Margrét Lára: Þetta var stöngin út í dag Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 21. september 2011 22:42 Margrét Lára Viðarsdóttir var ekki á markaskónum í kvöld gegn Belgíu en er staðráðin í að bæta fyrir það í næstu landsleikjum Íslands í október. "Mér fannst við berjast og við vildum þetta mikið. Við börðumst fram að síðustu mínútu en svona er fótboltinn, stundum er það ekki nóg. Þetta var svolítið stöngin út í dag, því miður," sagði Margrét Lára. "Við áttum okkar færi, við fengum fín skotfæri inni í teig. Við eigum að klára svona færi en við verðum að taka ábyrgð sem vorum í þessum færum, ég meðal annars. Við verðum að stíga upp fyrir liðið okkar í næsta leik og gera betur." Margrét Lára fékk eitt besta færi Íslands í leiknum þegar rúmar 20 mínútur voru eftir en hitti ekki markið úr færi sem hún nýtir oftar en ekki. "Ég er ekki sátt við að nýta ekki færin mín, það er mitt hlutverk í þessu liði og ég tek fulla ábyrgð á því og ætla að gera betur næst." Margrét vildi ekki meina að íslenska liðið hafi farið of hátt upp við sigurinn gegn Noregi á laugardaginn. "Við erum allar orðnar þroskaðar í þessu og getum komið okkur niður á jörðina og ég tel okkur hafa gert það. Við óðum í færum en boltinn vildi ekki inn. Það var eitthvað sem var ekki að virka og svoleiðis er það stundum. Við eigum líka slæma daga og því miður hitti það svoleiðis á í dag." "Allt sem drepur mann ekki stykir mann og við verðum að nýta þetta þannig og koma sterkari til leiks í lok október," sagði Margrét Lára. "Ég vil nota tækifærið og þakka stuðninginn hér í dag, hann var gríðarlegur og maður fékk oft gæsahúð hér í dag. Því miður gátum ekki sýnt okkar besta leik fyrir framan alla þessa áhorfendur en ég lofa betri frammistöðu næst." "Belgarnir spiluðu þetta vel og voru greinilega búnir að fara vel yfir okkar leik á töflufundi. Þær lokuðu vel og voru þétta en við eigum að geta leyst það. Við eigum að geta breytt um leikstíl og gert aðra hluti. Mér fannst við ekki bregðast nægjanlega vel við í dag. Það er eitthvað sem fer í reynslubankann og gerum betur næst. Svona er þetta bara stundum," sagði Margrét Lára að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir var ekki á markaskónum í kvöld gegn Belgíu en er staðráðin í að bæta fyrir það í næstu landsleikjum Íslands í október. "Mér fannst við berjast og við vildum þetta mikið. Við börðumst fram að síðustu mínútu en svona er fótboltinn, stundum er það ekki nóg. Þetta var svolítið stöngin út í dag, því miður," sagði Margrét Lára. "Við áttum okkar færi, við fengum fín skotfæri inni í teig. Við eigum að klára svona færi en við verðum að taka ábyrgð sem vorum í þessum færum, ég meðal annars. Við verðum að stíga upp fyrir liðið okkar í næsta leik og gera betur." Margrét Lára fékk eitt besta færi Íslands í leiknum þegar rúmar 20 mínútur voru eftir en hitti ekki markið úr færi sem hún nýtir oftar en ekki. "Ég er ekki sátt við að nýta ekki færin mín, það er mitt hlutverk í þessu liði og ég tek fulla ábyrgð á því og ætla að gera betur næst." Margrét vildi ekki meina að íslenska liðið hafi farið of hátt upp við sigurinn gegn Noregi á laugardaginn. "Við erum allar orðnar þroskaðar í þessu og getum komið okkur niður á jörðina og ég tel okkur hafa gert það. Við óðum í færum en boltinn vildi ekki inn. Það var eitthvað sem var ekki að virka og svoleiðis er það stundum. Við eigum líka slæma daga og því miður hitti það svoleiðis á í dag." "Allt sem drepur mann ekki stykir mann og við verðum að nýta þetta þannig og koma sterkari til leiks í lok október," sagði Margrét Lára. "Ég vil nota tækifærið og þakka stuðninginn hér í dag, hann var gríðarlegur og maður fékk oft gæsahúð hér í dag. Því miður gátum ekki sýnt okkar besta leik fyrir framan alla þessa áhorfendur en ég lofa betri frammistöðu næst." "Belgarnir spiluðu þetta vel og voru greinilega búnir að fara vel yfir okkar leik á töflufundi. Þær lokuðu vel og voru þétta en við eigum að geta leyst það. Við eigum að geta breytt um leikstíl og gert aðra hluti. Mér fannst við ekki bregðast nægjanlega vel við í dag. Það er eitthvað sem fer í reynslubankann og gerum betur næst. Svona er þetta bara stundum," sagði Margrét Lára að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira