Íslenski boltinn

Grótta féll en Tindastóll/Hvöt upp

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leiknismenn héldu sér uppi í 1. deildinni í dag.
Leiknismenn héldu sér uppi í 1. deildinni í dag.
Lokaumferðin fór fram í bæði 1. og 2. deildinni í knattspyrnu karla í dag. Grótta féll úr 1. deildinni en Tindastóll/Hvöt og Höttur komust upp úr 2. deildinni.

Grótta tapaði 1-0 fyrir botnliði HK í dag en á sama tíma vann Leiknir öruggan 4-1 sigur á ÍA. Útlitið er búið að vera dökkt hjá Leikni í allt sumar en Breiðhyltingum tókst að bjarga sér fyrir horn í lokaumferðinni í dag.

Skagamenn voru fyrir löngu búnir að tryggja sér sæti í Pepsi-deild karla og höfðu því að engu að keppa í dag. Selfyssingar voru einnig komnir upp en þeir töpuðu fyrir Haukum í dag, 3-2.

Tindastóll/Hvöt vann 4-2 sigur á Völsungi í 2. deildinni og tryggði sér þar með titilinn. Höttur var búinn að tryggja sér sæti í 1. deild á næstu ári en féll niður í annað sætið með 1-1 jafntefli við KF í dag.

Árborg og ÍH eru fyrir löngu fallin í 3. deildina.

1. deild karla:

HK - Grótta 1-0

Þróttur - Fjölnir 7-2

Víkingur Ó. - ÍR 3-1

Leiknir - ÍA 4-1

KA - BÍ/Bolungarvík 3-0

Selfoss - Haukar 3-2

2. deild karla:

Njarðvík - Reynir 6-4

Tindastóll/Hvöt - Völsungur 4-2

Höttur - KF 1-1

Afturelding - Árborg 5-1

Hamar - ÍH 3-4

Dalvík/Reynir - Fjarðabyggð 3-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×