr en á seinni stigum en gengur og gerist," sagði Pearce en hann lék meira en 150 leiki með hverfisliði sínu, Wealdstone, í ensku utandeildinni þar til hann var 21 árs og samdi þá við Coventry, sem lék í efstu deild. Coventry bauð 30 þúsund pund í kappann sem þóttu himinhá upphæð fyrir áhugamann á þeim tíma. Pearce fór til Nottingham Forest árið 1985 og var þar í tólf ár en lék einnig með Newcastle, West Ham og Manchester City áður enn hann lagði skóna á hilluna árið 2002. Pearce lék í enska landsliðinu í tólf ár en hann hafi ekki vitað hvað var í vændum fyrir HM 1990. „Ég hafði þá spilað alls 20 landsleiki á þriggja ára tímabili en það gat engan veginn undirbúið mig fyrir það sem var í vændum á HM í Ítalíu. Það er gríðarleg pressa sem fylgir því að spila leiki á stórmótum og það tók mig um fjóra leiki að róa taugarnar." „Ég vil ekki að mínir strákar þurfi að upplifa það sama og ég gerði þá. Ég vil að þeir viti hvernig það er að taka þátt í stórmóti, hvaða mikilvægi leikir í riðlinum hafa, hvernig álagið er í útslátarkeppninni og hvernig það er að bæði vinna og tapa vítaspyrnukeppni." „Fyrir mig var þetta mjög erfið tilhugsun á sínum tíma og ég vil að mínir strákar renni ekki jafn blint í sjóinn og ég gerði þá." Íslenski boltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
„Ég er 100 prósent klár á því að það sú reynsla sem leikmenn öðlast með því að spila með U-21 landsliðinu sé vanmetin," sagði Pearce á blaðamannafundi enska U-21 landsliðsins á Laugardalsvellinum í gær. U-21 lið Íslands og Englands mætast klukkan 18.45 í kvöld. Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 liðs Íslands, lenti í ýmsum árekstrum í aðdraganda EM U-21 liða í Danmörku í sumar vegna leikmanna sem voru einnig valdir í A-landsliðið. Pearce hefur einnig mátt glíma við sama vandamál, rétt eins og líklega flestir þjálfarar U-21 liða heimsins. Vísir lagði þá spurning fyrir Pearce í gær hvort að það væri almennt vanmetið að spila með U-21 landsliðinu. Svarið var afdráttarlaust sem fyrr segir. Hann nefndi sem dæmi úrslitakeppni EM í þessum aldursflokki í Danmörku í sumar. Bæði Ísland og England tóku þátt í henni en komust ekki áfram upp úr sínum riðlinum. Pearce segir að reynslan sé engu að síður mikilvæg. „Sem dæmi fórum við með leikmenn eins og Phil Jones, Chris Smalling, Danny Welbeck og Daniel Sturridge sem allir öðluðust dýrmæta reynslu í Danmörku. Það er reynsla sem á eftir að nýtast A-landsliðinu vel," sagði Pearce. „Það voru auðvitað mikil vonbrigði að komast ekki áfram úr riðlinum en strákarnir lærðu allir mjög mikið af þessari reynslu." „Það er ekki nokkur spurning að það sama á við um íslensku leikmennina. Ef þessir leikmenn ætla að ná árangri í framtíðinni með sínum landsliðum verða þeir að skilja hvernig það er að spila á stórmótum í knattspyrnu. Þess vegna eru stórmótin í yngri aldursflokkunum svona mikilvæg." Hann segir að sjálfur hafi hann aldrei kynnst því að spila á stórmóti áður en hann fór með enska landsliðinu á HM 1990 á Ítalíu. „Ég er lærður rafvirki og gerðist ekki atvinnumaður í knattspyrnu fyrr en á seinni stigum en gengur og gerist," sagði Pearce en hann lék meira en 150 leiki með hverfisliði sínu, Wealdstone, í ensku utandeildinni þar til hann var 21 árs og samdi þá við Coventry, sem lék í efstu deild. Coventry bauð 30 þúsund pund í kappann sem þóttu himinhá upphæð fyrir áhugamann á þeim tíma. Pearce fór til Nottingham Forest árið 1985 og var þar í tólf ár en lék einnig með Newcastle, West Ham og Manchester City áður enn hann lagði skóna á hilluna árið 2002. Pearce lék í enska landsliðinu í tólf ár en hann hafi ekki vitað hvað var í vændum fyrir HM 1990. „Ég hafði þá spilað alls 20 landsleiki á þriggja ára tímabili en það gat engan veginn undirbúið mig fyrir það sem var í vændum á HM í Ítalíu. Það er gríðarleg pressa sem fylgir því að spila leiki á stórmótum og það tók mig um fjóra leiki að róa taugarnar." „Ég vil ekki að mínir strákar þurfi að upplifa það sama og ég gerði þá. Ég vil að þeir viti hvernig það er að taka þátt í stórmóti, hvaða mikilvægi leikir í riðlinum hafa, hvernig álagið er í útslátarkeppninni og hvernig það er að bæði vinna og tapa vítaspyrnukeppni." „Fyrir mig var þetta mjög erfið tilhugsun á sínum tíma og ég vil að mínir strákar renni ekki jafn blint í sjóinn og ég gerði þá."
Íslenski boltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira