Sigurður: Gerðu lítið úr starfi Stjörnunnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. ágúst 2011 09:57 Frá leik Stjörnunnar í N1-deild kvenna á síðustu leiktíð. Mynd/Vilhelm Sigurður Bjarnason, varaformaður Stjörnunnar og núverandi formaður handknattleiksdeildar félagsins, harmar atburði síðustu daga og segir að þeir hafi ekki verið félaginu til framdráttar. Þáverandi stjórn handknattleiksdeildar sendi frá sér yfirlýsingu í fyrradag þar sem tilkynnt var að kvennalið félagsins myndi ekki taka þátt í N1-deild kvenna í vetur. Stjarnan er margfaldur Íslands- og bikarmeistari í handbolta og hefur liðið verið flaggskip félagsins mörg undanfarin ár. Í gær tók aðalstjórn félagsins í taumana og kom starfinu aftur í gang. Í morgun var svo send yfirlýsing þar sem staðfest var að Stjarnan verði með í N1-deild kvenna í vetur. „Aðgerðir fyrri stjórnar handknattleiksdeildar voru ekki gerðar í neinu samráði við aðalstjórn Stjörnunnar," sagði Sigurður í samtali við Vísi. „Nú verður bara haldið áfram," sagði hann um framhaldið. Meðal þess sem fyrrverandi stjórn nefndi sem ástæður fyrir því að hætta væri erfitt rekstrarumhverfi og skortur á leikmönnum. „Öll lið þurfa að glíma við fjárhagserfiðleika. Það er takmarkaður peningur í öllum íþróttagreinum á landinu í dag. Ástandið í þjóðfélaginu er einfaldlega þannig. Þess fyrir utan hefur peningaleysi alltaf verið viðloðandi íþróttir og vilja menn alltaf fá meira. Það er eðlilegt." „En það þýðir samt ekki að við getum eytt um efni fram og byggt upp skýjaborgir. Miðað við stöðuna hjá Stjörnuna var ekki hægt að fara út í að kaupa sér hitt og þetta. Það verður bara að halda sér á jörðinni." Hann segir atburði gærdagsins hafa verið neikvæða fyrir Stjörnuna. „Það var alvarlega vegið að starfssemi félagsins og þá sérstaklega yngri flokka félagsins. Í félaginu eru margar ungar stelpur sem horfa mikið upp til meistaraflokks kvenna. Það hefur verið afreksflokkur í félaginu til fjölda ára. Þessum stelpum langar til að taka þátt í því og þarna sáu þær það starf rifið niður. Það fannst mér alvarlegast við þetta allt saman - það var ekkert verið að spá í því." „Svo er líka mikið af fólki sem hefur tekið þátt í starfi Stjörnunnar í handboltanum og eiga ógrynni af góðum minningum frá því. Þetta snertir það fólk líka. Mér fannst verið að gera lítið úr þessu öllu saman og ljóst að það hefði alltaf mátt fara aðrar leiðir en þessa." Meðal þess sem fráfarandi formaður, Baldur Ó. Svavarsson, sagði að yfirlýsingin sem kom út í vikunni hafi vakið menn af værum blundi. Menn hefðu talað fyrir daufum eyrum lengi - bæði hjá aðalstjórn félagsins og bæjaryfirvöldum. „Ég tel að svo sé ekki. Þetta hafði engin áhrif á það," sagði Sigurður og sagði það ekki rétt sem hafði komið fram hjá Baldri að deildin hafi fengið innspýtingu í starfið upp á milljón krónur í gær. „Ég veit ekki hvaða heimildir hann hefur fyrir því. Samkvæmt mínum heimildum hefur engin innspýting átt sér stað. Menn eru bara að vinna í þessum málum og koma þessu öllu í gang." „Aðalatriðið er að koma liðinu í stand. Leikmenn eru í sjokki og verður það verkefni okkar næstu daga." Olís-deild kvenna Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fleiri fréttir „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira
Sigurður Bjarnason, varaformaður Stjörnunnar og núverandi formaður handknattleiksdeildar félagsins, harmar atburði síðustu daga og segir að þeir hafi ekki verið félaginu til framdráttar. Þáverandi stjórn handknattleiksdeildar sendi frá sér yfirlýsingu í fyrradag þar sem tilkynnt var að kvennalið félagsins myndi ekki taka þátt í N1-deild kvenna í vetur. Stjarnan er margfaldur Íslands- og bikarmeistari í handbolta og hefur liðið verið flaggskip félagsins mörg undanfarin ár. Í gær tók aðalstjórn félagsins í taumana og kom starfinu aftur í gang. Í morgun var svo send yfirlýsing þar sem staðfest var að Stjarnan verði með í N1-deild kvenna í vetur. „Aðgerðir fyrri stjórnar handknattleiksdeildar voru ekki gerðar í neinu samráði við aðalstjórn Stjörnunnar," sagði Sigurður í samtali við Vísi. „Nú verður bara haldið áfram," sagði hann um framhaldið. Meðal þess sem fyrrverandi stjórn nefndi sem ástæður fyrir því að hætta væri erfitt rekstrarumhverfi og skortur á leikmönnum. „Öll lið þurfa að glíma við fjárhagserfiðleika. Það er takmarkaður peningur í öllum íþróttagreinum á landinu í dag. Ástandið í þjóðfélaginu er einfaldlega þannig. Þess fyrir utan hefur peningaleysi alltaf verið viðloðandi íþróttir og vilja menn alltaf fá meira. Það er eðlilegt." „En það þýðir samt ekki að við getum eytt um efni fram og byggt upp skýjaborgir. Miðað við stöðuna hjá Stjörnuna var ekki hægt að fara út í að kaupa sér hitt og þetta. Það verður bara að halda sér á jörðinni." Hann segir atburði gærdagsins hafa verið neikvæða fyrir Stjörnuna. „Það var alvarlega vegið að starfssemi félagsins og þá sérstaklega yngri flokka félagsins. Í félaginu eru margar ungar stelpur sem horfa mikið upp til meistaraflokks kvenna. Það hefur verið afreksflokkur í félaginu til fjölda ára. Þessum stelpum langar til að taka þátt í því og þarna sáu þær það starf rifið niður. Það fannst mér alvarlegast við þetta allt saman - það var ekkert verið að spá í því." „Svo er líka mikið af fólki sem hefur tekið þátt í starfi Stjörnunnar í handboltanum og eiga ógrynni af góðum minningum frá því. Þetta snertir það fólk líka. Mér fannst verið að gera lítið úr þessu öllu saman og ljóst að það hefði alltaf mátt fara aðrar leiðir en þessa." Meðal þess sem fráfarandi formaður, Baldur Ó. Svavarsson, sagði að yfirlýsingin sem kom út í vikunni hafi vakið menn af værum blundi. Menn hefðu talað fyrir daufum eyrum lengi - bæði hjá aðalstjórn félagsins og bæjaryfirvöldum. „Ég tel að svo sé ekki. Þetta hafði engin áhrif á það," sagði Sigurður og sagði það ekki rétt sem hafði komið fram hjá Baldri að deildin hafi fengið innspýtingu í starfið upp á milljón krónur í gær. „Ég veit ekki hvaða heimildir hann hefur fyrir því. Samkvæmt mínum heimildum hefur engin innspýting átt sér stað. Menn eru bara að vinna í þessum málum og koma þessu öllu í gang." „Aðalatriðið er að koma liðinu í stand. Leikmenn eru í sjokki og verður það verkefni okkar næstu daga."
Olís-deild kvenna Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Sport Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fleiri fréttir „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira