Umfjöllun: Tvö töpuð stig gegn Belgíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Laugardalsvelli skrifar 21. september 2011 17:56 Hólmfríður Magnúsdóttir í leiknum í kvöld. Mynd/Vilhelm Ísland gerði í kvöld markalaust jafntefli við Belgíu í undankeppni EM 2013. Úrslitin eru afar svekkjandi, sérstaklega í ljósi góðrar byrjunar Íslands í riðlinum. Íslensku leikmennirnir stjórnuðu leiknum lengst af og fengu mörg góð færi til að skora. En allt kom fyrir ekki og Belgar, sem lögðu allt kapp á varnarleik í kvöld, fögnuðu stiginu vel og innilega. Það var snemma ljóst að dagsskipunin hjá Belgíu var að verjast. Gestirnir voru mjög þéttir fyrir og vörðust aftarlega á vellinum. Í föstum leikatriðum fóru svo allir leikmenn Belgíu inn í eigin vítateig og þar fram eftir götunum. En eftir 25 mínútna leik fóru stelpurnar að auka hraðann og þá kom hvert færið á fætur öðru. Það fyrsta fékk Hólmfríður Magnúsdóttir er hún hitti einfaldlega ekki boltann af stuttu færi og stuttu síðar lagði Margrét Lára upp tvö færi með stuttu millibili, fyrir Dóru Maríu og Söru Björk. Skot þeirra beggja misstu marks. Belgar fengu fáeinar skyndisóknir sem þó ekkert kom úr. Þær létu þó reyna á Þóru á markinu með nokkrum langskotum en meira var það ekki. Tæplega þrjú þúsund áhorfendur á Laugardalsvellinum fengu í raun meira af því sama í síðari hálfleik. Ísland var miklu mun meira með boltann, skapaði sér nokkur góð færi sem ekki tókst að nýta. Í raun var það ótrúlegt hversu sjaldan tókst að hitta markrammann. Það reyndi allt of lítið á markvörð Belgíu sem er mikil synd því oft á tíðum virkaði hún afar óörugg á boltann. Eitt besta færið í leiknum fékk Margrét Lára þegar hún lyfti boltanum yfir áðurnefndan markvörð sem var týnd í eigin vítateig eftir glórulaust úthlaup. Margrét Lára þurfti bara lyfta boltanum yfir hana og í markið en eins og svo oft áður hæfði hún ekki markið. Margrét Lára nýtir sjálfsagt níu af hverjum tíu færum af þessum toga en þetta var í raun saga leiksins. Sara Björk og Hallbera Guðný fengu líka báðar fín skotfæri í seinni hálfleik en þrátt fyrir að hafa verið nánast pressulausar í góðri stöðu voru skot þeirra hátt yfir mark gestanna. Úrslitin eru sérstaklega svekkjandi í ljósi þess að Ísland vann góðan sigur á betra liði um helgina (3-1 gegn Noregi). Stelpurnar mega ekki við því að misstíga sig aftur ætli þær sér að ná sínum markmiðum og vinna riðilinn og er óskandi að úrslitin í kvöld verði verði til þess að skerpa enn á leik liðsins í komandi verkefnum.Ísland - Belgía 0-0 Dómari: Christine Beck, Þýskalandi.Tölfræðin: Skot (á mark): 19-7 (4-3) Varin skot: Þóra 3 - Broos 4 Hornspyrnur: 11-3 Aukaspyrnur fengnar: 8-15 Rangstöður: 1-2 Hér fyrir neðan má sjá textalýsingu blaðamanns Vísis á vellinum. Íslenski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Ísland gerði í kvöld markalaust jafntefli við Belgíu í undankeppni EM 2013. Úrslitin eru afar svekkjandi, sérstaklega í ljósi góðrar byrjunar Íslands í riðlinum. Íslensku leikmennirnir stjórnuðu leiknum lengst af og fengu mörg góð færi til að skora. En allt kom fyrir ekki og Belgar, sem lögðu allt kapp á varnarleik í kvöld, fögnuðu stiginu vel og innilega. Það var snemma ljóst að dagsskipunin hjá Belgíu var að verjast. Gestirnir voru mjög þéttir fyrir og vörðust aftarlega á vellinum. Í föstum leikatriðum fóru svo allir leikmenn Belgíu inn í eigin vítateig og þar fram eftir götunum. En eftir 25 mínútna leik fóru stelpurnar að auka hraðann og þá kom hvert færið á fætur öðru. Það fyrsta fékk Hólmfríður Magnúsdóttir er hún hitti einfaldlega ekki boltann af stuttu færi og stuttu síðar lagði Margrét Lára upp tvö færi með stuttu millibili, fyrir Dóru Maríu og Söru Björk. Skot þeirra beggja misstu marks. Belgar fengu fáeinar skyndisóknir sem þó ekkert kom úr. Þær létu þó reyna á Þóru á markinu með nokkrum langskotum en meira var það ekki. Tæplega þrjú þúsund áhorfendur á Laugardalsvellinum fengu í raun meira af því sama í síðari hálfleik. Ísland var miklu mun meira með boltann, skapaði sér nokkur góð færi sem ekki tókst að nýta. Í raun var það ótrúlegt hversu sjaldan tókst að hitta markrammann. Það reyndi allt of lítið á markvörð Belgíu sem er mikil synd því oft á tíðum virkaði hún afar óörugg á boltann. Eitt besta færið í leiknum fékk Margrét Lára þegar hún lyfti boltanum yfir áðurnefndan markvörð sem var týnd í eigin vítateig eftir glórulaust úthlaup. Margrét Lára þurfti bara lyfta boltanum yfir hana og í markið en eins og svo oft áður hæfði hún ekki markið. Margrét Lára nýtir sjálfsagt níu af hverjum tíu færum af þessum toga en þetta var í raun saga leiksins. Sara Björk og Hallbera Guðný fengu líka báðar fín skotfæri í seinni hálfleik en þrátt fyrir að hafa verið nánast pressulausar í góðri stöðu voru skot þeirra hátt yfir mark gestanna. Úrslitin eru sérstaklega svekkjandi í ljósi þess að Ísland vann góðan sigur á betra liði um helgina (3-1 gegn Noregi). Stelpurnar mega ekki við því að misstíga sig aftur ætli þær sér að ná sínum markmiðum og vinna riðilinn og er óskandi að úrslitin í kvöld verði verði til þess að skerpa enn á leik liðsins í komandi verkefnum.Ísland - Belgía 0-0 Dómari: Christine Beck, Þýskalandi.Tölfræðin: Skot (á mark): 19-7 (4-3) Varin skot: Þóra 3 - Broos 4 Hornspyrnur: 11-3 Aukaspyrnur fengnar: 8-15 Rangstöður: 1-2 Hér fyrir neðan má sjá textalýsingu blaðamanns Vísis á vellinum.
Íslenski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira