Kolbeinn: Það gerist ekki oft að ég fái ekki færi í leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2011 13:00 Kolbeinn Sigþórsson Mynd/Vilhelm Kolbeinn Sigþórsson var nánast skilinn útundan þegar íslenska landsliðið tapaði 0-1 á móti Norðmönnum í Osló á föstudaginn var. Kolbeinn fær vonandi að vera eitthvað meira með í spilinu á móti Kýpur í kvöld en þetta er síðasti heimaleikur liðsins í undankeppni EM 2012. „Við fáum núna enn eitt tækifærið til að sýna að við erum betri en undanfarið gengi hefur gefið til kynna. Hungrið í sigur er mikið í liðinu en auðvitað erum við svekktir eftir síðasta leik. Það hefur verið mikil neikvæðni í kringum landsliðið og það er kjörið tækifæri núna að sýna okkur rétta andlit," segir Kolbeinn. „Við þurfum að kláralega að laga sóknarleikinn. Það er ekki nóg að skapa tvö færi í einum leik og ég sem dæmi ekki neitt færi í leiknum. Það gerist ekki oft að ég fái ekki færi í leik. Við þurfum að bæta aðeins sóknarleikinn en varnarleikurinn var góður síðast," segir Kolbeinn. „Það verður að koma í ljós hvernig við spilum en auðvitað viljum við sýna betri fótbolta en í síðasta leik. Það er spilaður meiri sóknarbolti á heimavelli og ef við spilum okkar leik þá eigum við að klára Kýpur," segir Kolbeinn en þjóðirnar gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum á Kýpur. „Síðasti leikurinn á mói þeim var svona fram og til baka. Bæði lið áttu mikið af færum. Ég býst við því að við verðum meira með boltann og reynum að sækja. Kýpurmenn eru með gott lið og við verðum að passa okkur líka því þeir eru klókir og geta gert góða hluti ef þeir fá tækifæri til þess," segir Kolbeinn og bætir við: „Ef við lítum á riðilinn og á hvaða lið við eigum að vinna þá er það Kýpur. Við setjum því markmiðið á að vinna þennan leik," segir Kolbeinn. Hann hefur skorað 3 mörk í 7 landsleikjum en á enn eftir að skora í landsleik í undankeppni: „Maður reynir alltaf að setja hann. Það er mitt markmið að skora og vinna og ég vonast til þess að við getum átt góðan dag á morgun," sagði Kolbeinn að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Íslenski boltinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson var nánast skilinn útundan þegar íslenska landsliðið tapaði 0-1 á móti Norðmönnum í Osló á föstudaginn var. Kolbeinn fær vonandi að vera eitthvað meira með í spilinu á móti Kýpur í kvöld en þetta er síðasti heimaleikur liðsins í undankeppni EM 2012. „Við fáum núna enn eitt tækifærið til að sýna að við erum betri en undanfarið gengi hefur gefið til kynna. Hungrið í sigur er mikið í liðinu en auðvitað erum við svekktir eftir síðasta leik. Það hefur verið mikil neikvæðni í kringum landsliðið og það er kjörið tækifæri núna að sýna okkur rétta andlit," segir Kolbeinn. „Við þurfum að kláralega að laga sóknarleikinn. Það er ekki nóg að skapa tvö færi í einum leik og ég sem dæmi ekki neitt færi í leiknum. Það gerist ekki oft að ég fái ekki færi í leik. Við þurfum að bæta aðeins sóknarleikinn en varnarleikurinn var góður síðast," segir Kolbeinn. „Það verður að koma í ljós hvernig við spilum en auðvitað viljum við sýna betri fótbolta en í síðasta leik. Það er spilaður meiri sóknarbolti á heimavelli og ef við spilum okkar leik þá eigum við að klára Kýpur," segir Kolbeinn en þjóðirnar gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum á Kýpur. „Síðasti leikurinn á mói þeim var svona fram og til baka. Bæði lið áttu mikið af færum. Ég býst við því að við verðum meira með boltann og reynum að sækja. Kýpurmenn eru með gott lið og við verðum að passa okkur líka því þeir eru klókir og geta gert góða hluti ef þeir fá tækifæri til þess," segir Kolbeinn og bætir við: „Ef við lítum á riðilinn og á hvaða lið við eigum að vinna þá er það Kýpur. Við setjum því markmiðið á að vinna þennan leik," segir Kolbeinn. Hann hefur skorað 3 mörk í 7 landsleikjum en á enn eftir að skora í landsleik í undankeppni: „Maður reynir alltaf að setja hann. Það er mitt markmið að skora og vinna og ég vonast til þess að við getum átt góðan dag á morgun," sagði Kolbeinn að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Íslenski boltinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Sjá meira