Íslenski boltinn

Sigurður Ragnar: Boltinn vildi ekki inn

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari Íslands vonar að lið sitt læri af markalausa jafnteflinu við Belgíu í kvöld og geri betur í mikilvægum landsleikjum í Ungverjalandi og Norður-Írlandi í október.

"Okkur líður eins og við höfum tapað. Við fengum gríðarlega mörg færi í leiknum og fórum illa með þau. Ef maður skorar ekki, þá skorar maður ekki og þetta endar 0-0," sagði Sigurður Ragnar.

"Þetta er sterkara lið en þau sem við höfum mætt sem hafa legið til baka á móti okkur. Þær voru hreyfanlegar, baráttuglaðar og gáfu okkur lítið pláss. Þær náðu að loka vel fyrri kantmennina okkar megnið af leiknum þannig að við fundum ekki svæðin til að spila í. Við þurfum að fara yfir leikinn til að sjá hvað við getum gert betur fyrir næstu tvo leiki sem eru í október."

"Við látum þetta vonandi okkur að kenningu verða því við þurfum að nýta færin og það gerir allt líka svo auðveldara þegar maður fær mark snemma í leiknum."

"Þegar maður fær mikið af færum nær ekki að nýta þau þá kemur upp pínu óþólinmæði í liðinu en við héldum áfram að spila ágætlega og sköpuðum okkur fín færi í seinni hálfleiknum en það var bara eins og boltinn vildi ekki inn," sagði Sigurður Ragnar að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×