Hörð átök innan Vinnslustöðvarinnar 23. ágúst 2011 17:41 Vinnslustöðin. Myndin er úr safni. Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum (VSV) hefur sent fjölmiðlum tilkynningu vegna harðvítugra átaka innan félagsins en hluthafafundur fór fram í félaginu í gær. Þar kröfðust eigendur útgerðafélagsins Stillu ehf., sem er félag í eigu bræðra frá Rifi, Guðmundar og Hjálmars Kristjánssonar, að VSV skyldi höfða skaðabótamál gegn framkvæmdastjóra og nokkrum núverandi og fyrrverandi stjórnarmönnum félagsins vegna kaupa VSV á 35% hlut í Ufsabergi-útgerð ehf. í Eyjum fyrir þremur árum. Tillagan var felld en það var Magnús Helgi Árnason, sem situr í stjórn VSV á vegum Stillu útgerðar, sem flutti hana. Í tilkynningu frá meirihluta eigendahópsins segir: „Þessir meðeigendur okkar hafa með ýmsu móti reynt að ná undirtökum í VSV undanfarin ár og vanda ekki meðulin til að ná settu marki. Í nóvember 2007 óskaði Hróbjartur Jónatansson, þávarandi lögmaður Guðmundar og Hjálmars, eftir hluthafafundi þar sem lagt var til að skipuð yrði rannsóknarnefnd til að kanna tiltekna þætti er vörðuðu bæði starfsemi félagsins og einstaka starfsmenn og stjórnarmenn. Magnús Helgi Árnason, sem einnig þá sat í stjórn VSV á vegum bræðranna, dró hins vegar tillöguna til baka og fundarboðið sömuleiðis. Liðu svo fjögur ár og dúkkuðu þá sumar af þessum tillögum upp á nýjan leik á aðalfundi VSV í júní 2011. Allan þennan tíma höfðu Guðmundur, Hjálmar og Magnús Helgi setið í stjórn VSV án þess að leita upplýsinga eða reyna yfirleitt að finna ásökunum sínum stað. Á stjórnarvettvangi höfðu þeir að sjálfsögðu alla möguleika á að spyrjast fyrir og afla upplýsinga.“ Því er óhætt að segja að það er mikil óeining og harðvítug átök innan Vinnslustöðvarinnar.Ufsabergi-útgerð á togarann Gullberg VE en Vinnslustöðin keypti 35 prósentu hlut í fyrirtækinu fyrir þremur árum síðan. Svo segir í yfirlýsingunni: „Vandséð er að það vaki fyrir Guðmundi og Hjálmari Kristjánssonum að styrkja og efla VSV. Slíkt verður ekki gert með því að reyna að gera mikilvægar ákvarðanir i starfsemi félagsins tortryggilegar og leitast við að skapa óróa og sundrungu í hluthafahópnum.“ Og endar yfirlýsingin á orðunum: „Stillumönnum hefur sem sagt mistekist að ná undirtökum í VSV en mér segir svo hugur um að næsta mál á dagskrá verði að krefjast þess að félaginu verði hreinlega slitið. Þannig fái þeir tækifæri til að ráðstafa þriðjungi aflaheimilda VSV, þ.e. þriðjungi þess sem eftir verður þegar Jón Bjarnason hefur hirt af okkur það sem hann og aðrir stjórnarliðar áforma að taka í ríkispottana sína til pólitískrar úthlutunar.“ Tengdar fréttir Krefjast rannsóknar hjá Vinnslustöðinni SjávarútvegurEigendur þriðjungshlutar í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum hafa krafist þess að farið verði í ítarlega rannsókn á starfsemi fyrirtækisins og að höfðað verði skaðabótamál gegn framkvæmdastjóra og stjórnarmönnum. 29. júlí 2011 07:30 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum (VSV) hefur sent fjölmiðlum tilkynningu vegna harðvítugra átaka innan félagsins en hluthafafundur fór fram í félaginu í gær. Þar kröfðust eigendur útgerðafélagsins Stillu ehf., sem er félag í eigu bræðra frá Rifi, Guðmundar og Hjálmars Kristjánssonar, að VSV skyldi höfða skaðabótamál gegn framkvæmdastjóra og nokkrum núverandi og fyrrverandi stjórnarmönnum félagsins vegna kaupa VSV á 35% hlut í Ufsabergi-útgerð ehf. í Eyjum fyrir þremur árum. Tillagan var felld en það var Magnús Helgi Árnason, sem situr í stjórn VSV á vegum Stillu útgerðar, sem flutti hana. Í tilkynningu frá meirihluta eigendahópsins segir: „Þessir meðeigendur okkar hafa með ýmsu móti reynt að ná undirtökum í VSV undanfarin ár og vanda ekki meðulin til að ná settu marki. Í nóvember 2007 óskaði Hróbjartur Jónatansson, þávarandi lögmaður Guðmundar og Hjálmars, eftir hluthafafundi þar sem lagt var til að skipuð yrði rannsóknarnefnd til að kanna tiltekna þætti er vörðuðu bæði starfsemi félagsins og einstaka starfsmenn og stjórnarmenn. Magnús Helgi Árnason, sem einnig þá sat í stjórn VSV á vegum bræðranna, dró hins vegar tillöguna til baka og fundarboðið sömuleiðis. Liðu svo fjögur ár og dúkkuðu þá sumar af þessum tillögum upp á nýjan leik á aðalfundi VSV í júní 2011. Allan þennan tíma höfðu Guðmundur, Hjálmar og Magnús Helgi setið í stjórn VSV án þess að leita upplýsinga eða reyna yfirleitt að finna ásökunum sínum stað. Á stjórnarvettvangi höfðu þeir að sjálfsögðu alla möguleika á að spyrjast fyrir og afla upplýsinga.“ Því er óhætt að segja að það er mikil óeining og harðvítug átök innan Vinnslustöðvarinnar.Ufsabergi-útgerð á togarann Gullberg VE en Vinnslustöðin keypti 35 prósentu hlut í fyrirtækinu fyrir þremur árum síðan. Svo segir í yfirlýsingunni: „Vandséð er að það vaki fyrir Guðmundi og Hjálmari Kristjánssonum að styrkja og efla VSV. Slíkt verður ekki gert með því að reyna að gera mikilvægar ákvarðanir i starfsemi félagsins tortryggilegar og leitast við að skapa óróa og sundrungu í hluthafahópnum.“ Og endar yfirlýsingin á orðunum: „Stillumönnum hefur sem sagt mistekist að ná undirtökum í VSV en mér segir svo hugur um að næsta mál á dagskrá verði að krefjast þess að félaginu verði hreinlega slitið. Þannig fái þeir tækifæri til að ráðstafa þriðjungi aflaheimilda VSV, þ.e. þriðjungi þess sem eftir verður þegar Jón Bjarnason hefur hirt af okkur það sem hann og aðrir stjórnarliðar áforma að taka í ríkispottana sína til pólitískrar úthlutunar.“
Tengdar fréttir Krefjast rannsóknar hjá Vinnslustöðinni SjávarútvegurEigendur þriðjungshlutar í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum hafa krafist þess að farið verði í ítarlega rannsókn á starfsemi fyrirtækisins og að höfðað verði skaðabótamál gegn framkvæmdastjóra og stjórnarmönnum. 29. júlí 2011 07:30 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Krefjast rannsóknar hjá Vinnslustöðinni SjávarútvegurEigendur þriðjungshlutar í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum hafa krafist þess að farið verði í ítarlega rannsókn á starfsemi fyrirtækisins og að höfðað verði skaðabótamál gegn framkvæmdastjóra og stjórnarmönnum. 29. júlí 2011 07:30