Íslenski boltinn

Heiðar staðfestir að hann sé hættur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heiðar, annar frá vinstri, fagnar marki í leik með íslenska landsliðinu.
Heiðar, annar frá vinstri, fagnar marki í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Anton
Heiðar Helguson hefur gefið það út að hann sé hættur að spila með íslenska landsliðinu, eins og Vísir greindi frá í morgun.

Heiðar spilaði síðast með Íslandi gegn Ungverjalandi í ágúst síðastliðnum en var svo ekki með liðinu gegn Noregi og Kýpur í byrjun september. Hann var svo ekki valinn í hópinn sem mætir Portúgal þann 7. október næstkomandi.

„Þetta er orðið ágætt. Maður er ekki 28 ára lengur," sagði Heiðar í samtali við Fótbolti.net. „Það eru engin leiðindi eða neitt. Ég er búinn að vera að glíma við meiðsli hér og þar undanfarið og ef ég ætla að halda mér heilum sem lengst þá var þetta ákvörðun sem ég þurfti að taka."

Heiðar er á mála hjá QPR í ensku úrvalsdeildinni og hefur komið við sögu í tveimur deildarleikjum til þessa á tímabilinu. Hann átti þátt í jöfnunarmarki liðsins gegn Aston Villa á mánudagskvöldið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×