Glæsilegur sigur á einu sterkasta liði heims Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Laugardalsvelli skrifar 17. september 2011 00:01 Mynd/Daníel Ísland vann í dag frábæran 3-1 sigur á öflugu liði Noregs í undankeppni EM 2013 á Laugardalsvellinum. Stórkostlegur fyrri hálfleikur lagði grunninn að sigrinum. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði tvö marka Íslands en Margrét Lára Viðarsdóttir eitt úr víti sem hún fiskaði sjálf. Mörkin komu öll á fyrstu 32 mínútum leiksins en yfirburðir Íslands í fyrri hálfleiknum voru algerir. Það dró verulega af liðinu í síðari hálfleik og komst í raun íslenska liðið aldrei í takt við leikinn á ný. Norðmenn náðu að minnka muninn með marki fyrirliðans Ingvild Stensland en sem betur fer komust þær ekki nær. Ísland er því í frábærri stöðu í undankeppni EM 2013 þó svo að það sé enn margir leikir eftir. Noregur er þó helsti keppinautur Íslands um sæti á EM og ljóst að það var stór sigur unninn í þeirri baráttu í dag. Stelpurnar léku á als oddi í fyrri hálfleik og þær norsku vissu varla í hvorn fótinn þær ættu að stíga. Á sjöttu mínútu fékk Hólmfríður dauðafæri sem hún nýtti illa en hún bætti fyrir það aðeins mínútu síðar er hún skoraði fyrsta mark dagsins með glæsilegu skoti rétt utan teigs. Nokkrum mínútum síðar hélt stórsókn Íslands áfram þegar að Margrét Lára leiddi varnarmann Noregs í gildru og fékk víti. Hún skoraði af öryggi úr vítinu - hennar 63. landsliðsmark frá upphafi. Íslendingar héldu áfram að sækja og skapa usla í vörn Norðmanna sem voru algjörlega slegnar út af laginu. Eftir eina sóknina kom flott sending frá bakverðinum Ólínu Guðbjörgu Viðarsdóttir, beint á kollinn á Hólmfríði sem stýrði boltanum í fjærhornið. Norðmenn fengu eitt gott færi í fyrri hálfleik en þess fyrir utan var lítið að gerast í þeirra leik. Þær leyfðu Íslendingum að gera allt sem þær vildu og pressuðu lítið sem ekkert án bolta. Það breyttist þó í seinni hálfleik er Norðmenn færðu sig aðeins framar á völlinn og byrjuðu þær að stýra leiknum ágætlega. Íslenska vörnin hélt þó ágætlega og fyrir vikið náðu þær norsku að skapa sér fá færi. Þó bar pressan árangur á 70. mínútu þegar að fyrirliðinn Ingvild Stensland skoraði með laglegu langskoti. Átta mínútum síðar gerði Katrín Jónsdóttir fyrirliði sjaldséð mistök er hún missti Isabell Herlovsen inn fyrir sig en sem betur fer skaut hún yfir markið. Katrín fékk svo dauðafæri sjálf þegar skammt var til leiksloka en þá átti hún skalla í þverslá eftir hornspyrnu. Var það í raun eina almennilega færið sem Ísland skapaði sér í seinni hálfleik. En leikurinn fjaraði hægt og rólega út, án þess að þær norsku næðu að ógna marki Íslands að nokkru ráði. Niðurstaðan því stórglæsilegur sigur hjá Íslandi sem verður lengi í minnum hafður. Ísland - Noregur 3-1 Skot (á mark): 12-8 (8-3) Varin skot: Þóra 3 - Hjelmseth 4 Horn: 4-6 Aukaspyrnur fengnar: 6-12 Rangstöður: 0-2 Íslenski boltinn Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Ísland vann í dag frábæran 3-1 sigur á öflugu liði Noregs í undankeppni EM 2013 á Laugardalsvellinum. Stórkostlegur fyrri hálfleikur lagði grunninn að sigrinum. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði tvö marka Íslands en Margrét Lára Viðarsdóttir eitt úr víti sem hún fiskaði sjálf. Mörkin komu öll á fyrstu 32 mínútum leiksins en yfirburðir Íslands í fyrri hálfleiknum voru algerir. Það dró verulega af liðinu í síðari hálfleik og komst í raun íslenska liðið aldrei í takt við leikinn á ný. Norðmenn náðu að minnka muninn með marki fyrirliðans Ingvild Stensland en sem betur fer komust þær ekki nær. Ísland er því í frábærri stöðu í undankeppni EM 2013 þó svo að það sé enn margir leikir eftir. Noregur er þó helsti keppinautur Íslands um sæti á EM og ljóst að það var stór sigur unninn í þeirri baráttu í dag. Stelpurnar léku á als oddi í fyrri hálfleik og þær norsku vissu varla í hvorn fótinn þær ættu að stíga. Á sjöttu mínútu fékk Hólmfríður dauðafæri sem hún nýtti illa en hún bætti fyrir það aðeins mínútu síðar er hún skoraði fyrsta mark dagsins með glæsilegu skoti rétt utan teigs. Nokkrum mínútum síðar hélt stórsókn Íslands áfram þegar að Margrét Lára leiddi varnarmann Noregs í gildru og fékk víti. Hún skoraði af öryggi úr vítinu - hennar 63. landsliðsmark frá upphafi. Íslendingar héldu áfram að sækja og skapa usla í vörn Norðmanna sem voru algjörlega slegnar út af laginu. Eftir eina sóknina kom flott sending frá bakverðinum Ólínu Guðbjörgu Viðarsdóttir, beint á kollinn á Hólmfríði sem stýrði boltanum í fjærhornið. Norðmenn fengu eitt gott færi í fyrri hálfleik en þess fyrir utan var lítið að gerast í þeirra leik. Þær leyfðu Íslendingum að gera allt sem þær vildu og pressuðu lítið sem ekkert án bolta. Það breyttist þó í seinni hálfleik er Norðmenn færðu sig aðeins framar á völlinn og byrjuðu þær að stýra leiknum ágætlega. Íslenska vörnin hélt þó ágætlega og fyrir vikið náðu þær norsku að skapa sér fá færi. Þó bar pressan árangur á 70. mínútu þegar að fyrirliðinn Ingvild Stensland skoraði með laglegu langskoti. Átta mínútum síðar gerði Katrín Jónsdóttir fyrirliði sjaldséð mistök er hún missti Isabell Herlovsen inn fyrir sig en sem betur fer skaut hún yfir markið. Katrín fékk svo dauðafæri sjálf þegar skammt var til leiksloka en þá átti hún skalla í þverslá eftir hornspyrnu. Var það í raun eina almennilega færið sem Ísland skapaði sér í seinni hálfleik. En leikurinn fjaraði hægt og rólega út, án þess að þær norsku næðu að ógna marki Íslands að nokkru ráði. Niðurstaðan því stórglæsilegur sigur hjá Íslandi sem verður lengi í minnum hafður. Ísland - Noregur 3-1 Skot (á mark): 12-8 (8-3) Varin skot: Þóra 3 - Hjelmseth 4 Horn: 4-6 Aukaspyrnur fengnar: 6-12 Rangstöður: 0-2
Íslenski boltinn Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira