Rúnar: Finnst stundum eins og landsliðsmenn séu að velja sér leiki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2011 17:30 Rúnar Kristinsson og Eiður Smári Guðjohsen í landsleik á árum áður. Mynd/Nordic Photos/Getty Rúnar Kristinsson, þjálfari KR og leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, gagnrýndi íslenska landsliðsmenn í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann var þar mættur til þess að ræða um íslenska karlalandsliðið við Heimir Karlsson og Guðna Bergsson. „Leikur landsliðsins hefur breyst síðan að við vorum að spila á sínum tíma. Það er komið mikið meiri léttleiki og meira spil í íslenska landsliðið sem var það sem fólk var alltaf að biðja um. Áður fyrr lögðumst við mikið til baka og það varð allt vitlaust í stúkunni þegar við fengum innkast, komnir rétt yfir miðju," sagði Rúnar í léttum tón. „Svo fór þetta að breytast og menn fóru að ætlast til þess að menn færu að halda boltanum niðri og færu að spila fótbolta. Við erum farnir að gera það því við erum komnir með fullt af flínkum leikmönnum og þeim bara fjölgar. Á móti kemur að þegar við erum farnir að spila meiri fótbolta og farnir að færa okkur framar á völlinn þá erum við aðeins veikari til baka gegn hröðum skyndisóknum andstæðinganna. Ef við ætlum að fara að skora mikið af mörkum þá lendum við í veseni til baka. Það hefur orðið okkur að falli því menn hafa viljað gera of mikið," segir Rúnar. „Varnarleikurinn á að vera aðalsmerki íslenska landsliðsins því við erum ekki það sterkir í knattspyrnunni að við getum farið að spila hátt á vellinum. Ég sá ítalska landsliðið spila um daginn og þeir lágu til baka í 85 mínútur af leiknum og vörðust með alla sína menn á eigin vallarhelmingi. Ísland á að gera það þótt að það verði stundum allt vitlaust," segir Rúnar og hann tjáði sig líka um leikmannaval liðsins. „Strákarnir sem stóðu sig vel með 21 árs landsliðinu hafa verið að koma smátt og smátt inn í A-liðið en það er ekki hægt að taka fimm, sex, sjö nýja leikmenn og henda þeim beint inn í liðið. Þjálfarinn verður að finna það lið sem passar hverju sinni á móti andstæðingunum sem liðið er að fara að spila við. Menn þurfa að öðlast ákveðna reynslu og þó svo að menn hafi náð góðum árangri með 21 árs landsliðinu þá er ekki þar með sagt að þeir verði fullgildir og góðir A-landsliðsmenn. Það er töluvert stökk að fara upp í A-landsliðið," segir Rúnar og hann gagnrýndi líka núverandi leikmenn landsliðsins. „Það þarf að fá þessa drengi sem eru valdir til að mæta þegar þeir eru valdir og til að leggja sig fram í hvert einasta skiptið. Manni finnst það stundum eins og menn séu að velja sér leiki og það er kannski hörð gagnrýni frá mér en þetta er bara þannig. Ég stend það nálægt þessu að maður veit örlítið hvað er að gerast í kringum sig og maður heyrir mikið," sagði Rúnar. „Menn eru alltaf tilbúnir þegar þeir þurfa á glugganum að halda en þegar þeir eru búnir að nýta sér gluggann og komnir í eitthvað stórt lið út í Evrópu þá er ekki þar með sagt að þeir eigi að hætta að mæta í landsleiki," sagði Rúnar sem sagðist ennfremur vera tilbúinn að setjast í landsliðsþjálfarastólinn en að hann sé ekki viss um að rétta tímasetningin sé núna. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR og leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, gagnrýndi íslenska landsliðsmenn í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann var þar mættur til þess að ræða um íslenska karlalandsliðið við Heimir Karlsson og Guðna Bergsson. „Leikur landsliðsins hefur breyst síðan að við vorum að spila á sínum tíma. Það er komið mikið meiri léttleiki og meira spil í íslenska landsliðið sem var það sem fólk var alltaf að biðja um. Áður fyrr lögðumst við mikið til baka og það varð allt vitlaust í stúkunni þegar við fengum innkast, komnir rétt yfir miðju," sagði Rúnar í léttum tón. „Svo fór þetta að breytast og menn fóru að ætlast til þess að menn færu að halda boltanum niðri og færu að spila fótbolta. Við erum farnir að gera það því við erum komnir með fullt af flínkum leikmönnum og þeim bara fjölgar. Á móti kemur að þegar við erum farnir að spila meiri fótbolta og farnir að færa okkur framar á völlinn þá erum við aðeins veikari til baka gegn hröðum skyndisóknum andstæðinganna. Ef við ætlum að fara að skora mikið af mörkum þá lendum við í veseni til baka. Það hefur orðið okkur að falli því menn hafa viljað gera of mikið," segir Rúnar. „Varnarleikurinn á að vera aðalsmerki íslenska landsliðsins því við erum ekki það sterkir í knattspyrnunni að við getum farið að spila hátt á vellinum. Ég sá ítalska landsliðið spila um daginn og þeir lágu til baka í 85 mínútur af leiknum og vörðust með alla sína menn á eigin vallarhelmingi. Ísland á að gera það þótt að það verði stundum allt vitlaust," segir Rúnar og hann tjáði sig líka um leikmannaval liðsins. „Strákarnir sem stóðu sig vel með 21 árs landsliðinu hafa verið að koma smátt og smátt inn í A-liðið en það er ekki hægt að taka fimm, sex, sjö nýja leikmenn og henda þeim beint inn í liðið. Þjálfarinn verður að finna það lið sem passar hverju sinni á móti andstæðingunum sem liðið er að fara að spila við. Menn þurfa að öðlast ákveðna reynslu og þó svo að menn hafi náð góðum árangri með 21 árs landsliðinu þá er ekki þar með sagt að þeir verði fullgildir og góðir A-landsliðsmenn. Það er töluvert stökk að fara upp í A-landsliðið," segir Rúnar og hann gagnrýndi líka núverandi leikmenn landsliðsins. „Það þarf að fá þessa drengi sem eru valdir til að mæta þegar þeir eru valdir og til að leggja sig fram í hvert einasta skiptið. Manni finnst það stundum eins og menn séu að velja sér leiki og það er kannski hörð gagnrýni frá mér en þetta er bara þannig. Ég stend það nálægt þessu að maður veit örlítið hvað er að gerast í kringum sig og maður heyrir mikið," sagði Rúnar. „Menn eru alltaf tilbúnir þegar þeir þurfa á glugganum að halda en þegar þeir eru búnir að nýta sér gluggann og komnir í eitthvað stórt lið út í Evrópu þá er ekki þar með sagt að þeir eigi að hætta að mæta í landsleiki," sagði Rúnar sem sagðist ennfremur vera tilbúinn að setjast í landsliðsþjálfarastólinn en að hann sé ekki viss um að rétta tímasetningin sé núna.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Sjá meira