Íslenski boltinn

Stelpurnar voru búnar að vinna tólf leiki í röð á móti "minni þjóðum"

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Íslenska kvennalandsliðið náði bara markalausu jafntefli á móti Belgíu á Laugardalsvellinum í gærkvöldi í leik liðanna í undankeppni EM 2013. Íslensku stelpurnar náðu því ekki að fylgja eftir frábærum sigri á Noregi á laugardaginn.

Íslenska kvennalandsliðið var búið að vinna tólf leiki í röð í undankeppni EM eða HM á móti liðum sem voru neðar en Ísland á styrkleikalista FIFA.

Íslenska liðinu mistókst síðast að vinna þjóð neðar á listanum þegar liðið tapaði 1-2 út í Slóveníu 26. ágúst 2007. Síðan hafði liðið unnið tólf leiki í röð á móti "minni þjóðum" með markatölunni 55-0.

Sigurgangan á enda gegn "minni þjóðum"

Undankeppni EM 2009

1-2 tap fyrir Slóveníu (úti)

4-0 sigur á Serbíu (heima)

5-0 sigur á Slóveníu (heima)

7-0 sigur á Grikklandi (heima)

Undankeppni HM 2011

5-0 sigur á Serbíu (heima)

12-0 sigur á Eistlandi (heima)

1-0 sigur á Norður-Írlandi (úti)

2-0 sigur á Serbíu (úti)

3-0 sigur á Króatíu (úti)

2-0 sigur á Norður-Írlandi (heima)

3-0 sigur á Króatíu (heima)

5-0 sigur á Eistlandi (úti)

Undankeppni EM 2013

6-0 sigur á Búlgaríu (heima)

0-0 jafntefli við Belgíu (heima)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×