Íslenski boltinn

HK vann fyrsta sigur sinn í sumar á Djúpmönnum Guðjóns Þórðarsonar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Þórðarson
Guðjón Þórðarson
HK er ekki alveg  búið að gefa upp alla von um að bjarga sér frá falli úr 1. deild karla í fótbolta eftir glæsilegan 3-0 sigur á BÍ/Bolungarvík á Kópavogsvellinum í dag.

HK var án sigurs í fyrstu 17 leikjum tímabilsins og hefði fallið úr deildinni ef liðið hefði tapað þessum leik í dag. Tapið þýðir hinsvegar að Djúpmenn Guðjóns Þórðarsonar eru sjö stigum frá öðru sætinu þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir af mótinu.

Eyþór Helgi Birgisson skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu á 41. mínútu og bætti síðan öðru marki við á 75.mínútu. Stefán Jóhann Eggertsson innsiglaði síðan sigurinn á lokamínútunni.

Fjölnir vann 2-0 útisigur á Gróttu í hinum leik dagsins sem fram fór út á Nesi. Aron Sigurðarson og Illugi Þór Gunnarsson skoruðu mörkin samkvæmt upplýsingum frá vefsíðunni fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×