Ezekiel Kemboi frá Kenía varð í dag heimsmeistari í 3000 metra hindrunarhlaupi á HM í frjálsum í Daegu í dag.
Hlaupið var nokkuð spennandi en frábær lokasprettur hjá Kemboi lagði grunninn af sigrinum, en Kemboi kom í mark á tímanum 8.14,96 mínútum. Kemboi var einnig heimsmeistari fyrir tveimur árum þegar mótið fór fram í Berlin.
Brimin Kipruto frá Kenía fékk silfrið en hann kom í mark á 8.16,05 mínútum og var um tíma fremstur. Mahiedine Mekhissi-Benabbad frá Frakklandi hafnaði í þriðja sæti en hann kom í mark á tímanum 8.16,09 mínútum.
Ezekiel Kemboi heimsmeistari í 3000 metra hindrunarhlaupi
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn

Leeds sló eigið stigamet
Enski boltinn

„Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“
Körfubolti

„Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“
Íslenski boltinn

„Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“
Körfubolti



„Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
