Sænskur landsliðsmaður fórst í flugslysinu í Rússlandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. september 2011 16:45 Stefan Liv í leik í Rússlandi í febrúar síðastliðnum. Nordic Photos / Getty Images Sænski landsliðsmarkvörðurinn í íshokkí, Stefan Liv, var einn þeirra sem fórst í flugslysinu rétt utan Jaroslavl í Rússlandi í dag. Alls voru 45 umborð í vélinni og aðeins tveir komust lífs af. Liv og félagar hans í Lokomotiv Jaroslavl vour á leiðinni til Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands, þar sem liðið átti að leika gegn Dinamo Minsk í opnunarleik Kontinental-deildarinnar í íshokkí. Liv var fastamaður í sænska landsliðinu og vann til margra verðlauna með liðinu á stórmótum, bæði Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum. Sænskir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um slysið og dauða hans í dag. Fulltrúir félagsins hafa látið hafa eftir sér í dag að allir leikmenn og þjálfarar aðalliðsins voru með í för í dag, sem og fjórir leikmenn úr ungmennaliði félagsins. Þeir fórust allir, nema Rússinn Alexander Galimov, sem var annar þeirra sem lifði slysið af ásamt meðlimi í áhöfn flugvélarinnar. „Þetta er svartasti dagurinn í sögu íþróttinnar okkar," sagði Rene Fasel, forseti alþjóðaíshokkísambandsins. „Það eru ekki aðeins Rússar sem eiga um sárt að binda því alls voru leikmenn og þjálfarar frá tíu löndum á mála hjá Lokomotiv. Þetta er hræðilegur harmleikur fyrir íshokkísamfélagið." Margir leikmenn Lokomotiv léku áður með liðum í bandarísku NHL-deildinni og eru því heimsþekktir íþróttamenn. Meðal þeirra má nefna Slóvakann Pavol Demitra sem lék áður með St. Louis Blues og Vancouver Canucks í NHL-deildinni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íþróttafélag missir svo marga leikmenn í flugslysi. Flugvél með leikmönnum Manchester United fórst í München í Þýskalandi árið 1958 en níu árum áður fórust átján leikmenn Torino frá Ítalíu í flugslysi. Árið 1961 fórst svo bandaríska landsliðið í listhlaupi, alls átján manns, á skautum á leið sinni á heimsmeistaramótið sem haldið var í Brussel í Belgíu. Erlendar Tengdar fréttir Heilt íshokkílið fórst í rússnesku flugslysi Heilt íshokkílið fórst þegar farþegaþota hrapaði skömmu eftir flugtak í vesturhluta Rússlands í dag. 7. september 2011 15:41 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sjá meira
Sænski landsliðsmarkvörðurinn í íshokkí, Stefan Liv, var einn þeirra sem fórst í flugslysinu rétt utan Jaroslavl í Rússlandi í dag. Alls voru 45 umborð í vélinni og aðeins tveir komust lífs af. Liv og félagar hans í Lokomotiv Jaroslavl vour á leiðinni til Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands, þar sem liðið átti að leika gegn Dinamo Minsk í opnunarleik Kontinental-deildarinnar í íshokkí. Liv var fastamaður í sænska landsliðinu og vann til margra verðlauna með liðinu á stórmótum, bæði Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum. Sænskir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um slysið og dauða hans í dag. Fulltrúir félagsins hafa látið hafa eftir sér í dag að allir leikmenn og þjálfarar aðalliðsins voru með í för í dag, sem og fjórir leikmenn úr ungmennaliði félagsins. Þeir fórust allir, nema Rússinn Alexander Galimov, sem var annar þeirra sem lifði slysið af ásamt meðlimi í áhöfn flugvélarinnar. „Þetta er svartasti dagurinn í sögu íþróttinnar okkar," sagði Rene Fasel, forseti alþjóðaíshokkísambandsins. „Það eru ekki aðeins Rússar sem eiga um sárt að binda því alls voru leikmenn og þjálfarar frá tíu löndum á mála hjá Lokomotiv. Þetta er hræðilegur harmleikur fyrir íshokkísamfélagið." Margir leikmenn Lokomotiv léku áður með liðum í bandarísku NHL-deildinni og eru því heimsþekktir íþróttamenn. Meðal þeirra má nefna Slóvakann Pavol Demitra sem lék áður með St. Louis Blues og Vancouver Canucks í NHL-deildinni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íþróttafélag missir svo marga leikmenn í flugslysi. Flugvél með leikmönnum Manchester United fórst í München í Þýskalandi árið 1958 en níu árum áður fórust átján leikmenn Torino frá Ítalíu í flugslysi. Árið 1961 fórst svo bandaríska landsliðið í listhlaupi, alls átján manns, á skautum á leið sinni á heimsmeistaramótið sem haldið var í Brussel í Belgíu.
Erlendar Tengdar fréttir Heilt íshokkílið fórst í rússnesku flugslysi Heilt íshokkílið fórst þegar farþegaþota hrapaði skömmu eftir flugtak í vesturhluta Rússlands í dag. 7. september 2011 15:41 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sjá meira
Heilt íshokkílið fórst í rússnesku flugslysi Heilt íshokkílið fórst þegar farþegaþota hrapaði skömmu eftir flugtak í vesturhluta Rússlands í dag. 7. september 2011 15:41