Merritt keppir á ÓL í London þrátt fyrir skrautlegt lyfjamál Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 6. október 2011 12:15 Bandaríski hlauparinn LaShawn Merrittm hér fyrir miðju, féll á lyfjaprófi vegna notkunar á lyfi sem átti að stækka getnaðarlim hans. AP Bandaríski hlauparinn LaShawn Merritt getur mætt í titilvörnina í 400 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í London á næsta ári þrátt fyrir að hann hafi fallið á lyfjaprófi í apríl 2010. Í kjölfarið fékk hann tveggja ára keppnisbann og átti þar með einnig að fá sjálfkrafa keppnisbann á næstu ólympíuleikum. Meritt og bandaríska ólympíunefndin áfrýjuðu þeirri reglu til gerðardóms sem úrskurðaði Meritt í hag. Samkvæmt reglum sem tóku gildi árið 2008 geta íþróttamenn sem fá 6 mánaða keppnisbann eða lengra ekki tekið þátt á Ólympíuleikum. Með þessari reglu átti að senda skýr skilaboð til þeirra sem ætluðu sér að hafa rangt við með notkun á ólöglegum lyfjum. Lyfjamál Merritt er allt hið vandræðalegasta. Hann reyndist hafa tekið inn lyfið ExtenZe sem hann notaði í góðri trú að það myndi stækka getnarlim hans. Engum sögum fer af áhrifum lyfsins. Það inniheldur steralyfið dehydroepiandrosterone sem er á bannlista Alþjóða Ólympíunefndarinnar, IOC, og Meritt féll á lyfjaprófi í kjölfarið. Gerðardómur komst að þeirri niðurstöðu að hin umdeilda regla nr. 45 sem IOC setti árið 2008 standist ekki lög. Keppnisbann Merritt var stytt í 21 mánuð og lauk hann „afplánun“ fyrr á þessu ári. Helstu rök bandarísku ólympíunefndarinnar í málinu voru þau að Merritt hefði tekið út sína refsingu með tæplega tveggja ára keppnisbanni og að IOC væri að refsa honum á ný með því að banna honum að taka þátt á ÓL í London á næsta ári. Dómurinn mun eflaust hafa þau áhrif að fleiri íþróttamenn sem draga á eftir sér miður skemmtilega „lyfjasögu“ fái þrátt fyrir allt að taka þátt á ÓL 2012. Frá því að keppnsibanninu var aflétt hjá Merritt hefur hann tekið þátt á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Suður-Kóreu í ágúst. Þar var hann annar í 400 metra hlaupinu á eftir Kirani James frá Grenada. Merritt vann til gullverðlauna með bandarsku boðhlaupssveitinni í 4x400 m. Erlendar Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Sjá meira
Bandaríski hlauparinn LaShawn Merritt getur mætt í titilvörnina í 400 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í London á næsta ári þrátt fyrir að hann hafi fallið á lyfjaprófi í apríl 2010. Í kjölfarið fékk hann tveggja ára keppnisbann og átti þar með einnig að fá sjálfkrafa keppnisbann á næstu ólympíuleikum. Meritt og bandaríska ólympíunefndin áfrýjuðu þeirri reglu til gerðardóms sem úrskurðaði Meritt í hag. Samkvæmt reglum sem tóku gildi árið 2008 geta íþróttamenn sem fá 6 mánaða keppnisbann eða lengra ekki tekið þátt á Ólympíuleikum. Með þessari reglu átti að senda skýr skilaboð til þeirra sem ætluðu sér að hafa rangt við með notkun á ólöglegum lyfjum. Lyfjamál Merritt er allt hið vandræðalegasta. Hann reyndist hafa tekið inn lyfið ExtenZe sem hann notaði í góðri trú að það myndi stækka getnarlim hans. Engum sögum fer af áhrifum lyfsins. Það inniheldur steralyfið dehydroepiandrosterone sem er á bannlista Alþjóða Ólympíunefndarinnar, IOC, og Meritt féll á lyfjaprófi í kjölfarið. Gerðardómur komst að þeirri niðurstöðu að hin umdeilda regla nr. 45 sem IOC setti árið 2008 standist ekki lög. Keppnisbann Merritt var stytt í 21 mánuð og lauk hann „afplánun“ fyrr á þessu ári. Helstu rök bandarísku ólympíunefndarinnar í málinu voru þau að Merritt hefði tekið út sína refsingu með tæplega tveggja ára keppnisbanni og að IOC væri að refsa honum á ný með því að banna honum að taka þátt á ÓL í London á næsta ári. Dómurinn mun eflaust hafa þau áhrif að fleiri íþróttamenn sem draga á eftir sér miður skemmtilega „lyfjasögu“ fái þrátt fyrir allt að taka þátt á ÓL 2012. Frá því að keppnsibanninu var aflétt hjá Merritt hefur hann tekið þátt á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Suður-Kóreu í ágúst. Þar var hann annar í 400 metra hlaupinu á eftir Kirani James frá Grenada. Merritt vann til gullverðlauna með bandarsku boðhlaupssveitinni í 4x400 m.
Erlendar Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Sjá meira