Glæsilegur sigur á einu sterkasta liði heims Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Laugardalsvelli skrifar 17. september 2011 00:01 Mynd/Daníel Ísland vann í dag frábæran 3-1 sigur á öflugu liði Noregs í undankeppni EM 2013 á Laugardalsvellinum. Stórkostlegur fyrri hálfleikur lagði grunninn að sigrinum. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði tvö marka Íslands en Margrét Lára Viðarsdóttir eitt úr víti sem hún fiskaði sjálf. Mörkin komu öll á fyrstu 32 mínútum leiksins en yfirburðir Íslands í fyrri hálfleiknum voru algerir. Það dró verulega af liðinu í síðari hálfleik og komst í raun íslenska liðið aldrei í takt við leikinn á ný. Norðmenn náðu að minnka muninn með marki fyrirliðans Ingvild Stensland en sem betur fer komust þær ekki nær. Ísland er því í frábærri stöðu í undankeppni EM 2013 þó svo að það sé enn margir leikir eftir. Noregur er þó helsti keppinautur Íslands um sæti á EM og ljóst að það var stór sigur unninn í þeirri baráttu í dag. Stelpurnar léku á als oddi í fyrri hálfleik og þær norsku vissu varla í hvorn fótinn þær ættu að stíga. Á sjöttu mínútu fékk Hólmfríður dauðafæri sem hún nýtti illa en hún bætti fyrir það aðeins mínútu síðar er hún skoraði fyrsta mark dagsins með glæsilegu skoti rétt utan teigs. Nokkrum mínútum síðar hélt stórsókn Íslands áfram þegar að Margrét Lára leiddi varnarmann Noregs í gildru og fékk víti. Hún skoraði af öryggi úr vítinu - hennar 63. landsliðsmark frá upphafi. Íslendingar héldu áfram að sækja og skapa usla í vörn Norðmanna sem voru algjörlega slegnar út af laginu. Eftir eina sóknina kom flott sending frá bakverðinum Ólínu Guðbjörgu Viðarsdóttir, beint á kollinn á Hólmfríði sem stýrði boltanum í fjærhornið. Norðmenn fengu eitt gott færi í fyrri hálfleik en þess fyrir utan var lítið að gerast í þeirra leik. Þær leyfðu Íslendingum að gera allt sem þær vildu og pressuðu lítið sem ekkert án bolta. Það breyttist þó í seinni hálfleik er Norðmenn færðu sig aðeins framar á völlinn og byrjuðu þær að stýra leiknum ágætlega. Íslenska vörnin hélt þó ágætlega og fyrir vikið náðu þær norsku að skapa sér fá færi. Þó bar pressan árangur á 70. mínútu þegar að fyrirliðinn Ingvild Stensland skoraði með laglegu langskoti. Átta mínútum síðar gerði Katrín Jónsdóttir fyrirliði sjaldséð mistök er hún missti Isabell Herlovsen inn fyrir sig en sem betur fer skaut hún yfir markið. Katrín fékk svo dauðafæri sjálf þegar skammt var til leiksloka en þá átti hún skalla í þverslá eftir hornspyrnu. Var það í raun eina almennilega færið sem Ísland skapaði sér í seinni hálfleik. En leikurinn fjaraði hægt og rólega út, án þess að þær norsku næðu að ógna marki Íslands að nokkru ráði. Niðurstaðan því stórglæsilegur sigur hjá Íslandi sem verður lengi í minnum hafður. Ísland - Noregur 3-1 Skot (á mark): 12-8 (8-3) Varin skot: Þóra 3 - Hjelmseth 4 Horn: 4-6 Aukaspyrnur fengnar: 6-12 Rangstöður: 0-2 Íslenski boltinn Mest lesið „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Ísland vann í dag frábæran 3-1 sigur á öflugu liði Noregs í undankeppni EM 2013 á Laugardalsvellinum. Stórkostlegur fyrri hálfleikur lagði grunninn að sigrinum. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði tvö marka Íslands en Margrét Lára Viðarsdóttir eitt úr víti sem hún fiskaði sjálf. Mörkin komu öll á fyrstu 32 mínútum leiksins en yfirburðir Íslands í fyrri hálfleiknum voru algerir. Það dró verulega af liðinu í síðari hálfleik og komst í raun íslenska liðið aldrei í takt við leikinn á ný. Norðmenn náðu að minnka muninn með marki fyrirliðans Ingvild Stensland en sem betur fer komust þær ekki nær. Ísland er því í frábærri stöðu í undankeppni EM 2013 þó svo að það sé enn margir leikir eftir. Noregur er þó helsti keppinautur Íslands um sæti á EM og ljóst að það var stór sigur unninn í þeirri baráttu í dag. Stelpurnar léku á als oddi í fyrri hálfleik og þær norsku vissu varla í hvorn fótinn þær ættu að stíga. Á sjöttu mínútu fékk Hólmfríður dauðafæri sem hún nýtti illa en hún bætti fyrir það aðeins mínútu síðar er hún skoraði fyrsta mark dagsins með glæsilegu skoti rétt utan teigs. Nokkrum mínútum síðar hélt stórsókn Íslands áfram þegar að Margrét Lára leiddi varnarmann Noregs í gildru og fékk víti. Hún skoraði af öryggi úr vítinu - hennar 63. landsliðsmark frá upphafi. Íslendingar héldu áfram að sækja og skapa usla í vörn Norðmanna sem voru algjörlega slegnar út af laginu. Eftir eina sóknina kom flott sending frá bakverðinum Ólínu Guðbjörgu Viðarsdóttir, beint á kollinn á Hólmfríði sem stýrði boltanum í fjærhornið. Norðmenn fengu eitt gott færi í fyrri hálfleik en þess fyrir utan var lítið að gerast í þeirra leik. Þær leyfðu Íslendingum að gera allt sem þær vildu og pressuðu lítið sem ekkert án bolta. Það breyttist þó í seinni hálfleik er Norðmenn færðu sig aðeins framar á völlinn og byrjuðu þær að stýra leiknum ágætlega. Íslenska vörnin hélt þó ágætlega og fyrir vikið náðu þær norsku að skapa sér fá færi. Þó bar pressan árangur á 70. mínútu þegar að fyrirliðinn Ingvild Stensland skoraði með laglegu langskoti. Átta mínútum síðar gerði Katrín Jónsdóttir fyrirliði sjaldséð mistök er hún missti Isabell Herlovsen inn fyrir sig en sem betur fer skaut hún yfir markið. Katrín fékk svo dauðafæri sjálf þegar skammt var til leiksloka en þá átti hún skalla í þverslá eftir hornspyrnu. Var það í raun eina almennilega færið sem Ísland skapaði sér í seinni hálfleik. En leikurinn fjaraði hægt og rólega út, án þess að þær norsku næðu að ógna marki Íslands að nokkru ráði. Niðurstaðan því stórglæsilegur sigur hjá Íslandi sem verður lengi í minnum hafður. Ísland - Noregur 3-1 Skot (á mark): 12-8 (8-3) Varin skot: Þóra 3 - Hjelmseth 4 Horn: 4-6 Aukaspyrnur fengnar: 6-12 Rangstöður: 0-2
Íslenski boltinn Mest lesið „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira