Guðni Bergs: Það á að auglýsa landsliðsþjálfarastöðuna út í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2011 16:00 Guðni Bergsson og Ryan Giggs. Mynd/Nordic Photos/Getty Guðni Bergsson, fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins til margra ára, var gestur Heimis Karlssonar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem að hann tjáði sig um íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem vann langþráðan sigur þegar liðið vann Kýpur í gær. „Þessi leikur í gær og úrslitin voru mjög mikilvæg fyrir okkur og ég samgladdist Óla Jóh að ná þessum sigri. Maður hefur séð betri leiki en sigurinn var það mikilvæga," sagði Guðni á Bylgjunni. „Nú er að ég held ákveðin vatnaskil og það er mikilvægt að fara í það að finna nýjan þjálfara og vanda þar vel til verka. Það þarf að passa upp á ráðningaferlið. Það þarf að auglýsa stöðuna, fá inn hæfa umsækjendur og fara yfir þann lista í rólegheitunum og af yfirvegun. Það þarf síðan að ráða hæfasta manninn eins og menn sjá það," segir Guðni. „Við verðum að fá einhvern góðan landsliðsþjálfara. Það er fullt af góðum þjálfurum bæði hér heima og erlendis. Ég held að ráðningaferlið að kynna stöðuna og auglýsa hana út í hinum stóra heimi sé af hinu góða. Við þurfum að fá sem flesta umsækjendur því ég held að þetta sé álitlegt starf fyrir marga. Gengið hefur verið þannig að við erum neðarlega á þessum heimslista og þetta er því mjög gott tækifæri til að hífa liðið upp," segir Guðni. „Það væri gaman að sjá hverjir hefðu áhuga á þessu starfi, fara yfir ferilskrá þeirra manna bæði innlendra og erlendra. Það er líka mikilvægt að fá það upp á borðið frá þessum einstaklingum hvernig þeir sjá fyrir sér uppbygginguna á landsliðinu og fótboltanum í heild sinni.," segir Guðni sem hefur ekki áhyggjur af því að KSÍ geti ekki borgað nógu góð laun. „Ég efast ekki um að þarna komi umsækjendur sem fari fram á laun sem KSÍ ræður við. KSÍ hefur það að fjárhagurinn hefur verið góður og það eru til peningar. Þetta hefur verið vel rekið fjárhagslega en það er um að gera að nýta þessa peninga vel," segir Guðni og hann er ekki sammála Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, um að það sé ekki þörf á því að auglýsa landsliðsþjálfarastöðuna. „Ég held nú að evrópskur knattspyrnuheimur sé ekki að halda í sér andanum vitað að þessi staða sé laus. Ég held að það sé öruggara að auglýsa þessa stöðu og kynna hana þannig að allir vita af þessu sem þurfa að vita af þessu," sagði Guðni. Íslenski boltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Guðni Bergsson, fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins til margra ára, var gestur Heimis Karlssonar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem að hann tjáði sig um íslenska karlalandsliðið í fótbolta sem vann langþráðan sigur þegar liðið vann Kýpur í gær. „Þessi leikur í gær og úrslitin voru mjög mikilvæg fyrir okkur og ég samgladdist Óla Jóh að ná þessum sigri. Maður hefur séð betri leiki en sigurinn var það mikilvæga," sagði Guðni á Bylgjunni. „Nú er að ég held ákveðin vatnaskil og það er mikilvægt að fara í það að finna nýjan þjálfara og vanda þar vel til verka. Það þarf að passa upp á ráðningaferlið. Það þarf að auglýsa stöðuna, fá inn hæfa umsækjendur og fara yfir þann lista í rólegheitunum og af yfirvegun. Það þarf síðan að ráða hæfasta manninn eins og menn sjá það," segir Guðni. „Við verðum að fá einhvern góðan landsliðsþjálfara. Það er fullt af góðum þjálfurum bæði hér heima og erlendis. Ég held að ráðningaferlið að kynna stöðuna og auglýsa hana út í hinum stóra heimi sé af hinu góða. Við þurfum að fá sem flesta umsækjendur því ég held að þetta sé álitlegt starf fyrir marga. Gengið hefur verið þannig að við erum neðarlega á þessum heimslista og þetta er því mjög gott tækifæri til að hífa liðið upp," segir Guðni. „Það væri gaman að sjá hverjir hefðu áhuga á þessu starfi, fara yfir ferilskrá þeirra manna bæði innlendra og erlendra. Það er líka mikilvægt að fá það upp á borðið frá þessum einstaklingum hvernig þeir sjá fyrir sér uppbygginguna á landsliðinu og fótboltanum í heild sinni.," segir Guðni sem hefur ekki áhyggjur af því að KSÍ geti ekki borgað nógu góð laun. „Ég efast ekki um að þarna komi umsækjendur sem fari fram á laun sem KSÍ ræður við. KSÍ hefur það að fjárhagurinn hefur verið góður og það eru til peningar. Þetta hefur verið vel rekið fjárhagslega en það er um að gera að nýta þessa peninga vel," segir Guðni og hann er ekki sammála Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, um að það sé ekki þörf á því að auglýsa landsliðsþjálfarastöðuna. „Ég held nú að evrópskur knattspyrnuheimur sé ekki að halda í sér andanum vitað að þessi staða sé laus. Ég held að það sé öruggara að auglýsa þessa stöðu og kynna hana þannig að allir vita af þessu sem þurfa að vita af þessu," sagði Guðni.
Íslenski boltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira