Björgólfur: Hvers vegna eru ekki fleiri gjaldþrota? 8. september 2011 10:21 Björgólfur Thor í London, þar sem hann starfar sem fjárfestir. „Einkavæðing bankanna árið 2002 var veikburða ferli og sýktist af pólitík. Það var röng ákvörðun að einkavæða báða ríkisbankana á sama tíma," segir Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir, í erindi sem hann hélt á málþingi í Kaupmannahöfn á vegum danska viðskiptablaðsins Börsen og Norðurlanda í brennidepli. Erindið flutti hann í gær ásamt Lars Christensen, yfirmanni greiningardeildar Danske Bank og Helga Hjörvar, alþingismanni og formanni efnahags- og skattanefndar Alþingis, en þar spyr hann meðal annars hvernig það geti verið að aðeins þrír áberandi fjárfestar hafi orðið gjaldþrota. Í erindi Björgólfs, sem hann birtir á heimasíðu sinni, segir hann einkavæðingarferli bankanna hafa verið „sýkt af pólitík". Hann segir meðal mistaka þáverandi ríkisstjórnar, sem samanstóð af Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokki, hafi verið að krefjast ekki hærra eiginfjárhlutfalls til að tryggja fjárhagslega sterkari kaupendur. Um afleiðingar þess að krefjast ekki hærra eiginfjárhlutfall skrifar Björgólfur: „Til að halda mikilvægum aðilum ánægðum ákvað ríkisstjórnin að selja báða bankana á sama tíma og um leið var ákveðið að fara ekki fram á hátt eiginfjárhlutfall. Þetta var gert til að liðka fyrir fjárvana, pólitískum bandamönnum, sem gátu nýtt pólitísk tengsl sín til að fá lán fyrir bankanum. Salan á Landsbankanum varð að forskrift fyrir sölu á Búnaðarbankanum". Björgólfur segist hafa haft ýmislegt við ferlið að athuga á sínum tíma. „ Ég velti fyrir mér að hætta við kaupin og ég hefði átt að ganga á brott þegar ég áttaði mig á að verið var að hagræða ferlinu, til hagsbóta fyrir meinta kaupendur Búnaðarbankans. En ég ýtti eigin efasemdum frá mér og það reyndust mestu mistök sem ég hef gert," skrifar Björgólfur, sem var meðal eiganda Landsbankans þegar bankinn fór á hausinn í bankahruninu veturinn 2008. Björgólfur setur líka spurningamerki um eftirleik hrunsins. Hann spyr: „Hvernig stendur á því að þeir sem voru mest áberandi eru ekki gjaldþrota? Aðeins þrír þeirra hafa lýst yfir gjaldþroti; báðir fyrrum viðskiptafélagar mínir í Landsbanka og einn framkvæmdastjóri hjá Baugi. Það er allt og sumt. Enginn annar, ekki einn af öllum þeim sem skulduðu sem mest í Kaupþingi, Glitni og Landsbanka, aðeins þessir þrír. Hvers vegna? Er þetta eðlilegt?" Erindi Björgólfs er hægt að lesa hér. Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
„Einkavæðing bankanna árið 2002 var veikburða ferli og sýktist af pólitík. Það var röng ákvörðun að einkavæða báða ríkisbankana á sama tíma," segir Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir, í erindi sem hann hélt á málþingi í Kaupmannahöfn á vegum danska viðskiptablaðsins Börsen og Norðurlanda í brennidepli. Erindið flutti hann í gær ásamt Lars Christensen, yfirmanni greiningardeildar Danske Bank og Helga Hjörvar, alþingismanni og formanni efnahags- og skattanefndar Alþingis, en þar spyr hann meðal annars hvernig það geti verið að aðeins þrír áberandi fjárfestar hafi orðið gjaldþrota. Í erindi Björgólfs, sem hann birtir á heimasíðu sinni, segir hann einkavæðingarferli bankanna hafa verið „sýkt af pólitík". Hann segir meðal mistaka þáverandi ríkisstjórnar, sem samanstóð af Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokki, hafi verið að krefjast ekki hærra eiginfjárhlutfalls til að tryggja fjárhagslega sterkari kaupendur. Um afleiðingar þess að krefjast ekki hærra eiginfjárhlutfall skrifar Björgólfur: „Til að halda mikilvægum aðilum ánægðum ákvað ríkisstjórnin að selja báða bankana á sama tíma og um leið var ákveðið að fara ekki fram á hátt eiginfjárhlutfall. Þetta var gert til að liðka fyrir fjárvana, pólitískum bandamönnum, sem gátu nýtt pólitísk tengsl sín til að fá lán fyrir bankanum. Salan á Landsbankanum varð að forskrift fyrir sölu á Búnaðarbankanum". Björgólfur segist hafa haft ýmislegt við ferlið að athuga á sínum tíma. „ Ég velti fyrir mér að hætta við kaupin og ég hefði átt að ganga á brott þegar ég áttaði mig á að verið var að hagræða ferlinu, til hagsbóta fyrir meinta kaupendur Búnaðarbankans. En ég ýtti eigin efasemdum frá mér og það reyndust mestu mistök sem ég hef gert," skrifar Björgólfur, sem var meðal eiganda Landsbankans þegar bankinn fór á hausinn í bankahruninu veturinn 2008. Björgólfur setur líka spurningamerki um eftirleik hrunsins. Hann spyr: „Hvernig stendur á því að þeir sem voru mest áberandi eru ekki gjaldþrota? Aðeins þrír þeirra hafa lýst yfir gjaldþroti; báðir fyrrum viðskiptafélagar mínir í Landsbanka og einn framkvæmdastjóri hjá Baugi. Það er allt og sumt. Enginn annar, ekki einn af öllum þeim sem skulduðu sem mest í Kaupþingi, Glitni og Landsbanka, aðeins þessir þrír. Hvers vegna? Er þetta eðlilegt?" Erindi Björgólfs er hægt að lesa hér.
Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira