Ekki vanur að sitja í réttarsal en það venst Erla Hlynsdóttir skrifar 5. september 2011 18:37 Ákæra á hendur Geir Haarde er stórkostlega vanreifuð, sakborningur hefur enn ekki fengið að sjá öll málsgögn og saksóknari Alþingis er vanhæfur í málinu. Þetta er meðal þess sem verjandi Geirs sagði í morgun þegar frávísunarkrafa hans var tekin fyrir. Geir virtist afslappaður þegar hann mætti fyrir Landsdóm í morgun. Fjöldi fólks var viðstaddur málflutninginn í Þjóðmenningarhúsinu til að sýna Geir stuðning, þeirra á meðal eiginkona Geirs, og Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.Hvernig tilfinning var það að sitja hér í réttarsalnum í morgun? „Ég er ekkert vanur því að sitja í réttarsal en það venst," sagði Geir í morgun. Stemningin í Landsdómi er þó önnur en í venjulegum dómsal, þó ekki sé nema fyrir þá staðreynd að dómendurnir eru fimmtán talsins. Geir er gefið að sök að hafa sýnt af sér alvarlega vanrækslu í aðdraganda hrunsins. Refsing við brotunum getur varðað allt að tveggja ára fangelsi. Verjanda Geirs og saksóknara Alþingis greinir á um flest er tengist málinu. Þau eru ekki einu sinni sammála um hvenær formleg ákæra var gefin út.Af hverju þessi mistúlkun? „Það er kannski ekki mistúlkun hjá mér, í þeim skilningi, mér finnst bara fyrst og fremst vera mistúlkun milli hennar og landsdóms, það er að segja, það virðist ekki vera algjörlega á hreinu hvenær hin raunverulega ákæra á sér stað," sagði Andri Árnason, verjandi Geirs. Andri gagnrýnir einnig að Geir hafi enn ekki verið yfirheyrður en Sigríður segir að Andra hafi verið frjálst að óska eftir skýrslutöku. Andri segir sig hafa skort gögn til að hafa forsendur til að leggja fram slíka kröfu. „Ég bara beið eins og aðrir eftir því að fá þau gögn sem saksóknari var með. Ég hafði ekki séð þessi gögn, nema að litlu leyti, þannig að það er auðvitað mjög óeðlilegt að við hefðu getað tekið einhverja afstöðu til þess hvernig rannsaka ætti málið áður en við fengum gögn málsins, þannig að ég hafna því út af fyrir sig alveg," sagði Árni. Geir mætti í dómsal í morgun, þrátt fyrir að þegar um frávísunarkröfu er að ræða ber sakborningi engin skylda til að vera viðstaddur. „Ég ákvað að mæta, bæði til að sýna réttinum virðingu og líka svona til að læra svolítið meira inn á þetta og hlýða á málflutninginn sem mér fannst mjög fróðlegur," sagði Geir í samtali við fréttastofu í morgun. Landsdómur hefur fjórar vikur til að taka afstöðu til frávísunarkröfunnar og bíður Geir rólegur eftir niðurstöðunni. „Ég er að eðlisfari mjög bjartsýnn maður en í svona máli sko þá verður maður að passa sig á bjartsýninni," sagði Geir að lokum. Landsdómur Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira
Ákæra á hendur Geir Haarde er stórkostlega vanreifuð, sakborningur hefur enn ekki fengið að sjá öll málsgögn og saksóknari Alþingis er vanhæfur í málinu. Þetta er meðal þess sem verjandi Geirs sagði í morgun þegar frávísunarkrafa hans var tekin fyrir. Geir virtist afslappaður þegar hann mætti fyrir Landsdóm í morgun. Fjöldi fólks var viðstaddur málflutninginn í Þjóðmenningarhúsinu til að sýna Geir stuðning, þeirra á meðal eiginkona Geirs, og Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.Hvernig tilfinning var það að sitja hér í réttarsalnum í morgun? „Ég er ekkert vanur því að sitja í réttarsal en það venst," sagði Geir í morgun. Stemningin í Landsdómi er þó önnur en í venjulegum dómsal, þó ekki sé nema fyrir þá staðreynd að dómendurnir eru fimmtán talsins. Geir er gefið að sök að hafa sýnt af sér alvarlega vanrækslu í aðdraganda hrunsins. Refsing við brotunum getur varðað allt að tveggja ára fangelsi. Verjanda Geirs og saksóknara Alþingis greinir á um flest er tengist málinu. Þau eru ekki einu sinni sammála um hvenær formleg ákæra var gefin út.Af hverju þessi mistúlkun? „Það er kannski ekki mistúlkun hjá mér, í þeim skilningi, mér finnst bara fyrst og fremst vera mistúlkun milli hennar og landsdóms, það er að segja, það virðist ekki vera algjörlega á hreinu hvenær hin raunverulega ákæra á sér stað," sagði Andri Árnason, verjandi Geirs. Andri gagnrýnir einnig að Geir hafi enn ekki verið yfirheyrður en Sigríður segir að Andra hafi verið frjálst að óska eftir skýrslutöku. Andri segir sig hafa skort gögn til að hafa forsendur til að leggja fram slíka kröfu. „Ég bara beið eins og aðrir eftir því að fá þau gögn sem saksóknari var með. Ég hafði ekki séð þessi gögn, nema að litlu leyti, þannig að það er auðvitað mjög óeðlilegt að við hefðu getað tekið einhverja afstöðu til þess hvernig rannsaka ætti málið áður en við fengum gögn málsins, þannig að ég hafna því út af fyrir sig alveg," sagði Árni. Geir mætti í dómsal í morgun, þrátt fyrir að þegar um frávísunarkröfu er að ræða ber sakborningi engin skylda til að vera viðstaddur. „Ég ákvað að mæta, bæði til að sýna réttinum virðingu og líka svona til að læra svolítið meira inn á þetta og hlýða á málflutninginn sem mér fannst mjög fróðlegur," sagði Geir í samtali við fréttastofu í morgun. Landsdómur hefur fjórar vikur til að taka afstöðu til frávísunarkröfunnar og bíður Geir rólegur eftir niðurstöðunni. „Ég er að eðlisfari mjög bjartsýnn maður en í svona máli sko þá verður maður að passa sig á bjartsýninni," sagði Geir að lokum.
Landsdómur Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira