Samkvæmt spá um gengi liða í N1-deild kvenna verður Valur meistari í N1-deild kvenna á nýjan leik, rétt eins og tvö undanfarin ár.
Valur fékk 298 stig í árlegri spá forráðamanna og fyrirliða liða í N1-deild kvenna, nokkru meira en Fram. Búist er við að þessi tvö lið muni fyrst og fremst berjast um titilinn í vetur.
Sex efstu lið deildarinnar komast í úrslitakeppnina en ekkert lið fellur úr deildinni í vor.
Spáin í heild sinni:
1. Valur 298 stig
2. Fram 264
3. HK 223
4. Stjarnan 216
5. ÍBV 159
6. Fylkir 137
7. Haukar 134
8. FH 94
9. KA/Þór 70
10. Grótta 55
