Íslenski boltinn

Stelpurnar kláruðu Wales og unnu riðilinn sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir.
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir. Mynd/Hag
Íslenska 19 ára landslið kvenna tryggði sér sigur í sínum riðli í undankeppni Evrópumótsins með því að vinna 2-0 sigur á Wales í lokaleik sínum á Fylkisvellinum í dag. Bæði lið höfðu unnið tvo fyrstu leiki sína og voru því þegar búin að tryggja sér sæti í milliriðlum.

Íslensku stelpurnar skoruðu mörkin sín með tveggja mínútna millibili í seinni hálfleik. Blikinn Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir skoraði fyrra markið á 74. mínútu með skoti úr aukaspyrnu og Valsarinn Elín Metta Jensen skoraði síðan seinna markið á 76. mínútu. Elín Metta hafði komið inn á sem varamaður á 61. mínútu leiksins.

Ólafur Þór Guðbjörnsson þjálfar íslensku stelpurnar sem höfðu áður unnið 2-1 sigur á Slóveníu og 3-0 sigur á Kasakstan. Íslenska liðið fékk því 9 stig af 9 mögulegum og státaði af marktölunni 7-1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×