Tíu ár liðin frá hryðjuverkunum í New York - myndir 11. september 2011 13:15 Ótrúleg mynd. Finna má fjölbreytt myndasafn frá hryðjuverkunum hér fyrir neðan. Í dag eru tíu ár liðin frá því að hryðjuverkaárásirnar voru gerðar á tvíburaturnana í New York. Hinna látnu verður minnst með minningarathöfn en ótti við aðra árás Al-Kaída hefur sett svip sinn á daginn. Það var á þessum degi fyrir áratug sem liðsmenn Al-Kaída hryðjuverkasamtakanna rændu fjórum farþegaflugvélum í bandarískri lofthelgi. Þremur þeirra flugu þeir á byggingar í landinu með þeim afleiðingum að um þrjúþúsund lágu í valnum. Fyrsta vélin skall á norðurturni World Trade Center rétt fyrir klukkan níu að staðartíma og ekki leið á löngu þar til önnur vélin skall á suðurturninum. Þriðju vélinni var flogið á Varnarmálaráðuneytið í Pentagon en flugræningjar fjórðu vélarinnar náðu ekki settu takmarki sínu, sem talið er hafa verið annað hvort Hvíta húsið eða þinghúsið í Washington. Talið er að farþegarnir hafi reynt yfirbuga ræningjana en vélin hrapaði til jarðar á akri í Pittsburg í Pennsylvaníu. Minningarathöfn til heiðurs þeirra sem létust í árásunum verður haldin þar sem tvíburaturnarnir stóðu en líkt og flestir vita hrundu þeir báðir til jarðar. Hinir látnu komu frá Bæði núverandi og fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna, þeir Barack Obama og George Bush yngri verða viðstaddir athöfnina. Öryggisgæsla hefur verið hert víða í Bandaríkjunum vegna ótta við mögulegar árásir Al-Kaída, en leyniþjónusta Bandaríkjanna fékk í síðustu viku upplýsingar um að samtökin hygðust gera út árásarmenn með sprengjur í dag, suma hverja bandaríska ríkisborgara. Yfirvöld segja hættuna mesta í borgunum Washington og New York. Málmleitartækjum hefur verið komið upp á götum í nágrenni World Trade Center og lögreglumenn í bæði New York og Washington hafa leitað í stórum farartækjum sem eiga leið um brýr og undirgöng. Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Fleiri fréttir Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Sjá meira
Í dag eru tíu ár liðin frá því að hryðjuverkaárásirnar voru gerðar á tvíburaturnana í New York. Hinna látnu verður minnst með minningarathöfn en ótti við aðra árás Al-Kaída hefur sett svip sinn á daginn. Það var á þessum degi fyrir áratug sem liðsmenn Al-Kaída hryðjuverkasamtakanna rændu fjórum farþegaflugvélum í bandarískri lofthelgi. Þremur þeirra flugu þeir á byggingar í landinu með þeim afleiðingum að um þrjúþúsund lágu í valnum. Fyrsta vélin skall á norðurturni World Trade Center rétt fyrir klukkan níu að staðartíma og ekki leið á löngu þar til önnur vélin skall á suðurturninum. Þriðju vélinni var flogið á Varnarmálaráðuneytið í Pentagon en flugræningjar fjórðu vélarinnar náðu ekki settu takmarki sínu, sem talið er hafa verið annað hvort Hvíta húsið eða þinghúsið í Washington. Talið er að farþegarnir hafi reynt yfirbuga ræningjana en vélin hrapaði til jarðar á akri í Pittsburg í Pennsylvaníu. Minningarathöfn til heiðurs þeirra sem létust í árásunum verður haldin þar sem tvíburaturnarnir stóðu en líkt og flestir vita hrundu þeir báðir til jarðar. Hinir látnu komu frá Bæði núverandi og fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna, þeir Barack Obama og George Bush yngri verða viðstaddir athöfnina. Öryggisgæsla hefur verið hert víða í Bandaríkjunum vegna ótta við mögulegar árásir Al-Kaída, en leyniþjónusta Bandaríkjanna fékk í síðustu viku upplýsingar um að samtökin hygðust gera út árásarmenn með sprengjur í dag, suma hverja bandaríska ríkisborgara. Yfirvöld segja hættuna mesta í borgunum Washington og New York. Málmleitartækjum hefur verið komið upp á götum í nágrenni World Trade Center og lögreglumenn í bæði New York og Washington hafa leitað í stórum farartækjum sem eiga leið um brýr og undirgöng.
Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Fleiri fréttir Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Sjá meira