Citigroup: Brent olían lækkar í 95 dollara 23. ágúst 2011 12:16 Citigroup gaf út olíuspá í morgun þar sem Brent-olíunni var spáð verðlækkun niður í 95 dollara á tunnuna fyrir árslok og að meðalverð hennar myndi verða 86 dollarar á tunnu á næsta ári. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að olíuverð á heimsmarkaði hefur lækkað um u.þ.b. 8% í krónum talið frá síðustu mánaðamótum og um nálega 13% undanfarna 4 mánuði. Tunnan af Brent-olíu kostar þegar þetta er ritað tæpa 109 dollara, sem jafngildir 12.300 kr., en hæst fór Brent-olían í ríflega 14.000 kr. á tunnu í apríl síðastliðnum. Á þennan kvarða er olíuverð þó enn nærri 40% hærra en það var fyrir ári síðan. Lækkunin frá ágústbyrjun skýrist að mestu leyti af 6% lækkun á verðinu í dollurum talið, en einnig hefur krónan styrkst nokkuð gagnvart dollara á tímabilinu. Verð á hráolíu hækkaði raunar nokkuð á mörkuðum í morgun eftir lækkun í gær þegar í ljós kom að lengra virðist í lok borgarastyrjaldarinnar í Líbýu, og í kjölfarið endurkomu landsins sem olíuútflytjanda á heimsmarkaði, en útlit var fyrir. Líbýa framleiddi fyrir borgarastyrjöldina nærri 2% af heildarframleiðslu á heimsvísu, eða 1,6 milljón tunnur á dag. Ýmsir sérfræðingar eru þó á því að olíuverð muni lækka frekar á næstunni. Þannig gaf Citigroup út olíuspá í morgun þar sem Brent-olíunni var spáð verðlækkun niður í 95 dollara á tunnuna fyrir árslok og að meðalverð hennar myndi verða 86 dollarar á tunnu á næsta ári. Spáin jafngildir ríflega 13% lækkun á olíuverði á síðasta þriðjungi ársins. Eru slæmar horfur í stærstu hagkerfum heims og aukið framboð á olíu frá Líbýu meðal raka fyrir spá Citigroup. Lækkandi eldsneytisverð er kærkomið fyrir íslensk heimili, sem hafa horfst í augu við 22% hækkun á þessum útgjaldalið undanfarið ár. Eldsneyti vegur u.þ.b. 6% í vísitölu neysluverðs og hefur þróunin því haft umtalsverð áhrif á verðtryggð lán heimilanna. Gerum við ráð fyrir að lækkun eldsneytis hér á landi muni vega til 0,1% lækkunar vísitölunnar í ágúst. Bensínverð hefur lækkað um 3% frá miðjum júlímánuði, en einhver hluti þeirrar lækkunar er raunar til kominn eftir mælingu Hagstofunnar á neysluverði um miðjan mánuðinn. Gangi spár Citigroup-manna og annarra skoðanabræðra þeirra eftir gæti því þróun eldsneytisverðs haldið nokkuð aftur af verðbólgu hér á landi næsta kastið, að því gefnu að krónan gefi ekki verulega eftir að nýju. Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Citigroup gaf út olíuspá í morgun þar sem Brent-olíunni var spáð verðlækkun niður í 95 dollara á tunnuna fyrir árslok og að meðalverð hennar myndi verða 86 dollarar á tunnu á næsta ári. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að olíuverð á heimsmarkaði hefur lækkað um u.þ.b. 8% í krónum talið frá síðustu mánaðamótum og um nálega 13% undanfarna 4 mánuði. Tunnan af Brent-olíu kostar þegar þetta er ritað tæpa 109 dollara, sem jafngildir 12.300 kr., en hæst fór Brent-olían í ríflega 14.000 kr. á tunnu í apríl síðastliðnum. Á þennan kvarða er olíuverð þó enn nærri 40% hærra en það var fyrir ári síðan. Lækkunin frá ágústbyrjun skýrist að mestu leyti af 6% lækkun á verðinu í dollurum talið, en einnig hefur krónan styrkst nokkuð gagnvart dollara á tímabilinu. Verð á hráolíu hækkaði raunar nokkuð á mörkuðum í morgun eftir lækkun í gær þegar í ljós kom að lengra virðist í lok borgarastyrjaldarinnar í Líbýu, og í kjölfarið endurkomu landsins sem olíuútflytjanda á heimsmarkaði, en útlit var fyrir. Líbýa framleiddi fyrir borgarastyrjöldina nærri 2% af heildarframleiðslu á heimsvísu, eða 1,6 milljón tunnur á dag. Ýmsir sérfræðingar eru þó á því að olíuverð muni lækka frekar á næstunni. Þannig gaf Citigroup út olíuspá í morgun þar sem Brent-olíunni var spáð verðlækkun niður í 95 dollara á tunnuna fyrir árslok og að meðalverð hennar myndi verða 86 dollarar á tunnu á næsta ári. Spáin jafngildir ríflega 13% lækkun á olíuverði á síðasta þriðjungi ársins. Eru slæmar horfur í stærstu hagkerfum heims og aukið framboð á olíu frá Líbýu meðal raka fyrir spá Citigroup. Lækkandi eldsneytisverð er kærkomið fyrir íslensk heimili, sem hafa horfst í augu við 22% hækkun á þessum útgjaldalið undanfarið ár. Eldsneyti vegur u.þ.b. 6% í vísitölu neysluverðs og hefur þróunin því haft umtalsverð áhrif á verðtryggð lán heimilanna. Gerum við ráð fyrir að lækkun eldsneytis hér á landi muni vega til 0,1% lækkunar vísitölunnar í ágúst. Bensínverð hefur lækkað um 3% frá miðjum júlímánuði, en einhver hluti þeirrar lækkunar er raunar til kominn eftir mælingu Hagstofunnar á neysluverði um miðjan mánuðinn. Gangi spár Citigroup-manna og annarra skoðanabræðra þeirra eftir gæti því þróun eldsneytisverðs haldið nokkuð aftur af verðbólgu hér á landi næsta kastið, að því gefnu að krónan gefi ekki verulega eftir að nýju.
Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira