Serena Williams fór létt með Wozniacki og er komin í úrslit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2011 11:30 Serena Williams og Carolinu Wozniacki eftir leikinn. Mynd/AP Serena Williams er komin í úrslitaleikinn á opna bandaríska meistaramótinu í tennis eftir sannfærandi sigur á dönsku stelpunni Carolinu Wozniacki í nótt. Wozniacki er í efsta sæti á heimslistanum en bið hennar eftir fyrsta sigrinum á risamóti lengist því enn. Serena Williams vann loturnar 6-2 og 6-4 og greinilega búin að ná sér að fullu af meiðslunum sem héldu henni frá keppni í langan tíma. „Þetta er æðislegt en þetta hefur verið löng leið til baka," sagði Serena Williams sem kom til baka í júní. „Það skipti mig svo miklu máli að koma hingað sem Bandaríkjamaður og vera enn með í mótinu. Mig langaði svo mikið að spila á morgun því þetta er svo sérstakur dagur fyrir Bandaríkin," sagði Serena Williams en Bandaríkin minnist nú að það er áratugur liðinn frá árásunum á Tvíburaturnana í New York. „Ég gafst aldrei upp en Serena spilaði mjög vel. Hún er í frábæru formi og uppgjöfin hennar er afar erfið," sagði Carolinu Wozniacki sem var spurð út í það að hún er ekki enn búin að vinna risamót þrátt fyrir að hafa verið lengi efst á heimslistanum. „Ég er ennþá númer eitt á heimslistanum og það getur enginn tekinn frá mér. Serena er sannur meistari og spilaði frábærlega í dag," sagði Wozniacki. Serena Williams á nú möguleika á því að vinna opna bandaríska meistaramótið í fjórða sinn á ferlinum. Hún mætir Samantha Stosur frá Ástralíu í úrslitaleiknum en Stosur er númer níu á heimslistanum og vann Þjóðverjann Angelique Kerber í undanúrslitunum. Williams vann opna bandaríska mótið einnig 1999, 2002 og 2008 en hún hefur alls unnið þrettán risamót á ferlinum. Erlendar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sjá meira
Serena Williams er komin í úrslitaleikinn á opna bandaríska meistaramótinu í tennis eftir sannfærandi sigur á dönsku stelpunni Carolinu Wozniacki í nótt. Wozniacki er í efsta sæti á heimslistanum en bið hennar eftir fyrsta sigrinum á risamóti lengist því enn. Serena Williams vann loturnar 6-2 og 6-4 og greinilega búin að ná sér að fullu af meiðslunum sem héldu henni frá keppni í langan tíma. „Þetta er æðislegt en þetta hefur verið löng leið til baka," sagði Serena Williams sem kom til baka í júní. „Það skipti mig svo miklu máli að koma hingað sem Bandaríkjamaður og vera enn með í mótinu. Mig langaði svo mikið að spila á morgun því þetta er svo sérstakur dagur fyrir Bandaríkin," sagði Serena Williams en Bandaríkin minnist nú að það er áratugur liðinn frá árásunum á Tvíburaturnana í New York. „Ég gafst aldrei upp en Serena spilaði mjög vel. Hún er í frábæru formi og uppgjöfin hennar er afar erfið," sagði Carolinu Wozniacki sem var spurð út í það að hún er ekki enn búin að vinna risamót þrátt fyrir að hafa verið lengi efst á heimslistanum. „Ég er ennþá númer eitt á heimslistanum og það getur enginn tekinn frá mér. Serena er sannur meistari og spilaði frábærlega í dag," sagði Wozniacki. Serena Williams á nú möguleika á því að vinna opna bandaríska meistaramótið í fjórða sinn á ferlinum. Hún mætir Samantha Stosur frá Ástralíu í úrslitaleiknum en Stosur er númer níu á heimslistanum og vann Þjóðverjann Angelique Kerber í undanúrslitunum. Williams vann opna bandaríska mótið einnig 1999, 2002 og 2008 en hún hefur alls unnið þrettán risamót á ferlinum.
Erlendar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sjá meira