Stjarnan dregur kvennalið sitt í handknattleik úr keppni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. ágúst 2011 20:33 Hanna Guðrún er ein þeirra sem þarf að leita sér að nýju félagi. Stjarnan hefur dregið kvennalið sitt í efstu deild í handknattleik úr keppni á komandi tímabili. Handknattleiksdeild félagsins sendi frá sér fréttatilkynningu þess efnis í kvöld. Í tilkynningunni er farið yfir ástæður þess að ákvörðun sé tekin. Lögð er áhersla á að ákvörðunin sé ekki tekin í skyndi og því síður af léttum hug. Kvennalið Stjörnunnar hefur verið í fremstu röð undanfarna áratugi. Ljóst er að núverandi leikmenn liðsins þurfa að leita sér að nýjum liðum. Þar á meðal eru landsliðskonurnar Hanna Guðrún Stefánsdóttir og Sólveig Lára Kjærnested. Tilkynningin frá StjörnunniGarðabæ, 24. ágúst 2011FréttatilkynningHandknattleiksdeild Stjörnunnar í Garðabæ hefur að vel yfirlögðu ráði tekið ákvörðun um að draga lið meistaraflokks kvenna úr keppni í N1-deild kvenna á komandi keppnistímabili, 2011 – 2012.Lið meistaraflokks kvenna hjá Stjörnunni hefur verið í fremstu röð kvennaliða á Íslandi mörg undanfarin ár og unnið til fleiri titla á þessari öld en nokkurt annað kvennalið í handknattleik á Íslandi. Að auki má fullyrða að liðið hefur verið flaggskip Stjörnunnar í keppni liða á afreksstigi, óháð keppnisgreinum og fært félaginu fleiri titla en nokkurt annað lið á vegum félagsins. Því ætti að vera augljóst að ákvörðun sem þessi er ekki tekin í skyndi, né heldur með léttum huga.Nokkrar ástæður liggja að baki ákvörðuninni, bæði utanaðkomandi og innan félags. Öllum er ljóst að rekstur íþróttaliða á afreksstigi hefur verið afar þungur á undanförnum árum og erfitt að standa undir kostnaði við rekstur margra liða innan eins félags á afreksstigi. Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur þar ekki verið undanskilin og deildinni reynst afar erfitt að afla þeirra fjármuna sem nauðsynlegir eru í slíkum rekstri, sem og stuðnings við það starf sem unnið hefur verið innan deildarinnar til að viðhalda afreksstarfi. Kvennalið Stjörnunnar varð einfaldlega undir í þeim slag, þrátt fyrir frábæran árangur undanfarinna ára.Nú er svo komið að þeir aðilar sem borið hafa hita og þunga af þessu starfi eru þess ekki megnugir að halda því áfram án frekari stuðnings. Markmið sem sett voru fyrir komandi keppnistímabil og virtust innan seilingar í sumar munu ekki ganga eftir, m.a. vegna hræringa á leikmannamarkaði, þar sem lög og reglur HSÍ um samskipti félaga við leikmenn eru í sumum tilfellum virt að vettugi. Stjórnendur Stjörnunnar taka ekki þátt í slíkum vinnubrögðum, né hafa yfir því fjármagni að ráða sem önnur félög virðast hafa og því varð félagið ósköp einfaldlega undir á mjög viðkvæmum leikmannamarkaði kvennahandboltans.Við fögnum því í sjálfu sér, að önnur félög horfi til leikmanna Stjörnunnar þegar nauðsyn er á styrkingu viðkomandi liða, en ítrekum óánægju okkar með að sum félög skuli ekki virða lög og reglur HSÍ um samningsbundna leikmenn.Framundan eru stór verkefni í íslenskum kvennahandknattleik. Landsliðið hefur í fyrsta sinn unnið sér keppnisrétt í úrslitum heimsmeistaramóts og spilar í Brasilíu í desember n.k. Allir metnaðarfullir leikmenn vilja að sjálfsögðu vinna sér sæti í landsliðinu og til þess þarf félag viðkomandi leikmanns að bjóða upp á bestu fáanlegu umgjörð þannig að leikmaðurinn taki framförum og eigi kost á að ná markmiðum sínum. Það getur Stjarnan ekki gert við núverandi aðstæður.Við óskum öllum leikmönnum sem hafa keppt á vegum Stjörnunnar undanfarin ár alls hins besta á nýjum vígstöðum. Jafnframt óskum við kvennahandboltanum á Íslandi góðs gengis og hörmum að þurfa að taka þessa ákvörðun – en hjá henni verður því miður ekki komist.Með handknattleikskveðju,Stjórn Hkd. Stjörnunnar Olís-deild kvenna Mest lesið Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Íslenski boltinn Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
Stjarnan hefur dregið kvennalið sitt í efstu deild í handknattleik úr keppni á komandi tímabili. Handknattleiksdeild félagsins sendi frá sér fréttatilkynningu þess efnis í kvöld. Í tilkynningunni er farið yfir ástæður þess að ákvörðun sé tekin. Lögð er áhersla á að ákvörðunin sé ekki tekin í skyndi og því síður af léttum hug. Kvennalið Stjörnunnar hefur verið í fremstu röð undanfarna áratugi. Ljóst er að núverandi leikmenn liðsins þurfa að leita sér að nýjum liðum. Þar á meðal eru landsliðskonurnar Hanna Guðrún Stefánsdóttir og Sólveig Lára Kjærnested. Tilkynningin frá StjörnunniGarðabæ, 24. ágúst 2011FréttatilkynningHandknattleiksdeild Stjörnunnar í Garðabæ hefur að vel yfirlögðu ráði tekið ákvörðun um að draga lið meistaraflokks kvenna úr keppni í N1-deild kvenna á komandi keppnistímabili, 2011 – 2012.Lið meistaraflokks kvenna hjá Stjörnunni hefur verið í fremstu röð kvennaliða á Íslandi mörg undanfarin ár og unnið til fleiri titla á þessari öld en nokkurt annað kvennalið í handknattleik á Íslandi. Að auki má fullyrða að liðið hefur verið flaggskip Stjörnunnar í keppni liða á afreksstigi, óháð keppnisgreinum og fært félaginu fleiri titla en nokkurt annað lið á vegum félagsins. Því ætti að vera augljóst að ákvörðun sem þessi er ekki tekin í skyndi, né heldur með léttum huga.Nokkrar ástæður liggja að baki ákvörðuninni, bæði utanaðkomandi og innan félags. Öllum er ljóst að rekstur íþróttaliða á afreksstigi hefur verið afar þungur á undanförnum árum og erfitt að standa undir kostnaði við rekstur margra liða innan eins félags á afreksstigi. Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur þar ekki verið undanskilin og deildinni reynst afar erfitt að afla þeirra fjármuna sem nauðsynlegir eru í slíkum rekstri, sem og stuðnings við það starf sem unnið hefur verið innan deildarinnar til að viðhalda afreksstarfi. Kvennalið Stjörnunnar varð einfaldlega undir í þeim slag, þrátt fyrir frábæran árangur undanfarinna ára.Nú er svo komið að þeir aðilar sem borið hafa hita og þunga af þessu starfi eru þess ekki megnugir að halda því áfram án frekari stuðnings. Markmið sem sett voru fyrir komandi keppnistímabil og virtust innan seilingar í sumar munu ekki ganga eftir, m.a. vegna hræringa á leikmannamarkaði, þar sem lög og reglur HSÍ um samskipti félaga við leikmenn eru í sumum tilfellum virt að vettugi. Stjórnendur Stjörnunnar taka ekki þátt í slíkum vinnubrögðum, né hafa yfir því fjármagni að ráða sem önnur félög virðast hafa og því varð félagið ósköp einfaldlega undir á mjög viðkvæmum leikmannamarkaði kvennahandboltans.Við fögnum því í sjálfu sér, að önnur félög horfi til leikmanna Stjörnunnar þegar nauðsyn er á styrkingu viðkomandi liða, en ítrekum óánægju okkar með að sum félög skuli ekki virða lög og reglur HSÍ um samningsbundna leikmenn.Framundan eru stór verkefni í íslenskum kvennahandknattleik. Landsliðið hefur í fyrsta sinn unnið sér keppnisrétt í úrslitum heimsmeistaramóts og spilar í Brasilíu í desember n.k. Allir metnaðarfullir leikmenn vilja að sjálfsögðu vinna sér sæti í landsliðinu og til þess þarf félag viðkomandi leikmanns að bjóða upp á bestu fáanlegu umgjörð þannig að leikmaðurinn taki framförum og eigi kost á að ná markmiðum sínum. Það getur Stjarnan ekki gert við núverandi aðstæður.Við óskum öllum leikmönnum sem hafa keppt á vegum Stjörnunnar undanfarin ár alls hins besta á nýjum vígstöðum. Jafnframt óskum við kvennahandboltanum á Íslandi góðs gengis og hörmum að þurfa að taka þessa ákvörðun – en hjá henni verður því miður ekki komist.Með handknattleikskveðju,Stjórn Hkd. Stjörnunnar
Olís-deild kvenna Mest lesið Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Íslenski boltinn Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira