Ölgerðin og Sport Five hafa undirritað fjögurra ára samning um sjónvarpsrétt og nafnréttar á efstu deild karla og kvenna í knattspyrnu.
Deildirnar eiga því eftir að bera nafnið Pepsi-deildin næstu fjögur árin eða út keppnistímabilið 2015.
Blaðamannafundur fer fram á morgun þar sem samstarfið verður kynnt nánar og farið verður yfir enn frekari fyrirætlanir Ölgerðarinnar um áframhaldandi uppbyggingu á umgjörð Pepsi-deildar kvenna og karla.
Ölgerðin hefur verið í góðu samstarfi við KSÍ og Sport Five frá því í apríl 2009 og áframhald verður á því samstarfi.
Íslenski boltinn