Umfjöllun: Valsstúlkur úr leik eftir tap gegn Glasgow City Stefán Árni Pálsson á Vodafonevelli skrifar 6. október 2011 10:40 Hólmfríður og félagar komust lítt áfram í dag. Mynd/pjetur Glasgow City FC flugu áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Val að Hlíðarenda í kvöld. Valsstúlkur náðu sér aldrei á strik í leiknum og voru úrslitin svo sannarlega sanngjörn. Hallbera Guðný Gísladóttir skoraði sjálfsmark í upphafi leiksins en Lisa Evans bætti síðan tveim mörkum við í síðari hálfleik fyrir gestina. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Valsstúlkur en strax frá byrjun sóttu þær skosku af krafti á mark heimamanna. Eftir aðeins tíu mínútna leik skoraði Hallbera Guðný Gísladóttir sjálfsmark. Emma Mitchell, leikmaður Glasgow, hafði sent boltann inn í teiginn en hann rataði beint í Hallberu og þaðan í netið. Virkilega klaufalegt mark og hræðileg byrjun fyrir heimastúlkur. Eftir markið komu Valsstúlkur til baka og fengu nokkur tækifæri til að komast í ákjósanleg færi en allt kom fyrir ekki. Rétt fyrir leikhlé skaut Jane Ross, leikmaður Glasgow, í þverslána og engu munaði að staðan væri 2-0 í hálfleik. Gestirnir voru mun betri aðilinn í byrjun síðari hálfleiks og réðu ferðinni. Vörn Vals var virkilega götótt og ekki þurfti mikið til svo að leikmenn Glasgow kæmust í gegn. Þegar hálftími var eftir af leiknum skoruðu þær skosku fínt mark en þar var að verki Lisa Evans. Hún var síðan aftur á ferðinni aðeins tveim mínútum síðari þegar hún slapp ein í gegn og renndi boltanum snyrtilega framhjá Meagan í marki Vals. Staðan var allt í einu orðinn 3-0 og vonin um að komast áfram í Meistaradeild Evrópu nánast farinn. Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum og öruggur sigur gestanna því staðreynd. Valur kemst því ekki lengra í Meistaradeild Evrópu í ár, en Glasgow City mætir Turbine Potsdam frá Þýskalandi í 16-liða úrslitum keppninnar.Valur 0 – 3 Glasgow City FC0-1 Hallbera Guðný Gísladóttir, sjálfsmark (11.) 0-2 Lisa Evans (60.) 0-3 Lisa Evans (62.) Íslenski boltinn Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Sú besta í heimi er ólétt Sport EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Glasgow City FC flugu áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Val að Hlíðarenda í kvöld. Valsstúlkur náðu sér aldrei á strik í leiknum og voru úrslitin svo sannarlega sanngjörn. Hallbera Guðný Gísladóttir skoraði sjálfsmark í upphafi leiksins en Lisa Evans bætti síðan tveim mörkum við í síðari hálfleik fyrir gestina. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Valsstúlkur en strax frá byrjun sóttu þær skosku af krafti á mark heimamanna. Eftir aðeins tíu mínútna leik skoraði Hallbera Guðný Gísladóttir sjálfsmark. Emma Mitchell, leikmaður Glasgow, hafði sent boltann inn í teiginn en hann rataði beint í Hallberu og þaðan í netið. Virkilega klaufalegt mark og hræðileg byrjun fyrir heimastúlkur. Eftir markið komu Valsstúlkur til baka og fengu nokkur tækifæri til að komast í ákjósanleg færi en allt kom fyrir ekki. Rétt fyrir leikhlé skaut Jane Ross, leikmaður Glasgow, í þverslána og engu munaði að staðan væri 2-0 í hálfleik. Gestirnir voru mun betri aðilinn í byrjun síðari hálfleiks og réðu ferðinni. Vörn Vals var virkilega götótt og ekki þurfti mikið til svo að leikmenn Glasgow kæmust í gegn. Þegar hálftími var eftir af leiknum skoruðu þær skosku fínt mark en þar var að verki Lisa Evans. Hún var síðan aftur á ferðinni aðeins tveim mínútum síðari þegar hún slapp ein í gegn og renndi boltanum snyrtilega framhjá Meagan í marki Vals. Staðan var allt í einu orðinn 3-0 og vonin um að komast áfram í Meistaradeild Evrópu nánast farinn. Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum og öruggur sigur gestanna því staðreynd. Valur kemst því ekki lengra í Meistaradeild Evrópu í ár, en Glasgow City mætir Turbine Potsdam frá Þýskalandi í 16-liða úrslitum keppninnar.Valur 0 – 3 Glasgow City FC0-1 Hallbera Guðný Gísladóttir, sjálfsmark (11.) 0-2 Lisa Evans (60.) 0-3 Lisa Evans (62.)
Íslenski boltinn Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Sú besta í heimi er ólétt Sport EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira